Elementals/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
No edit summary
No edit summary
 
(20 intermediate revisions by the same user not shown)
Line 105: Line 105:
Ástfólginn [[Special:MyLanguage/Saint Germain|Saint Germain]] og aðrir uppstignir meistarar hafa á ýmsan hátt á æviskeiðum sínum verið í tengslum við náttúruvættaríkið sem þróast í gegnum dýraríkið. Í sumum tilvikum skapaði þetta um síðir þörf fyrir inngrip þeirra fyrir hönd ákveðinna náttúruvætta í dýraformi. Frelsun þessara blessuðu náttúruvætta sem eru „fjötruð“ í þéttum líkama hefur oftar en einu sinni verið gjöf kærleikans og hins fjólubláa elds hinna uppstignu til þessa hluta náttúruvættalífs sem þeir höfðu áður verið í sambandi við.
Ástfólginn [[Special:MyLanguage/Saint Germain|Saint Germain]] og aðrir uppstignir meistarar hafa á ýmsan hátt á æviskeiðum sínum verið í tengslum við náttúruvættaríkið sem þróast í gegnum dýraríkið. Í sumum tilvikum skapaði þetta um síðir þörf fyrir inngrip þeirra fyrir hönd ákveðinna náttúruvætta í dýraformi. Frelsun þessara blessuðu náttúruvætta sem eru „fjötruð“ í þéttum líkama hefur oftar en einu sinni verið gjöf kærleikans og hins fjólubláa elds hinna uppstignu til þessa hluta náttúruvættalífs sem þeir höfðu áður verið í sambandi við.


Með útgeislun góðvildar, gleði og þakklætis mun öll náttúran að lokum ná óspilltu og fullkomnu ástandi aldingarðsins Eden þar sem „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman...“<ref> Jes. 11:6.</ref> Lögmál frumskógarins verða afnumin í krafti Krists og þeir menn sem eru svo lánsamir að vera áfram á þessari plánetu verða lifandi [[Special:MyLanguage/Christ|Kristir]]. Fyrir meðalgöngu þeirra verða allar náttúruverur leystar úr viðjum hins tímabundna dýraforms. Geislun guðdómlegs kærleika, sem rís upp í miklum slagkrafti, mun samstundis rjúfa og leysa upp tengsl þróaðra náttúruvera við sjálfstakmarkandi dýramót og vitundarástand.
Með útgeislun góðvildar, gleði og þakklætis mun öll náttúran að lokum ná óspilltu og fullkomnu ástandi aldingarðsins Eden þar sem „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman...“<ref> Jes. 11:6.</ref> Lögmál frumskógarins verða afnumin í krafti Krists og þeir menn sem eru svo lánsamir að vera áfram á þessari plánetu verða lifandi [[Special:MyLanguage/Christ|Kristir]]. Fyrir meðalgöngu þeirra verða allar náttúruvættir leystar úr viðjum hins tímabundna dýraforms. Geislun guðdómlegs kærleika, sem rís upp í miklum slagkrafti, mun samstundis rjúfa og leysa upp tengsl þróaðra náttúruvætta við sjálfstakmarkandi dýramót og vitundarástand.


Sum ykkar muna eftir því að hafa lesið um ást mína á fuglunum og skepnunum og að þau hafi komið óttalaus til mín. Hjartkæru vinir, í flestum dýrum er óttinn afleiðing geðbrigða sjálfs mannkynsins sem er eða hefur verið þröngvað upp á dýrin af völdum [[Special:MyLanguage/mass mind|múgvitundarinnar]]. Lífshvöt mannsins sem varðveist hefur frá forsögulegum tímum viðheldur brennandi löngun til sjálfsverndar. Minningar kynstofnsins frá fyrri kynnum af villidýrum heldur lífinu í sjálfvirkum viðbrögðum þar sem maðurinn snýst aftur í varnarstöðu þegar hann skynjar nærveru ákveðinna villtra dýra.
Sum ykkar muna eftir því að hafa lesið um ást mína á fuglunum og skepnunum og að þau hafi komið óttalaus til mín. Hjartkæru vinir, í flestum dýrum er óttinn afleiðing geðbrigða sjálfs mannkynsins sem er eða hefur verið þröngvað upp á dýrin af völdum [[Special:MyLanguage/mass mind|múgvitundarinnar]]. Lífshvöt mannsins sem varðveist hefur frá forsögulegum tímum viðheldur brennandi löngun til sjálfsverndar. Minningar kynstofnsins frá fyrri kynnum af villidýrum heldur lífinu í sjálfvirkum viðbrögðum þar sem maðurinn snýst aftur í varnarstöðu þegar hann skynjar nærveru ákveðinna villtra dýra.


Með krafti Krists geta menn höfðað til hins mikla lögmáls lífsins til að leysa sig frá þessum dulda ótta sem gerir hann firrtan frá öllu náttúruveraríkinu. Við mælum ekki með kæruleysi í umgengni við villt dýr því þar til að maðurinn hefur fullkomlega umbreytt öllum ótta og efa innra með í kærleik, væri fólki fyrir bestu að útsetja sig ekki á ótilhlýðilegan hátt fyrir hættum af dýralífi sem enn bregst við manninum út frá lægstu stigum heimsvitundarinnar — því að synir og dætur Guðs sem hafa endurheimt guðlega færni sína eiga enn eftir að færa þeim loga upprisunnar.
Með krafti Krists geta menn höfðað til hins mikla lögmáls lífsins til að leysa sig frá þessum dulda ótta sem gerir hann firrtan frá öllu náttúruvættaríkinu. Við mælum ekki með kæruleysi í umgengni við villt dýr því þar til að maðurinn hefur fullkomlega umbreytt öllum ótta og efa innra með í kærleik, væri fólki fyrir bestu að útsetja sig ekki á ótilhlýðilegan hátt fyrir hættum af dýralífi sem enn bregst við manninum út frá lægstu stigum heimsvitundarinnar — því að synir og dætur Guðs sem hafa endurheimt guðlega færni sína eiga enn eftir að færa þeim loga upprisunnar.


Munið, hjartkæru vinir, aðeins þegar hin mikla Guðs-nærvera lífsins hefur afmáð allan ótta innra með ykkur sjálfum, sérstaklega undirmmeðvitaða hræðslu, mun lægri orkutíðni kóbraslöngunnar, ljónsins og allra óargadýra víkja fyrir voldugum krafti hins sanna árangurs í Kristi. Þannig minnum við þá sem eru farnir að átta sig á því að þeirra eigin sjálfs-stjórn er lausnin að sigri allrar jarðþróunarinnar: „Sá sem kemur skikkan á sjálfum sér (fjórum lægri líkömum sínum) og gerir hreint fyrir sínum dyrum (vitund sinni, líkamsmusteri og orkustöðvum) er meiri maður en borgarstjóri.“<ref>{{CCL}}, 44. kafli.</ref>
Munið, hjartkæru vinir, aðeins þegar hin mikla Guðs-nærvera lífsins hefur afmáð allan ótta innra með ykkur sjálfum, sérstaklega undirmmeðvitaða hræðslu, mun lægri orkutíðni kóbraslöngunnar, ljónsins og allra óargadýra víkja fyrir voldugum krafti hins sanna árangurs í Kristi. Þannig minnum við þá sem eru farnir að átta sig á því að þeirra eigin sjálfs-stjórn er lausnin að sigri allrar jarðþróunarinnar: „Sá sem kemur skikkan á sjálfum sér (fjórum lægri líkömum sínum) og gerir hreint fyrir sínum dyrum (vitund sinni, líkamsmusteri og orkustöðvum) er meiri maður en borgarstjóri.“<ref>{{CCL}}, 44. kafli.</ref>
Line 115: Line 115:


<span id="The_karmic_burden_on_the_elementals"></span>
<span id="The_karmic_burden_on_the_elementals"></span>
== Karmísk byrði náttúruveranna ==
== Karmísk byrði náttúruvættina ==


Jörðin gæti verið allt önnur ef náttúruverurnar væru ekki svona þrúgaðar af mengun og þunganum af [[Special:MyLanguage/karma|karma]] mannkyns. Í 1. Mósebók segir Guð við Adam: „bölvuð sé jörðin þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga.“<ref>Mós. 3:17.</ref> „Jörðin“ er táknræn fyrir náttúruveraríkið. Með öðrum orðum, vegna falls mannkyns frá náð (sem [[Special:MyLanguage/Adam and Eve|Adam og Eva]] eru táknmyndir fyrir) urðu náttúruverurnar „bölvaðar“ – það er að segja að hið slæma karma mannkyns hafði fengið inngöngu inn í heim þeirra – og nátturuverurnar fengu það verkefni að viðhalda jafnvægi náttúrunnar þar sem karmískt ójafnvægi birtist nú.  
Jörðin gæti verið allt önnur ef náttúruvættirnir væru ekki svona þrúgaðar af mengun og þunganum af [[Special:MyLanguage/karma|karma]] mannkyns. Í 1. Mósebók segir Guð við Adam: „bölvuð sé jörðin þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga.“<ref>Mós. 3:17.</ref> „Jörðin“ er táknræn fyrir náttúruvættaríkið. Með öðrum orðum, vegna falls mannkyns frá náð (sem [[Special:MyLanguage/Adam and Eve|Adam og Eva]] eru táknmyndir fyrir) urðu náttúruvættirnir „bölvaðar“ – það er að segja að hið slæma karma mannkyns hafði fengið inngöngu inn í heim þeirra – og nátturuvættirnir fengu það verkefni að viðhalda jafnvægi náttúrunnar þar sem karmískt ójafnvægi birtist nú.  


Vægi karma hefur verið að hlaðast upp í gegnum aldirnar og árþúsundir. Samt halda náttúruverurnar áfram að vinna hetjulega að því að hreinsa jörðina, loftið og vatnið á plánetunni okkar. Dag eftir dag vinna þær að því að halda jörðinni á réttum kili. Án óbilandi starfs náttúruveranna hefðum við ekki efnislegan vettvang til að lifa á. Við myndum ekki hafa stað til að vinna úr karma okkar eða til að vaxa andlega.
Vægi karma hefur verið að hlaðast upp í gegnum aldirnar og árþúsundir. Samt halda náttúruvættirnir áfram að vinna hetjulega að því að hreinsa jörðina, loftið og vatnið á plánetunni okkar. Dag eftir dag vinna þær að því að halda jörðinni á réttum kili. Án óbilandi starfs náttúruvættanna hefðum við ekki efnislegan vettvang til að lifa á. Við myndum ekki hafa stað til að vinna úr karma okkar eða til að vaxa andlega.


Árið 1990 sagði ástsæli Órómasis að náttúruverurnar væru sligaðar af kúgun og þunglyndi, örvæntingu og linkind mannkynsins. Eins og mannkynið verða náttúruverurnar „sljó og dauf". Þau verða úrvinda. Þau verða íþyngd. Þau verða yfirhlaðin. ... En, ástvinir," sagði hann, "þið getið hreinsað þær af því."  
Árið 1990 sagði ástsæli Órómasis að náttúruvættirnir væru sligaðar af kúgun og þunglyndi, örvæntingu og linkind mannkynsins. Eins og mannkynið verða náttúruvættirnir „sljó og dauf". Þau verða úrvinda. Þau verða íþyngd. Þau verða yfirhlaðin. ... En, ástvinir," sagði hann, "þið getið hreinsað þær af því."  


Náttúruverurnar hafa ekki [[Special:MyLanguage/threefold flame|þrígreindan loga]] og Órómasis sagði að þangað til þær áynnu sér þennan þrígreinda loga „verðu þær að treysta á hjartaloga ykkar. Já, þær fara með möntrufyrirmæli með ykkur, en þær verða að hafa ykkur til að þylja þær með ykkur. Því að þær eru háðar altari hjarta ykkar eins og þið treystið á altari hjarta Guðs og á logann sem brennur ekki. ... Það er ekki bara fjölskylda ykkar og börn ykkar sem eru háð ykkur heldur hefur hvert og eitt ykkar hugsanlega milljónir náttúruvera sem treysta á hjartaloga ykkar."<ref>Oromasis and Diana, “Call for the Rainbow Fire!" {{POWref-is|33|32}}</ref>
Náttúruverurnar hafa ekki [[Special:MyLanguage/threefold flame|þrígreindan loga]] og Órómasis sagði að þangað til þær áynnu sér þennan þrígreinda loga „verðu þær að treysta á hjartaloga ykkar. Já, þær fara með möntrufyrirmæli með ykkur, en þær verða að hafa ykkur til að þylja þær með ykkur. Því að þær eru háðar altari hjarta ykkar eins og þið treystið á altari hjarta Guðs og á logann sem brennur ekki. ... Það er ekki bara fjölskylda ykkar og börn ykkar sem eru háð ykkur heldur hefur hvert og eitt ykkar hugsanlega milljónir náttúruvætta sem treysta á hjartaloga ykkar."<ref>Oromasis and Diana, “Call for the Rainbow Fire!" {{POWref-is|33|32}}</ref>


Árið 1996 sagði [[Special:MyLanguage/Lanello|Lanelló]] okkur að náttúruverurnar ynnu enn undir mjög þungri byrði.  
Árið 1996 sagði [[Special:MyLanguage/Lanello|Lanelló]] okkur að náttúruvættirnir ynnu enn undir mjög þungri byrði.  


<blockquote>
<blockquote>
Náttúruverurnar og yfirstjórnendur þeirra eru komin að þolmörkum. Þær geta ekki og vilja ekki umbera syndir heimsins lengur. Við skorum á ykkur að biðja fyrir þeim því að þegar þær geta ekki lengur sinnt störfum sínum, megið þið búast við hamförum á plánetunni. Það er því fyrir bestu að minnast náttúruveanna, að umgangast og tala við þær, kalla á fjóra yfirstjórnendur þeirra og hvetja þær, gefa þeim von og standa með þeim. Annars munuð þið sjá þær gefast upp hverja á fætur annarri. ...
Náttúruveruvættirnir og yfirstjórnendur þeirra eru komin að þolmörkum. Þær geta ekki og vilja ekki umbera syndir heimsins lengur. Við skorum á ykkur að biðja fyrir þeim því að þegar þær geta ekki lengur sinnt störfum sínum, megið þið búast við hamförum á plánetunni. Það er því fyrir bestu að minnast náttúruvættanna, að umgangast og tala við þær, kalla á fjóra yfirstjórnendur þeirra og hvetja þær, gefa þeim von og standa með þeim. Annars munuð þið sjá þær gefast upp hverja á fætur annarri. ...


Hvað myndi gerast ef öll jörðin yrði staður þar sem náttúruverurnar hafa farið í verkfall og sagt: „Við getum ekki lengur tekist á við fjallþungt karma og mengað efni sem mannkynið losar í vötnin, í jörðina, í loftinu!“<ref>Lanello, „In the Sanctuary of the Soul,“ {{POWref-is|40|52|, 28. desember, 1997}}</ref>
Hvað myndi gerast ef öll jörðin yrði staður þar sem náttúruvættirnir hafa farið í verkfall og sagt: „Við getum ekki lengur tekist á við fjallþungt karma og mengað efni sem mannkynið losar í vötnin, í jörðina, í loftinu!“<ref>Lanello, „In the Sanctuary of the Soul,“ {{POWref-is|40|52|, 28. desember, 1997}}</ref>
</blockquote>
</blockquote>


Náttúruverurnar hafa hjálpað okkur í langa tíð. Nú er komið að okkur að hjálpa þeim. Við höfum andleg verkfæri fjólubláa logans og kraft heilags anda til að gera það.
Náttúruvættirnir hafa hjálpað okkur í langa tíð. Nú er komið að okkur að hjálpa þeim. Við höfum andleg verkfæri fjólubláa logans og kraft heilags anda til að gera það.


<span id="Working_with_the_elementals"></span>
<span id="Working_with_the_elementals"></span>
== Samstarf við náttúruverurnar ==
== Samstarf við náttúruvættina ==


Þann 8. júlí 1990 tilkynnti tvíburalogi Órómasis, Díana, [[Special:MyLanguage/dispensation|ívilnun]] sem hóf nýtt skeið samvinnu sona og dætra Guðs og náttúruveraríkisins. Díana svaraði:
Þann 8. júlí 1990 tilkynnti tvíburalogi Órómasis, Díana, [[Special:MyLanguage/dispensation|ívilnun]] sem hóf nýtt skeið samvinnu sona og dætra Guðs og náttúruvættaríkisins. Díana svaraði:


<blockquote>
<blockquote>
Ég hef tekið með mér í dag fulltrúa fjögurra höfuðskepna. Hverjum ykkar er gefinn hópur náttúruvera, sumar frá hverju ríki. Þið getið litið svo á að þið hafið ættleitt lítinn ættbálk í dag sem er tólf talsins. Þær verða hjá ykkur og hlýða skipun ykkar ef hún kemur frá hjarta ykkar í [[Special:MyLanguage/diamond heart|demantshjarta]] [[Special:MyLanguage/Mother Mary|Maríu guðsmóður]] og [[Special:MyLanguage/El Morya|El Morya]]. Og þær dvelja hjá ykkur á meðan þið hlúið vel að þeim.
Ég hef tekið með mér í dag fulltrúa fjögurra höfuðskepna. Hverjum ykkar er gefinn hópur náttúruvætta, sumar frá hverju ríki. Þið getið litið svo á að þið hafið ættleitt lítinn ættbálk í dag sem er tólf talsins. Þær verða hjá ykkur og hlýða skipun ykkar ef hún kemur frá hjarta ykkar í [[Special:MyLanguage/diamond heart|demantshjarta]] [[Special:MyLanguage/Mother Mary|Maríu guðsmóður]] og [[Special:MyLanguage/El Morya|El Morya]]. Og þær dvelja hjá ykkur á meðan þið hlúið vel að þeim.


Hafið þær með í áköllunum ykkar og gefið þeim verkefni en aðeins í samræmi við vilja Guðs. Ákallið þær í margs konar skyni í lífi ykkar, ekki undanskilja lækningu á fjórum lægri líkömum ykkar eða hagnýt mál. Og þegar þið sjáið niðurstöður samskipta ykkar við þær og takið þær með ykkur í gönguferðir, þannig að þið getið áttað ykkur á þessum þætti herskara Drottins.
Hafið þær með í áköllunum ykkar og gefið þeim verkefni en aðeins í samræmi við vilja Guðs. Ákallið þær í margs konar skyni í lífi ykkar, ekki undanskilja lækningu á fjórum lægri líkömum ykkar eða hagnýt mál. Og þegar þið sjáið niðurstöður samskipta ykkar við þær og takið þær með ykkur í gönguferðir, þannig að þið getið áttað ykkur á þessum þætti herskara Drottins.


Þannig að þegar þær sem eru ofar á stigveldiskvarðanum skynja hógværð ykkar sem og festu ykkar og hæfni ykkar til að stefma náttúruöflunum til góðra verka munu íhuga að verða líka hlýðnir þjónar ykkar. ... [[Special:MyLanguage/Keepers of the Flame|Verðir logans]], gangið með Guði — og eins og þið komið fram, megið þið vera þess viss að Guð í náttúruveraríkinu gengur með ykkur.<ref>Oromasis og Diana, „Call for the Rainbow Fire!“ 8. júlí, 1990, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1998.</ref>
Þannig að þegar þær sem eru ofar á stigveldiskvarðanum skynja hógværð ykkar sem og festu ykkar og hæfni ykkar til að stefna náttúruöflunum til góðra verka munu íhuga að verða líka hlýðnir þjónar ykkar. ... [[Special:MyLanguage/Keepers of the Flame|Verðir logans]], gangið með Guði — og eins og þið komið fram, megið þið vera þess viss að Guð í náttúruvættaríkinu gengur með ykkur.<ref>Oromasis og Diana, „Call for the Rainbow Fire!“ 8. júlí, 1990, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1998.</ref>
</blockquote>
</blockquote>


Gefið liðsveit ykkar skipaðri tólf náttúruverum dagleg verkefni. Það geta verið sérhver uppbyggileg viðleitni sem kemur að gagni, ekki bara einum eða tveimur eða tíu manns, heldur tugum þúsunda og milljóna manna. Biðjið þær um að sjá um hagnýt atriði, þar á meðal að lækna ykkur sjálf og aðra. Allar náttúruverur kunna lækningar. Verið viss um að beiðnir ykkar séu í samræmi við vilja Guðs. Þar sem þið eruð ötul við að fylkja saman náttúuöflunum til góðs verða aðrar náttúruverur sem eru öflugri en náttúruverurnar ykkar líka þjónar ykkar. Hugsið bara hverju þið getið áorkað með fleiri og fleiri hjálparliðum til ráðstöfunar!
Gefið liðsveit ykkar skipaðri tólf náttúruvættum dagleg verkefni. Það geta verið sérhver uppbyggileg viðleitni sem kemur að gagni, ekki bara einum eða tveimur eða tíu manns, heldur tugum þúsunda og milljóna manna. Biðjið þær um að sjá um hagnýt atriði, þar á meðal að lækna ykkur sjálf og aðra. Allar náttúruvættir kunna lækningar. Verið viss um að beiðnir ykkar séu í samræmi við vilja Guðs. Þar sem þið eruð ötul við að fylkja saman náttúuöflunum til góðs verða aðrar náttúruvættir sem eru öflugri en náttúruvættir ykkar líka þjónar ykkar. Hugsið bara hverju þið getið áorkað með fleiri og fleiri hjálparliðum til ráðstöfunar!


Árið 1993 komu Órómasis og Díana aftur með beiðni og bænarefni fyrir náttúruverurnar. Þau lýstu öðrum plánetum sem eru hrjóstrugar vegna þess að náttúruverurnar á þessum plánetum höfðu engan bakstuðning — enga syni og dætur Guðs til að halda loga þeirra á lofti fyrir þær.
Árið 1993 komu Órómasis og Díana aftur með beiðni og bænarefni fyrir náttúruvættanna. Þau lýstu öðrum plánetum sem eru hrjóstrugar vegna þess að náttúruvættirnir á þessum plánetum höfðu engan bakstuðning — enga syni og dætur Guðs til að halda loga þeirra á lofti fyrir þær.


<span id="Elementals_in_a_golden_age"></span>
<span id="Elementals_in_a_golden_age"></span>
== Náttúruverur á gullöldinni ==
== Náttúruvættir á gullöldinni ==


Mark Prophet útmálaði einu sinni þessari sviðsmynd fyrir okkur um hvernig jörðin liti út ef náttúruverur væru ekki niðurbeygðar af mengun og þunga karma mannkyns:  
Mark Prophet útmálaði einu sinni þessari sviðsmynd fyrir okkur um hvernig jörðin liti út ef náttúruvættir væru ekki niðurbeygðar af mengun og þunga karma mannkyns:  


<blockquote>
<blockquote>
Ef við hefðum fylgt hinni guðdómlegu áætlun gætum við séð og verið vinir náttúruandanna. Við þyrftum ekki að takast á við meiri eða minni háttar storma. Jörðin myndi úthella dögg til að vökva uppskeru okkar. Engin rigning myndi falla en dögg myndi birtast úr loftinu. Loftið yrði rakamettað í réttu magni alls staðar á jörðinni og eyðimerkurnar myndu blómstra eins og rósir og það væri enginn umfram raki og enginn skortur á honum. Rakamagnið yrði bara rétt fyrir hvert loftslagsbelti.
Ef við hefðum fylgt hinni guðdómlegu áætlun gætum við séð og verið vinir náttúruandanna. Við þyrftum ekki að takast á við meiri eða minni háttar storma. Jörðin myndi úthella dögg til að vökva uppskeru okkar. Engin rigning myndi falla en dögg myndi birtast úr loftinu. Loftið yrði rakamettað í réttu magni alls staðar á jörðinni og eyðimerkurnar myndu blómstra eins og rósir og það væri enginn umfram raki og enginn skortur á honum. Rakamagnið yrði bara rétt fyrir hvert loftslagsbelti.


Þið fengjuð hið fallegasta veður og hin fallegustu blóm um allan heim. Þið mynduð hafa nóg að bíta og brenna og þið yrðuð þess áskynja að fólk myndi ekki drepa dýr sér til matar. Það væri nóg af ávöxtum. Margir af ávöxtunum sem myndu birtast eru ekki einu sinni til á hnettinum núna. ... Við myndum eiga samfélag við náttúruverur og sýna þeim hvernig á að stíga upp í æðri birtingarmynd. Og við myndum fá leiðbeiningar frá englum.<ref>Mark L. Prophet, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1998.</ref>
Þið fengjuð hið fallegasta veður og hin fallegustu blóm um allan heim. Þið mynduð hafa nóg að bíta og brenna og þið yrðuð þess áskynja að fólk myndi ekki drepa dýr sér til matar. Það væri nóg af ávöxtum. Margir af ávöxtunum sem myndu birtast eru ekki einu sinni til á hnettinum núna. ... Við myndum eiga samfélag við náttúruvættina og sýna þeim hvernig á að stíga upp í æðri birtingarmynd. Og við myndum fá leiðbeiningar frá englum.<ref>Mark L. Prophet, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1998.</ref>
</blockquote>
</blockquote>


Line 174: Line 174:
[[Special:MyLanguage/Oromasis and Diana|Órómasis og Díana]]
[[Special:MyLanguage/Oromasis and Diana|Órómasis og Díana]]


[[Special:MyLanguage/Body elemental|Náttúruvera líkamans]]
[[Special:MyLanguage/Body elemental|Náttúruvættur líkamans]]


<span id="For_more_information"></span>
<span id="For_more_information"></span>

Latest revision as of 10:51, 20 December 2024

Náttúruvættir jarðar, lofts, elds og vatns; náttúruandar sem eru þjónar Guðs og manna á efnissviðinu til að koma á og viðhalda efnissviðinu sem vettvang fyrir þróun sálarinnar. Náttúruvættir sem þjóna frumþætti eldsins eru kallaðar eldandar (salamöndrur); þær sem þjóna frumþætti loftsins, loftandar (sylph); þær sem þjóna frumþætti vatnsins, vatnadísir (undine); þær sem þjóna jörðinni, dvergar (gnome).

Órómasis og Díana annast eldinn og alla eldanda; Neptúnus og Lúara stýra vatnadísum og vötnunum miklu; Aríes og Þór hafa umsjón með hinum þokkafullu loftöndum og órekjanlegum sviðum loftsins; og Virgó og Pellör eru móðir og faðir jarðar og dverganna.

Lýsing á náttúruvættunum

Eldandar eru að minnsta kosti þriggja metra háir blaktandi logar, loginn breytist stöðugt — úr eldhvítu ljósi í alla liti regnbogans. Þetta er vera í líki manns sem logar allur, er stöðugt á hreyfingu, með mjög skýra sýn sem skín úr tveimur eldlegum augum.

Virgó og Pellör lýsa þannig dvergunum:

Verurnar sem þið kallið dverga, en mynd þeirra hefur gerð dvergvaxin í sögunni um Mjallhvít og dvergana sjö og í öðrum ævintýrum, eru í raun frá 8 cm háum álfum sem leika sér í grösunum, til 90 cm hárra dverga, allt til tröllanna sem finna má í hinum stóru fjallasölum fjallkonungsins og drottningarinnar sem Grieg glitti í og lýst er í tónverki hans sem hann tileinkar hinum sérstöku dvergum Noregs og Norðmanna.

Það eru risar á meðal höfuðskepna jarðar. Þetta eru öflugar verur sem ráða yfir eldi frumeindanna og sameindanna og halda jafnvægi fyrir heimsálfurnar í gegnum hamfarir, flóð og elda. Elóhím skapaði þessa þróun til að viðhalda vettvangi hinnar miklu tilraunar í frjálsum vilja sem Guð vígði börnum sínum sem hann sendi út í plánetukerfin til að vera frjósöm í Krists-vitundinni og margfalda birtingu Guðs í afkvæmum sínum og í verkum handa þeirra.[1]

Starf náttúruvættanna

Kúthúmi, sem hafði mikið samneyti við náttúruvætaríkið á æviskeiði sínu sem heilagur Frans, fjallar um starfsemi náttúruvættanna í riti sínu Corona Class Lessons:

Líf Guðs er til staðar í jarðefna-, jurta- og dýraríkinu og um allan hinn ósýnilega heim náttúruandanna – ríki sem iðar af „frumþáttalífi“, glaðværu masi álfa og ljúflinga, dverga að störfum (þó ekki alltaf blístrandi!), loftöndum sem umforma skýin og veltast um í vindunum, vatnadísir skvettandi í öldunum og dansandi eldöndum í eldhringjum regnbogageisla.

Dvergar

Dverga bera svo mikið vægi af karma mannkynsins að þeir sjálfir taka að sér háttarlag mannsins, verða gremjufullir og pirraðir þar til ljúfur kennari birtist þeim (eins og blessuð guðsmóðirin í gervi Mjallhvítar) til að lyfta þeim ljúflega upp metaskálar jarðneskrar þróunar sinnar sem er í höndum yfirstjórnenda þeirra, Virgós og Pellörs, hinar meistaralegu verur sem viðhalda jafnvægi náttúrukraftanna á jörðinni. Dvergarnir þjóna á efnissviðinu rétt hulin blæju (litrófi) venjulegrar sýnar. Hér eru þeir kallaðir náttúruvættir (frumþáttur) jarðar. Stundum komið þið auga á þá úr augnkróknum — þá haldið þið að þið hljótið að hafa ímyndað ykkur það!

Loftandar

Loftandar þjónusta himinsviðið og sjá um hreinsun loftsins og viðhalda loftþrýstingnum. Þetta kemur allt fram í alkemískum breytingum á veðri og hringrásum ljóstillífunar og úrkomu. Þessir náttúruvættir sem eru skapaðar af meistarans höndum þenja út og draga saman loftkennda „líkama“ sína úr örsmæð til himinhæða. Þeir halda ávallt við loga hugarsviðsins sem samsvarar frumþætti loftsins — einum af þáttunum fjóru sem alkemistar til forna skilgreindu. Þess vegna eru loftandar þekktir sem frumþáttur loftsins. Þeir bregðast við tilskipunum yfirstjórnenda sinna, Aríes og Þórs.

Dulrænt bræðralag forvísindamanna greindu uppsetningu og efnafræði jarðarinnar í fjögur aðgreind stig eftir eiginleikum efnisins — eld, loft, vatn og jörð — og leituðust við að stjórna náttúruöflunum sem fól í sér hið óræða markmið að umbreyta óæðri málmum í gull — sem var í raun ekki svo fjarri æðri sannleika.

Fjórir lægri líkamar mannsins tengjast svokölluðum fjórum efnissviðum sem kosmísk öfl þjóna með því að beina sér að minna þróuðum náttúruvættum. Reyndar gæti ykkur þótt athyglisvert að vita til þess að elóhímarnir sköpuðu náttúruvættirnir til að þjóna sonum og dætrum Guðs þar sem þau leitast, einnig, við að ná tökum á jarðneskum vísindum og ríkja yfir tíma og rúmi (bæði því innra og ytra). Þar sem maðurinn leitast við að sigrast á heimi sínum með því að beisla sjávarvötnin og ljósahafið, orkutíðni efniseinda og yfirskilvitleg svið og sannreyna þannig guðlega stjórn sína á alheiminum í smáum skrefum á öllum hliðum hinna fjögurra náttúruríkja án þess að vera sér þess vitandi að hann er í samstarfi við náttúruvættina sem hafa haldið öllu undir stjórn í milljónir ára.

Eldandar

Eldandar geyma leyndarmál eldsins sem samsvarar ljósvakalíkamanum. Nákvæmlega á hvaða tímapunkti hinn efnislegi eldur, sem er óáþreifanlegur og erfiðast að stjórna, verður hinn helgi eldur er leyndardómur sem heilagur andi kennir, en hin helgu hjarta dýrlinganna greina, sem kjarnorkuvísindamenn hafa aðeins pata af, en eldandarnir hafa góðar gætur á þessum leyndardómum.

Í hlýðni og kærleiksríkri þjónustu við yfirstjórnendur sína, Órómasis og Díönu, nær ríki þeirra frá kjarna hverrar frumeindar og frumu lífsins til kjarna jarðar. Þau eru samúðarfullir snilldar kennarar sem eru tilbúin til að kenna mannkyninu hagnýtar aðferðir til að virkja alheimsorkuna — frá hjarta rafeindarinnar til hjarta sólarinnar.

Vatnadísir

Náttúruvættir vatnsins, sem lýst er í sögnum um hinar seiðandi en heillandi hafmeyjur, hafa innblásið margar sögur um rómantík milli mannheimsins og náttúruvættaríkisins. „Að fara frá náttúruvættaríkinu yfir í mannheiminn" er þekkt fyrirbæri. Það er hurð sem var opin en hefur verið lokuð aftur nema í ákveðnum tilvikum hefur sérstökum dyggðugum og dugmiklum náttúruvættum verið veitt sú undanþága að fá að halda áfram vegferð sinni á þróunarbraut mannsins með því að fæðast innan mennskra fjölskyldna og öðlast þar með að lokum guðlega neistann.

Oftar færast náttúruvættir yfir í dýraríkið og flýta fyrir þróun sinni með því að þjóna manninum í gegnum mjög greindar dýrategundir eins og fíla, hvali, hnísur og jafnvel sérstaklega ástríka og þýða hunda eða hesta.

Minning kynþáttarins um slík atvik nær aftur til hinna þokukenndu sokknu meginlanda Lemúríu og Atlantis. Í nútímanum er þessari minningu haldið á lofti sem goðsögnum eða ævintýrum, munnmælasögum eða tilbúningi. Ef minningin yrði tekin alvarlega myndi það hrista upp í þeim og koma þeim um koll sem byggja sjálfsmat sitt og lífsýn á annarri heimsmynd ef þeir ættu að taka alvarlega þessa skynjun „undirvitundarinnar“ sem er afneitað alls staðar nema í leikriti Shakespeare, Draumur á Jónsmessunótt.

Engu að síður heldur alvörubundið starf vatnadísanna áfram þar sem höfin og árnar og vötnin, straumarnir, lækirnir og lækjarsprænurnar og regndroparnir eiga öll þátt í myndun og endurmyndun líkama plánetunnar okkar og mannsins en það er algjörlega undirorpið náttúruvættunum.

Vatnadísirnar, sem einnig hlæja og leika sér í öldunum og fossunum, fylgja ástúðlega fordæmi yfirstjórnanda síns. Neptúnus er konungur djúpsins og maki hans, Lúara, er móðir sjávarfallanna, stjórnar hringrásum frjósemi og vatnsþáttarins þar sem hann hefur áhrif á geðlíkamann (þekktur sem vatns-, tilfinninga- eða löngunarlíkaminn) og samskipti mannskynsins og geðbrigði á borð við gleði, sorg, sektarkennd, reiði og ást í gegnum geðsviðið sem hefur sterk áhrif á sameiginlega undirvitund kynstofnsins.

Vitund náttúruvættanna

Það er mikill munur á meðvitund steinefna-, grænmetis-, dýra- og mannaríkisins sem fjórar frumþættir náttúruvætta þjónusta. Rétt eins og líkami mannsins er ekki sjálfsmeðvitaður í svefni býr steinefnaríkið ekki yfir sjálfsvitund heldur birtir ákveðinn „steinefnaþéttleika“ sem nátúruvættaríkið hefur hlaðið inn í efnið.

Til dæmis, þó að tilvist dverganna sé vart almennt viðurkennd á Vesturlöndum – eru þeir þó þekktir á Írlandi sem „litla fólkið“ eða sem uppátækjasamir álfar sem kallaðir eru búálfar – þessar verur tilfæra steinefnaríkinu dásamlegan andlegan ljóma beint frá sólarforeldrum þessa kerfis, Helíos og Vesta. Dvergunum er falið að úthluta hverjum steini, gimsteini og hverjum náttúruvætti steinefnaríkisins hið guðlega mynstur. Að sama skapi eru líka til margar englaverur ljósvakasviðsins (frá tívaþróuninni) sem er falið að blása lífsmarki í hina guðlegu hönnun náttúrunnar.

Tré og plöntur búa að sjálfsögðu hvorki yfir mennskri vitund né vitund náttúruvættanna en háþróaðir tívar sem vaka yfir þeim veita þeim meiri lífsvitund en þeirri sem steinefnaríkið býr yfir.

Tívarnir sem stýra tilteknum náttúruvættum jurta sem skiptast niður í gróðurflokka flórunnar veita trjám og plöntum sálræna örvun sem eru til í svo óteljandi fjölda að tívarnir hlúa bókstaflega að öllu sem grær – sem skýrir þá óneitanlegu staðreynd að fólk sem stillir andlegar miðstöðvar sínar inn á náttúruríkið getur talað við tré og plöntur og fengið lífræna skynsvörun við þeim vitundarvottum sem miðlað er til plöntunnar í gegnum „taugakerfi“ hennar. Lífskrafturinn í plöntum og dýrum hefur verið greindur í Kirlian ljósmyndum sem sýnir áru alheimsorkunnar, rafsegulsvið sem einnig er er finna í öllum lífverum, þar á meðal hjá manninum.

Þegar við stígum upp mælistiku lífstjáningar frá gróðri til dýralífs, uppgötvum við með samanburði dýrategunda að samstilltar hópsálir þeirra sýna eiginleika æðri greindar. Mörg dýr búa yfir næstum mannlegum eiginleikum og ískyggilegum skilningi, næstum dulrænum í birtingu sinni. Þetta á sérstaklega við um ákveðnar hunda- og hestategundir og er áberandi á meðal fíla og mannapa.

Það er ekki laust við að sæspendýr, fiskar, selir og mörgæsir séu dásamlega vel greind og frekari rannsóknir næmra vísindamanna mun leiða í ljós stórkostlega samstillingu, í gegnum hjarta alls lífs, alls staðar í náttúruríkinu. Skordýrafræðingum kemur sífellt á óvart undur maursins; og hvatningarorð spekinganna, „Far þú til maursins, letingi...!“[2] gefur til kynna að maðurinn hafi mikið að læra af hinum sannkölluðu leyndardómum náttúrunnar.[3]

Áhrif mannsins á náttúruvættina

Mannkynið hefur gríðarleg áhrif á náttúruvættalífið — til góðs eða ills. Náttúruvættirnir eru mjög áhrifagjarnar; það er auðveldara að hafa áhrif á þær en börn. Til dæmis: Slæmar hugsanir og tilfinningar sem bærast með fólki í litlum bæ sem á í sífelldum fjölskylduerjum gæti leitt til þess að hvirfilbylur skelli á þeim bæ. Það er rétt! Hvirfilbylur getur myndast af hugsunum og tilfinningum fólksins í þeim bæ ef náttúrvættirnir taka þær til sín. En það er hægt að hafa stjórn á loftöndunum og fá þá til að vinna í þágu barna Guðs.

Mark Prophet greinir frá reynslu sinni af samstarfi við náttúruvættina:

Ég man að ég ók bíl nálægt Chicago-borg í Illinois. Og þegar við vorum komin í nágrenni við Chicago var allt svæðið svart af óveðursskýjum. Þetta var alveg skelfilegur vettvangur því í þessum óveðursskýjum voru stormsveipir og hvirfilbylir. Svo þegar við skynjuðum hina óheillavænlegu og ógnandi hættu sem steðjaði að borginni hófst allur hópurinn í bílnum strax handa við að ná sambandi við loftandana.

Áður en við byrjuðum fóru stormarnir og vindarnir að ýlfra. Þeir vældu eitthvað hræðilegt og þeir grenjuðu eins og börn — maður heyrði það á vindinum. Við gáfum möntrufyrirmæli okkar og sungum fyrir náttúruvættina og við kölluðum eftir því að stormurinn myndi leysast upp og það gerðist nákvæmlega eins og við kölluðum það fram. Óveðursskýin hurfu og borginni var bjargað frá hræðilegri eyðileggingu með ákalli til náttúruvættanna.[4]

Þegar hjörtu okkar eru greypt í hjarta Guðs er ekkert um megn.

Kúthúmi ræðir um áhrif mannsins á náttúrvættina:

Öll þessi yndislega sköpun sem er að hluta til gædd hinum guðlegu vitsmunum er ætluð vera „ríki við fótskör“ Guðs og var maðurinn upphaflega látinn drottna yfir henni þar sem hann var birtingarmynd Guðs. Náttúran hefur innbyrt ófullkomleika mannsins í gegnum saurgandi orkutíðni grimmdar hans. Villimannseiginleikar frumskógardýra eru álitnir dýrslegir, en í raun og veru, þegar flett er ofan af sannleika lífsins og þegar akasha-ánnálarnir og plánetuáran eru lesin út í hörgul kemur í ljós að dýr jafnt sem náttúruvættir drukku í sig grófar og stundum afskræmdar sviðsmyndir frá mannkyninu fyrir örófi alda.

Villimennska, mannát, ofbeldi, hefnd og dráp áttu uppruna sinn þegar mannkynið stóð á sínu lægsta þróunarstigi og yfirfærðust þessir brestir til undirtegundanna með orkutitringi (sem sannar hér að máttur fordæmisinsins getur líka verið versti kennarinn). Þess vegna verður segulmagn dýra í mönnum — oft dýrslegt, vekur upp djöfullegri reiði — sem verður að endurleysa (þ.e. umbreyta með fjólubláa loganum) til að frelsa plánetuna.

Þetta getið þið gert nú þegar með áköfum áköllum til alheimsmóðurinnar Astreu til að virkja sverð og hring bláa logans. Hún er Elóhim fjórða geislans (persónugerð í austri sem Kalí) sem sker börnin sín laus úr viðjum illra álaga af völdum hefndarhyggju hinna föllnu engla. Með staðföstum, hjartnæmum möntrufyrirmælum lyftir fjólublái loginn bókstaflega byrðum hinnar mennsku vitundar af öllu náttúruvættalífi. Það er ómissandi þáttur til að endurheimta fegurð náttúrunnar.

Ástfólginn Saint Germain og aðrir uppstignir meistarar hafa á ýmsan hátt á æviskeiðum sínum verið í tengslum við náttúruvættaríkið sem þróast í gegnum dýraríkið. Í sumum tilvikum skapaði þetta um síðir þörf fyrir inngrip þeirra fyrir hönd ákveðinna náttúruvætta í dýraformi. Frelsun þessara blessuðu náttúruvætta sem eru „fjötruð“ í þéttum líkama hefur oftar en einu sinni verið gjöf kærleikans og hins fjólubláa elds hinna uppstignu til þessa hluta náttúruvættalífs sem þeir höfðu áður verið í sambandi við.

Með útgeislun góðvildar, gleði og þakklætis mun öll náttúran að lokum ná óspilltu og fullkomnu ástandi aldingarðsins Eden þar sem „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman...“[5] Lögmál frumskógarins verða afnumin í krafti Krists og þeir menn sem eru svo lánsamir að vera áfram á þessari plánetu verða lifandi Kristir. Fyrir meðalgöngu þeirra verða allar náttúruvættir leystar úr viðjum hins tímabundna dýraforms. Geislun guðdómlegs kærleika, sem rís upp í miklum slagkrafti, mun samstundis rjúfa og leysa upp tengsl þróaðra náttúruvætta við sjálfstakmarkandi dýramót og vitundarástand.

Sum ykkar muna eftir því að hafa lesið um ást mína á fuglunum og skepnunum og að þau hafi komið óttalaus til mín. Hjartkæru vinir, í flestum dýrum er óttinn afleiðing geðbrigða sjálfs mannkynsins sem er eða hefur verið þröngvað upp á dýrin af völdum múgvitundarinnar. Lífshvöt mannsins sem varðveist hefur frá forsögulegum tímum viðheldur brennandi löngun til sjálfsverndar. Minningar kynstofnsins frá fyrri kynnum af villidýrum heldur lífinu í sjálfvirkum viðbrögðum þar sem maðurinn snýst aftur í varnarstöðu þegar hann skynjar nærveru ákveðinna villtra dýra.

Með krafti Krists geta menn höfðað til hins mikla lögmáls lífsins til að leysa sig frá þessum dulda ótta sem gerir hann firrtan frá öllu náttúruvættaríkinu. Við mælum ekki með kæruleysi í umgengni við villt dýr því þar til að maðurinn hefur fullkomlega umbreytt öllum ótta og efa innra með í kærleik, væri fólki fyrir bestu að útsetja sig ekki á ótilhlýðilegan hátt fyrir hættum af dýralífi sem enn bregst við manninum út frá lægstu stigum heimsvitundarinnar — því að synir og dætur Guðs sem hafa endurheimt guðlega færni sína eiga enn eftir að færa þeim loga upprisunnar.

Munið, hjartkæru vinir, aðeins þegar hin mikla Guðs-nærvera lífsins hefur afmáð allan ótta innra með ykkur sjálfum, sérstaklega undirmmeðvitaða hræðslu, mun lægri orkutíðni kóbraslöngunnar, ljónsins og allra óargadýra víkja fyrir voldugum krafti hins sanna árangurs í Kristi. Þannig minnum við þá sem eru farnir að átta sig á því að þeirra eigin sjálfs-stjórn er lausnin að sigri allrar jarðþróunarinnar: „Sá sem kemur skikkan á sjálfum sér (fjórum lægri líkömum sínum) og gerir hreint fyrir sínum dyrum (vitund sinni, líkamsmusteri og orkustöðvum) er meiri maður en borgarstjóri.“[6]

Karmísk byrði náttúruvættina

Jörðin gæti verið allt önnur ef náttúruvættirnir væru ekki svona þrúgaðar af mengun og þunganum af karma mannkyns. Í 1. Mósebók segir Guð við Adam: „bölvuð sé jörðin þín vegna. Með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga.“[7] „Jörðin“ er táknræn fyrir náttúruvættaríkið. Með öðrum orðum, vegna falls mannkyns frá náð (sem Adam og Eva eru táknmyndir fyrir) urðu náttúruvættirnir „bölvaðar“ – það er að segja að hið slæma karma mannkyns hafði fengið inngöngu inn í heim þeirra – og nátturuvættirnir fengu það verkefni að viðhalda jafnvægi náttúrunnar þar sem karmískt ójafnvægi birtist nú.

Vægi karma hefur verið að hlaðast upp í gegnum aldirnar og árþúsundir. Samt halda náttúruvættirnir áfram að vinna hetjulega að því að hreinsa jörðina, loftið og vatnið á plánetunni okkar. Dag eftir dag vinna þær að því að halda jörðinni á réttum kili. Án óbilandi starfs náttúruvættanna hefðum við ekki efnislegan vettvang til að lifa á. Við myndum ekki hafa stað til að vinna úr karma okkar eða til að vaxa andlega.

Árið 1990 sagði ástsæli Órómasis að náttúruvættirnir væru sligaðar af kúgun og þunglyndi, örvæntingu og linkind mannkynsins. Eins og mannkynið verða náttúruvættirnir „sljó og dauf". Þau verða úrvinda. Þau verða íþyngd. Þau verða yfirhlaðin. ... En, ástvinir," sagði hann, "þið getið hreinsað þær af því."

Náttúruverurnar hafa ekki þrígreindan loga og Órómasis sagði að þangað til þær áynnu sér þennan þrígreinda loga „verðu þær að treysta á hjartaloga ykkar. Já, þær fara með möntrufyrirmæli með ykkur, en þær verða að hafa ykkur til að þylja þær með ykkur. Því að þær eru háðar altari hjarta ykkar eins og þið treystið á altari hjarta Guðs og á logann sem brennur ekki. ... Það er ekki bara fjölskylda ykkar og börn ykkar sem eru háð ykkur heldur hefur hvert og eitt ykkar hugsanlega milljónir náttúruvætta sem treysta á hjartaloga ykkar."[8]

Árið 1996 sagði Lanelló okkur að náttúruvættirnir ynnu enn undir mjög þungri byrði.

Náttúruveruvættirnir og yfirstjórnendur þeirra eru komin að þolmörkum. Þær geta ekki og vilja ekki umbera syndir heimsins lengur. Við skorum á ykkur að biðja fyrir þeim því að þegar þær geta ekki lengur sinnt störfum sínum, megið þið búast við hamförum á plánetunni. Það er því fyrir bestu að minnast náttúruvættanna, að umgangast og tala við þær, kalla á fjóra yfirstjórnendur þeirra og hvetja þær, gefa þeim von og standa með þeim. Annars munuð þið sjá þær gefast upp hverja á fætur annarri. ...

Hvað myndi gerast ef öll jörðin yrði staður þar sem náttúruvættirnir hafa farið í verkfall og sagt: „Við getum ekki lengur tekist á við fjallþungt karma og mengað efni sem mannkynið losar í vötnin, í jörðina, í loftinu!“[9]

Náttúruvættirnir hafa hjálpað okkur í langa tíð. Nú er komið að okkur að hjálpa þeim. Við höfum andleg verkfæri fjólubláa logans og kraft heilags anda til að gera það.

Samstarf við náttúruvættina

Þann 8. júlí 1990 tilkynnti tvíburalogi Órómasis, Díana, ívilnun sem hóf nýtt skeið samvinnu sona og dætra Guðs og náttúruvættaríkisins. Díana svaraði:

Ég hef tekið með mér í dag fulltrúa fjögurra höfuðskepna. Hverjum ykkar er gefinn hópur náttúruvætta, sumar frá hverju ríki. Þið getið litið svo á að þið hafið ættleitt lítinn ættbálk í dag sem er tólf talsins. Þær verða hjá ykkur og hlýða skipun ykkar ef hún kemur frá hjarta ykkar í demantshjarta Maríu guðsmóður og El Morya. Og þær dvelja hjá ykkur á meðan þið hlúið vel að þeim.

Hafið þær með í áköllunum ykkar og gefið þeim verkefni en aðeins í samræmi við vilja Guðs. Ákallið þær í margs konar skyni í lífi ykkar, ekki undanskilja lækningu á fjórum lægri líkömum ykkar eða hagnýt mál. Og þegar þið sjáið niðurstöður samskipta ykkar við þær og takið þær með ykkur í gönguferðir, þannig að þið getið áttað ykkur á þessum þætti herskara Drottins.

Þannig að þegar þær sem eru ofar á stigveldiskvarðanum skynja hógværð ykkar sem og festu ykkar og hæfni ykkar til að stefna náttúruöflunum til góðra verka munu íhuga að verða líka hlýðnir þjónar ykkar. ... Verðir logans, gangið með Guði — og eins og þið komið fram, megið þið vera þess viss að Guð í náttúruvættaríkinu gengur með ykkur.[10]

Gefið liðsveit ykkar skipaðri tólf náttúruvættum dagleg verkefni. Það geta verið sérhver uppbyggileg viðleitni sem kemur að gagni, ekki bara einum eða tveimur eða tíu manns, heldur tugum þúsunda og milljóna manna. Biðjið þær um að sjá um hagnýt atriði, þar á meðal að lækna ykkur sjálf og aðra. Allar náttúruvættir kunna lækningar. Verið viss um að beiðnir ykkar séu í samræmi við vilja Guðs. Þar sem þið eruð ötul við að fylkja saman náttúuöflunum til góðs verða aðrar náttúruvættir sem eru öflugri en náttúruvættir ykkar líka þjónar ykkar. Hugsið bara hverju þið getið áorkað með fleiri og fleiri hjálparliðum til ráðstöfunar!

Árið 1993 komu Órómasis og Díana aftur með beiðni og bænarefni fyrir náttúruvættanna. Þau lýstu öðrum plánetum sem eru hrjóstrugar vegna þess að náttúruvættirnir á þessum plánetum höfðu engan bakstuðning — enga syni og dætur Guðs til að halda loga þeirra á lofti fyrir þær.

Náttúruvættir á gullöldinni

Mark Prophet útmálaði einu sinni þessari sviðsmynd fyrir okkur um hvernig jörðin liti út ef náttúruvættir væru ekki niðurbeygðar af mengun og þunga karma mannkyns:

Ef við hefðum fylgt hinni guðdómlegu áætlun gætum við séð og verið vinir náttúruandanna. Við þyrftum ekki að takast á við meiri eða minni háttar storma. Jörðin myndi úthella dögg til að vökva uppskeru okkar. Engin rigning myndi falla en dögg myndi birtast úr loftinu. Loftið yrði rakamettað í réttu magni alls staðar á jörðinni og eyðimerkurnar myndu blómstra eins og rósir og það væri enginn umfram raki og enginn skortur á honum. Rakamagnið yrði bara rétt fyrir hvert loftslagsbelti.

Þið fengjuð hið fallegasta veður og hin fallegustu blóm um allan heim. Þið mynduð hafa nóg að bíta og brenna og þið yrðuð þess áskynja að fólk myndi ekki drepa dýr sér til matar. Það væri nóg af ávöxtum. Margir af ávöxtunum sem myndu birtast eru ekki einu sinni til á hnettinum núna. ... Við myndum eiga samfélag við náttúruvættina og sýna þeim hvernig á að stíga upp í æðri birtingarmynd. Og við myndum fá leiðbeiningar frá englum.[11]

Sjá einnig

Aríes og Þór

Neptúnus og Lúara

Virgó og Pellör

Órómasis og Díana

Náttúruvættur líkamans

Til frekari upplýsinga

Elizabeth Clare Prophet, How to Work with Nature Spirits.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of the Higher Self, 1. bindi úr Climb the Highest Mountain® ritröðinni, bls. 444–70, 548–55.

Jesus and Kuthumi, Corona Class Lessons: For Those Who Would Teach Men the Way, bls. 371–76.

"Cosmic Cooperation between the Children of the Sun and Elemental Life," fjögurra þátta fyrirlestrarröð yfirstjórnenda náttúruveranna, 1980, Pearls of Wisdom, 23. bindi, nr. 14–17.

Violet Flame for Elemental Life—Fire, Air, Water and Earth 1 og 2, hljóðupptökur með lögum og möntrufyrirmælum fjólubláa logans til að lyfta byrðinni af höfuðskepnunum.

Elizabeth Clare Prophet, 28. desember, 1973 (lýsing á eldöndum).

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats.

  1. Virgo and Pelleur, “The Servants of God and Man in the Earth Element,” Pearls of Wisdom, 23. bindi, nr. 14, 6. apríl, 1980.
  2. Orðskv. 6:6.
  3. Jesus and Kuthumi, Corona Class Lessons: For Those Who Would Teach Men the Way, 44. kafli.
  4. Mark Prophet, „The Kingdom of the Elements: Fire, Air, Water, Earth,“ 2. júlí, 1972.
  5. Jes. 11:6.
  6. Jesus and Kuthumi, Corona Class Lessons: For Those Who Would Teach Men the Way, 44. kafli.
  7. Mós. 3:17.
  8. Oromasis and Diana, “Call for the Rainbow Fire!" Pearls of Wisdom, 33. bindi, nr. 32.
  9. Lanello, „In the Sanctuary of the Soul,“ Pearls of Wisdom, 40. bindi, nr. 52, 28. desember, 1997.
  10. Oromasis og Diana, „Call for the Rainbow Fire!“ 8. júlí, 1990, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1998.
  11. Mark L. Prophet, vitnað í Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1998.