Sacred labor/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
No edit summary
(Created page with "Með helgistarfi gera karlar og konur sér grein fyrir valkostum sínum til að verða Kristur í verki sem og í íhugun. Með hinni helgu iðju fullkomna nemendur ákveðna færni sem nauðsynleg er til að ná tökum á ákveðnum þætti tíma og rúms svo þeir geti að lokum lært að ná tökum á sjálfum sér. Með hina andlegu þjálfun í vegarnesti leitast nemendur Summit háskólans við að ná jafnvægi í lífinu (hvort sem þeir verða fjölskyldumenn e...")
Line 17: Line 17:
Þegar lengra líður á námið velta nemendur fyrir sér hvert helgistarf þeirra verður, hvaða æðstu þjónustu er þeim ætlað að fullkomna og veita einstaklingum, til að styrkja samfélagið og mannkynið í heild. Hvort sem það er verkleg eða fræðileg starfsgrein, með eða án fjárhagslegrar umbunar, þá er helgistarfið leiðin til að nemandinn geti staðfest verðleika sálarinnar bæði fyrir sjálfum sér og náunganum - hæfileikinn sem er margfaldaður, verkfærið sem er brýnt. Helgistarfið sem innri köllun sálarinnar verður að fullkomna á hagnýtan hátt sem sinnir daglegum þörfum samfélagsins. Hið helga starf er ómissandi hluti til sjálfsbirtingar. Það er logi heilags anda í framkvæmd.
Þegar lengra líður á námið velta nemendur fyrir sér hvert helgistarf þeirra verður, hvaða æðstu þjónustu er þeim ætlað að fullkomna og veita einstaklingum, til að styrkja samfélagið og mannkynið í heild. Hvort sem það er verkleg eða fræðileg starfsgrein, með eða án fjárhagslegrar umbunar, þá er helgistarfið leiðin til að nemandinn geti staðfest verðleika sálarinnar bæði fyrir sjálfum sér og náunganum - hæfileikinn sem er margfaldaður, verkfærið sem er brýnt. Helgistarfið sem innri köllun sálarinnar verður að fullkomna á hagnýtan hátt sem sinnir daglegum þörfum samfélagsins. Hið helga starf er ómissandi hluti til sjálfsbirtingar. Það er logi heilags anda í framkvæmd.


By the sacred labor, men and women realize their potential to be the Christ in action as well as in contemplation. Through the sacred labor, students perfect certain skills necessary to the mastery of an aspect of time and space, that they might ultimately learn the mastery of self. Trained in the things of the Spirit, students of Summit University go forth to lead balanced lives (whether they marry and raise families or remain celibate) and become responsible members of the world community. Thus they are able to relate to the now of earthly existence, to the needs of family, friends, and neighbors, all the while pursuing the goal of the [[ascension]] and helping others to follow the true teachings of Christ as defined by the [[ascended master]]s.
Með helgistarfi gera karlar og konur sér grein fyrir valkostum sínum til að verða Kristur í verki sem og í íhugun. Með hinni helgu iðju fullkomna nemendur ákveðna færni sem nauðsynleg er til að ná tökum á ákveðnum þætti tíma og rúms svo þeir geti að lokum lært að ná tökum á sjálfum sér. Með hina andlegu þjálfun í vegarnesti leitast nemendur Summit háskólans  við að ná jafnvægi í lífinu (hvort sem þeir verða fjölskyldumenn eða einhleypir) og verða ábyrgir samfélagsborgarar. Þannig geta þeir tengst núverandi jarðneskri tilveru, fjölskylduþörfum, vinum og kunningjum, á meðan þeir sækjast eftir markmiði [[uppstigningarinnar]] og hjálpa öðrum að fylgja sönnum kenningum Krists samkvæmt [[uppstignu meisturunum]].


<span id="Sources"></span>
<span id="Sources"></span>

Revision as of 10:21, 8 November 2024

Other languages:

„Helgistarf“ er sú tiltekna köllun, lífsháttur eða starfsgrein þar sem maður staðfestir gildi sálar sinnar bæði fyrir sjálfan sig og náungann. Maður fullkomnar helgistarf sitt með því að þroska hæfileika sína, sem Guð hefur gefið, svo og náðargjafir heilags anda og leggja þær á altari þjónustunnar við mannkynið.

Helgistarfið er ekki aðeins framlag manns til samfélags síns heldur er það leiðin sem gerir sálinni fært að jafna þrígreinda loganum og standast prófraunir á hinum sjö geislasviðum. Það er ómissandi þáttur á vegferðinni til endurfundar „við“ Guð með því að gefa af sjálfum sér í raunhæfu starfi „fyrir“ Guð.

Bernska Krists, Gerard van Honthorst

Helgistarf og samfélagið

Samfélag heilags anda er hópátak sálna sem sameinast í helgistarfi. Þegar við hugleiðum líf Jesú finnum við að hagnýt kristni hans, leið hans til að vinna verk Guðs í manninum, hófst á lítillátu heimili þar sem móðir hans kenndi honum vegi andans og hjá föður sínum var hann frá blautu barnsbeini í læri til að verða trésmiður.

Í samfélagi Essena í Kúmran, sem er dæmi um samfélag heilags anda, báru allir lotningu fyrir helgistarfi hvers og eins. Sérhver karl og kona, sem vígslumaður Krists, var krafinn um að ná tökum á efnissviðinu með því að uppfylla umboð ákveðinnar köllunar eða starfsgreinar. Þetta varð ekki aðeins framlag hans til samfélagsins heldur einnig leiðin til að fullkomna sál sína. Þannig veitir helgistarf á hverri öld færi á því að sálin geti jafnað hinn þrígreinda loga og staðist prófraunir geislasviðanna sjö bæði í orði og á borði.

Nemendum við Summit University er kennt að leitast við ná fullkomnun á öllum sviðum lífsins sem leið til skapandi lífsfyllingar og til að ná tökum á sálarkröftunum. Þeir eru hvattir til að taka að sér störf sem gera þeim kleift að uppgötva þessa ákveðnu snilld sem Guð hefur gefið öllum. Þeir verða að ákveða, ef þeir hafa ekki þegar gert það, hver lífsköllun þeirra er og hvernig þeir geta best brugðist við kröfum sálarinnar um grundvallaratriði lífsins svo að þeir standi við heitin sem þeir tóku frammi fyrir Karmadrottnunum fyrir þessa lífstíð.

Þegar lengra líður á námið velta nemendur fyrir sér hvert helgistarf þeirra verður, hvaða æðstu þjónustu er þeim ætlað að fullkomna og veita einstaklingum, til að styrkja samfélagið og mannkynið í heild. Hvort sem það er verkleg eða fræðileg starfsgrein, með eða án fjárhagslegrar umbunar, þá er helgistarfið leiðin til að nemandinn geti staðfest verðleika sálarinnar bæði fyrir sjálfum sér og náunganum - hæfileikinn sem er margfaldaður, verkfærið sem er brýnt. Helgistarfið sem innri köllun sálarinnar verður að fullkomna á hagnýtan hátt sem sinnir daglegum þörfum samfélagsins. Hið helga starf er ómissandi hluti til sjálfsbirtingar. Það er logi heilags anda í framkvæmd.

Með helgistarfi gera karlar og konur sér grein fyrir valkostum sínum til að verða Kristur í verki sem og í íhugun. Með hinni helgu iðju fullkomna nemendur ákveðna færni sem nauðsynleg er til að ná tökum á ákveðnum þætti tíma og rúms svo þeir geti að lokum lært að ná tökum á sjálfum sér. Með hina andlegu þjálfun í vegarnesti leitast nemendur Summit háskólans við að ná jafnvægi í lífinu (hvort sem þeir verða fjölskyldumenn eða einhleypir) og verða ábyrgir samfélagsborgarar. Þannig geta þeir tengst núverandi jarðneskri tilveru, fjölskylduþörfum, vinum og kunningjum, á meðan þeir sækjast eftir markmiði uppstigningarinnar og hjálpa öðrum að fylgja sönnum kenningum Krists samkvæmt uppstignu meisturunum.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Clara Louise Kieninger, Ich Dien.