Translations:Cherub/4/is: Difference between revisions

From TSL Encyclopedia
No edit summary
No edit summary
Line 5: Line 5:
eða gæslumenn. Í rabbínskri hefð eru kerúbar hásætisberar og vagneklar Guðs. Hlutverk þeirra er að gæta heilagleika Guðs.
eða gæslumenn. Í rabbínskri hefð eru kerúbar hásætisberar og vagneklar Guðs. Hlutverk þeirra er að gæta heilagleika Guðs.


Múslímar kenna að kerúbar syngi stöðugt „dýrð sé Allah“ og haldi sér þar sem djöfullinn getur ekki ráðist á þá. Í kristni eru kerúbar álitnir vera á æðsta stigi engla. Kerúbar eru fyrstu englarnir sem minnst er á í Gamla testamentinu. Í sköpunarsögunni í fyrstu Mósebók er sagt frá því að þegar Guð rak Adam og Evu burt úr Paradís hafi hann sett „kerúbana fyrir austan Edengarð og loga hins sveipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré“.<ref>1 Mós. 3.24.</ref>
Múslímar kenna að kerúbar syngi stöðugt „dýrð sé Allah“ og haldi sér þar sem djöfullinn getur ekki ráðist á þá. Í kristni eru kerúbar álitnir vera á æðsta stigi engla. Kerúbar eru fyrstu englarnir sem minnst er á í Gamla testamentinu.  


Kerúbarnir gæta loga sáttmálsarkarinnar milli Guðs og manna með brennipunkt á hinni [[Miklu meginsól]]. Þeir gæta vegarins að lífsins trés bæði í hinni [[Ferningslöguðu borg]] og vegferðar hvers sonar og dóttur Guðs. „Dag og nótt syngja þær án afláts:
Kerúbarnir gæta loga sáttmálsarkarinnar milli Guðs og manna með brennipunkt á hinni [[Miklu meginsól]]. Þeir gæta vegarins að lífsins trés bæði í hinni [[Ferningslöguðu borg]] og vegferðar hvers sonar og dóttur Guðs. „Dag og nótt syngja þær án afláts:

Revision as of 09:50, 21 May 2024

Information about message (contribute)
This message has no documentation. If you know where or how this message is used, you can help other translators by adding documentation to this message.
Message definition (Cherub)
[[David]] describes the L<small>ORD</small> riding upon a cherub, flying upon the wings of the wind.<ref>II Sam. 22:11.</ref> Ezekiel portrays the cherubim as four-winged, four-faced creatures accompanied by whirling wheels.<ref>Ezek. 1, 10.</ref> The cherub may be identified with the winged ''karibu'', “intercessor” in Mesopotamian texts, portrayed as a sphinx, griffin, or winged human creature. Throughout cosmos, the wise and strong cherubim are found in manifold aspects of service to God and his offspring.

Davíð lýsir Drottni ríðandi á kerúb, fljúgandi á vængjum vindsins.[1]

Á meðal hinna fjölmörgu engla sem þjóna með Samúel og Karitas á þriðja geisla hins guðlega kærleika eru hinir verndandi kerúbar. Orðið kerúb er komið í hebresku annað hvort úr akkadísku orði sem merkir„sá sem biður“ eða „sá sem hefur meðalgöngu“ eða úr assýrsku orði sem merkir „að vera nálægur“. Þar með má segja að kerúbar séu hinir nálægu, þjónar eða gæslumenn. Í rabbínskri hefð eru kerúbar hásætisberar og vagneklar Guðs. Hlutverk þeirra er að gæta heilagleika Guðs.

Múslímar kenna að kerúbar syngi stöðugt „dýrð sé Allah“ og haldi sér þar sem djöfullinn getur ekki ráðist á þá. Í kristni eru kerúbar álitnir vera á æðsta stigi engla. Kerúbar eru fyrstu englarnir sem minnst er á í Gamla testamentinu.

Kerúbarnir gæta loga sáttmálsarkarinnar milli Guðs og manna með brennipunkt á hinni Miklu meginsól. Þeir gæta vegarins að lífsins trés bæði í hinni Ferningslöguðu borg og vegferðar hvers sonar og dóttur Guðs. „Dag og nótt syngja þær án afláts: Heilagur, heilagur, heilagur, Drottinn Guð, hinn alvaldi, hann sem var og er og kemur.“[2]

Í Gamla testamentinu segir að kerúbar beri hásæti Guðs í hinu allrahelgasta, hinum innsta helgidómi musterins og því lýst að Drottinn dvelji innan um kerúbana. Þegar Drottinn gaf Móse fyrirmæli um að reisa tjaldbúðirnar skyldi hann koma fyrir kerúbum úr gulli á báðum endum náðarstólsins, sem er heiti á loki sáttmálsarkarinnar.

Drottinn sagði við Móse:

"En kerúbarnir skulu breiða út vængina uppi yfir, svo að þeir hylji lokið með vængjum sínum, og andlit þeirra snúa hvort í mót öðru. Þú skalt setja lokið ofan yfir örkina, og niður í örkina skalt þú leggja sáttmálið, sem ég mun fá þér. Og þar vil ég eiga samfundi við þig og birta þér ofan af arkarlokinu millum beggja kerúbanna, sem standa á sáttmálsörkinni, allt það er ég býð þér að flytja Ísraelsmönnum."[3]

Einn ritskýrandi segir: "Samkvæmt ritum gömlu rabbínanna var nafn annars [kerúbans á náðarsætinu] Réttlæti og hins Náð. Sumir fornir túlkendur segja að venjulega snúi andlit þeirra hálfvegis hvort að öðru, en þegar friður og réttlæti ríkir á meðal fólksins snúi þeir andlitunum hvoru á móti öðru, lúti fram og kyssi hvor annan."[4]

  1. II Sam. 22:11.
  2. Opinb. 4:8.
  3. 2 Mós. 25:20, 21-22.
  4. J. Coert Rylaarsdam: „Exodus“ (ritskýring), The Interpreter’s Bible (Nashville: Abingdon Press, 1980) I, 1024.