Indian Black Brotherhood/is: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 11: | Line 11: | ||
Svarta bræðralagið í [[Lemúríu]], sem starfar í gegnum svarta bræðralagið á Indlandi, hefur kennt áhangendum sínum hvernig á að stjórna [[náttúruverum]] með misbeitingu á [[möntru-]]þulum og á slöngukrafti [[merkúrsstafsins]]. Falsspámenn hafa afmyndað ljós hinna sönnu hindúa og búddhista varðandi umskautun [[tvíburaloganna]] sem birtist í fullkominni einingu karls og konu fyrir syndafallið. | Svarta bræðralagið í [[Lemúríu]], sem starfar í gegnum svarta bræðralagið á Indlandi, hefur kennt áhangendum sínum hvernig á að stjórna [[náttúruverum]] með misbeitingu á [[möntru-]]þulum og á slöngukrafti [[merkúrsstafsins]]. Falsspámenn hafa afmyndað ljós hinna sönnu hindúa og búddhista varðandi umskautun [[tvíburaloganna]] sem birtist í fullkominni einingu karls og konu fyrir syndafallið. | ||
Helgisiðirnir um flæði hins helga elds á milli [[orkustöðva]] tvíburaloga hafa verið spilltir með misnotkun tantrísks jóga og með starfsemi ákveðinna kennara sem hafa kennt trúgjörnum að hugleiða á kviðarholsorkustöðina til að örva kynlífsnautnina og aðrar holdlegar lystisemdir og til að ná tökum á efnisferlum í líkamanum í þeim tilgangi að hafa stjórn á andlegum öflum. Allt er þetta ekki gert Kristi til dýrðar | Helgisiðirnir um flæði hins helga elds á milli [[orkustöðva]] tvíburaloga hafa verið spilltir með misnotkun tantrísks jóga og með starfsemi ákveðinna kennara sem hafa kennt trúgjörnum að hugleiða á kviðarholsorkustöðina til að örva kynlífsnautnina og aðrar holdlegar lystisemdir og til að ná tökum á efnisferlum í líkamanum í þeim tilgangi að hafa stjórn á andlegum öflum. Allt er þetta ekki gert Kristi til dýrðar heldur [[holdshyggjunni]] til dýrðar. Allir sem einn þessara kennarar starfa án viðurkenningar hinna raunverulegu gúrúa [[Stóra hvíta bræðralaginu]], uppstiginna sem óuppstiginna. | ||
Þessi andkristna, andbúddhíska starfsemi, sem er útbreidd í Ameríku og á Indlandi, er dæmi um efnislegt frelsi hlið við hlið andlegrar ánauðar. Sumir kennarar sem þykjast vera fulltrúar Hvíta stóra bræðralagsins og aðrir sem hafa opinberlega afneitað tilvist þess – kenna helgisið kúndalíni jóga en til þessa hafa þeir ekki áunnið sér tilskylda verðleika. | Þessi andkristna, andbúddhíska starfsemi, sem er útbreidd í Ameríku og á Indlandi, er dæmi um efnislegt frelsi hlið við hlið andlegrar ánauðar. Sumir kennarar sem þykjast vera fulltrúar Hvíta stóra bræðralagsins og aðrir sem hafa opinberlega afneitað tilvist þess – kenna helgisið kúndalíni jóga en til þessa hafa þeir ekki áunnið sér tilskylda verðleika. |
Revision as of 12:40, 14 July 2024
Indverska svarta bræðralagið er mjög fornt svart bræðralag, með fulltrúa í jarðlífinu og á geðheimasviðinu; hið leynilegasta og snjallasta af öllum fölskum helgiveldum á jörðinni.
Aðilar þessa bræðralags hafa teygt anga sína út um allt Indland með fölskum kenningum sínum og hafa fálmar þess breiðst út um allan heim í gegnum falsgúrúa til að ánetja börn ljóssins með þessum kenningum áður en þau ná nokkurn tíma að kynnast alvöru gúrúum. Indverska svarta bræðralagið er eitt það illvígasta á jörðinni. Það heldur Indverjum í ánauð á margs konar rangsnúinn hátt.
Aðferðir
Svarta bræðralagið í Lemúríu, sem starfar í gegnum svarta bræðralagið á Indlandi, hefur kennt áhangendum sínum hvernig á að stjórna náttúruverum með misbeitingu á möntru-þulum og á slöngukrafti merkúrsstafsins. Falsspámenn hafa afmyndað ljós hinna sönnu hindúa og búddhista varðandi umskautun tvíburaloganna sem birtist í fullkominni einingu karls og konu fyrir syndafallið.
Helgisiðirnir um flæði hins helga elds á milli orkustöðva tvíburaloga hafa verið spilltir með misnotkun tantrísks jóga og með starfsemi ákveðinna kennara sem hafa kennt trúgjörnum að hugleiða á kviðarholsorkustöðina til að örva kynlífsnautnina og aðrar holdlegar lystisemdir og til að ná tökum á efnisferlum í líkamanum í þeim tilgangi að hafa stjórn á andlegum öflum. Allt er þetta ekki gert Kristi til dýrðar heldur holdshyggjunni til dýrðar. Allir sem einn þessara kennarar starfa án viðurkenningar hinna raunverulegu gúrúa Stóra hvíta bræðralaginu, uppstiginna sem óuppstiginna.
Þessi andkristna, andbúddhíska starfsemi, sem er útbreidd í Ameríku og á Indlandi, er dæmi um efnislegt frelsi hlið við hlið andlegrar ánauðar. Sumir kennarar sem þykjast vera fulltrúar Hvíta stóra bræðralagsins og aðrir sem hafa opinberlega afneitað tilvist þess – kenna helgisið kúndalíni jóga en til þessa hafa þeir ekki áunnið sér tilskylda verðleika.
Aðrar háþróaðar jógaaðferðir sem einungis sannir uppstignir eða óuppstignir gúrúar ættu að kenna er farið jálslega með til tortímingar sálna sem ættu að taka í fullri auðmýkt fyrstu skrefin á hinni sönnu vígslubraut .
Klækjabrögð
El Morya útskýrir hvatann á bak við vélbrögð hins Indverska svarta bræðralags.
Ég skynja á þessari stundu hinar miklu byrðar sem hvíla á Indlandi. Og ein mesta byrði þessarar þjóðar á þessari stundu er það sem við höfum kallað hið svarta bræðralag Indlands. Þeir eru ekki aðeins svikarar hinna sönnu gúrúa og meistara, heldur eru þeir svikarar í ríkisstjórn, í efnahagslífinu, í menntastofnunum – þeir eru svikarar í þeim skilningi að allt sem þeir gera er að setja sig upp á móti hinni guðlegu ráðagerð um sameiningu tvíburaloga.
Mikið af þessu stafar af græðgi eða valdaþrá, jafnvel þótt sá kraftur sé óhreinn; löngunin til að stjórna - jafnvel löngunin til að stjórna einstaklingum á andlegu leiðinni með því að takmarka þekkingu þeirra á hinum sönnu vísindum sem koma frá guðinum (uppstigna meistaranum) Himalaja. Þannig geta þeir skemmt fylgjendum og lærisveinum eða chela-nemum en þeir geta takmarkað þekkingu þeirra á lögmálinu og notkun ljóssins, sagt þeim að það sé þeim fyrir bestu, jafnvel eins og á Vesturlöndum í sumum trúarsamfélagum er heilög kvöldmáltíð framreidd án miðlunar á víni andans; eða kenning Krists er ófullburða vegna þess að henni lýkur áður en kenningin um innhverfingu Orðsins er gefin.
Í þessu tilviki skammtar falskennarinn því aðeins smá brauðmolum af andlegu leiðinni og heldur eftir afgangnum bara til að halda fylgjendum bundnum við sjálfan sig. Hann, sem hefur ekkert ljós [þ.e. Krist] sjálfur, lifir á ljósi [Krists] annarra. Og þar með eru þessir aðferðir mjög úthugsaðar - þrældómur sálna af hálfu svarta bræðralagsins á Indlandi sem draga dökkan hring í kringum þá og sjá til þess að þeir eigi sér engrar undankomu auðið til bræðralags ljóssins.
Þetta falska halgivald hefur því komið í persónu margra falskra gúrúa til Ameríku, til enskumælandi þjóða - til Ástralíu, Bretlandseyja, Kanada. Til þjóða heimsins hafa þeir komið. Þeir hafa kennt siddhi-kraftaverk þeim sem ekki hafa andann sem varð hold í Drottni Krishna. Þeir hafa gefið vígslur og möntru-þulur þeim sem hafa ekki framselt sál sína og hjörtu til Guðs, sem hafa ekki endurgoldið það sem lögmálið útheimtir að þeim. Og samt færa þessir fölsku gúrúar, ástvinir, í raun ekki æðsta ljósið með sér.
Þannig er verið að byggja upp tengslanet falskra æðstupresta, falskra gúrúa og falskra chela-nema um allan heim, sem koma í andstöðu við Meistara hins Stóra hvíta bræðralags með því að lofa tafarlausum úrlausnum - árangri sem fæst með því að reisa slöngukraftinn upp hryggjarsúluna eða til orkustöðvanna eða veita ákveðinn kraft eða linun þjáningum – allt þetta án tilskilinna skilyrða um jöfnun karma eða þess að fylgja hinum andlega vegi sem leiðir til endursameiningar (þ.e. við tvíburalogann og guðdóminn). Þetta verður því hindrun fyrir myndun guðdómlegra ríkisstjórna á Indland og í Ameríku því bestu þjónarnir og ljósberarnir sem leita ljóss hins [kosmíska Krists] fjötrast af og jafnvel heillast oft af fölsku gúrúum.
Ástvinir, ég fullvissa ykkur því um að við höfum fært ykkur á andlegu brautinni þekkingu sem tryggir ykkur og verndar frá sérhverri skurðgoðadýrkun sértrúarsöfnuða eða samtaka sem leggja til grundvallar svarinn ásetning um að halda ykkur aðskildum frá tvíburaloga ykkar en ánetjuðum við falsgúrúinn. Þannig beina þessir falskennarar hollustunni við persónu hins óuppstigna gúrús í stað persónu guðdómsins og ÉG ER-nærverunnar.
Við vörum við því við höfum séð ljósbera villast inn á þessar brautir. Og það hefur kostað þá, stundum nokkur æviskeið, seinkun við áætlaða sameiningu við tvíburalogann, áætlaða vígslu hjá Maitreya. Og heimurinn sjálfur hefur þjáðst; Því að þessir ljósberar hafa legið á hjarta ríkisstjórnar þjóðar sinnar, menntastofnana, stuðnings við móðurhlutverkið og við að halda hagkerfum á réttum kili.[1]
Sjá einnig
Heimildir
Elizabeth Clare Prophet, 16. ágúst, 1993.
Elizabeth Clare Prophet, 19. febrúar, 1976.
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Self-Transformation.
- ↑ El Morya, Pearls of Wisdom, 28. bindi, nr. 33.