Hvíta marmarahöllin

From TSL Encyclopedia
Revision as of 11:05, 18 May 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "== Heimildir ==")
Other languages:

Hvíta marmarahöllin er helg viðtökustöð Stóra hvíta bræðralagsins í hjarta Himalajafjalla.

Það hefur miðlæga gullhvelfingu og fjórar sívalar turnspírur í hverju horni hinnar ferningslöguðu byggingar. Aðalráðstefnusalurinn er í miðjunni undir hvelfingunni, á hægri og vinstri hönd í salnum eru hugleiðsluherbergi sem hafa að geyma einhverjar af hinum öflugustu viðtökustöðum bræðralagsins sem við höfum séð í athvörfum þeirra á þessari plánetu.

Í herberginu hægra megin við ráðhúsið er stórt miðaltari yst á veggnum með sætum umhverfis það í hálfhring sem rúmar nokkur hundruð manns. Þrír logar prýða altarið sem rís í þremur stöllum. Á bak við hvern loga, sem blaka út frá veggnum, er hvítur steinn í formi logans en mun stærri. Á hvern þessara þriggja steina fyrir aftan eldana þrjá eru grafnir kosmískar táknmyndir sem eru brennipunktar fyrir svo öflugan Guðs-kraft að ekkert dauðlegt auga getur mænt á þá og haldið dauðleika sínum.

Þess vegna eru aðeins uppstiginn meistari leyfðir í þessu hugleiðsluherbergi. Þessi tákn eru afrakstur hugleiðslu þeirra, þess að þeir fara djúpt inn í og íhuga tilvist sjálfs kjarna tilverunnar. Það er þarna sem þessi tákn eru letruð, í innsta kjarna veru hvers manns, og þau eru aðeins dregin fram þegar einstaklingurinn nær vitund Guðs sem uppstigin vera. Allir geta hlakkað til að tilbiðja hjarta sannrar verundar í þessu herbergi eftir uppstigningu sína.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, s.v. “The Palace of White Marble.”