Hið kosmíska egg

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:18, 12 April 2024 by Hbraga (talk | contribs)
caption
Hið kosmíska egg. Diagram of the Macrocosm.[1]

Hinn andlegi-efnislegi alheimur, þar með talið endalaus keðja vetrarbrauta, stjörnukerfa, þekktra sem óþekktra heima, er miðstöð þeirra, eða hinn hvíti eldkjarni, kölluð hin Mikla megisól. Kosmíska eggið hefur bæði andlega og efnislega miðstöð. Þó að við gætum uppgötvað og fylgst með Kosmíska egginu frá sjónarhóli og sjónarhorni efnislegra skilningarvita okkar, þá er einnig hægt að þekkja allar víddir andans og upplifa innan Kosmíska eggsins. Því að Guð sem skapaði kosmíska eggið og heldur því í lófa sínum er einnig Guðs-loginn í sínum eign sonum og dætrum sem stækkar hverja stund.

Kosmíska eggið táknar mörk íveru mannsins í þessari kosmísku hringrás. Samt, eins og Guð er alls staðar í öllu og handan við kosmíska eggið, þannig vöknum við daglega fyrir anda hans innra með okkur til nýrra vídda tilverunnar, með fyllingu sálarinnar í samræmi við að sköpun okkar í líki hans.

Þverskurður af hinu kosmíska eggi

Skýringarmyndin af alheiminum sýnir samspil anda- og efnissviðanna innan kosmíska eggsins. Eggjarauðan táknar formsvið anda og efnis og eggjahvítan táknar formlaus svið anda og efnis.

Alheimurinn okkar er þverskurður af þessari risastóru eggfrumu, útvortis útfærsla anda sem hvílir í efninu og efninu sem hvílir í andanum. Óteljandi alheimar snúast um hina Miklu þungamiðju lífsins sem gegnsmjúga hverja aðra, hver í annarri vídd – hver sneið, vers, af hinni Miklu vetrarbraut Meginsólarinnar.

Þessi vetrarbraut er allt í öllu í kosmíska egginu, allt innihald þess - eggjarauða og hvíta sett saman sem hvel innan hvela. Umhverfis þungamiðjuna eru hinir þrír Miklu orsakalíkamar: hin Mikla meginsól og hinn Mikli orsakalíkami sem mynda eggjarauðuna og hin Mikla vetrarbraut meginsólarinnar sem mynda hvítuna, samband þeirra hvort við annað er hlutfall hins gullna meðalvegar.

Þannig er hið kosmíska egg samsett úr þrenningunni í raunbirtingu föður, sonar og heilags anda. Hin Mikla meginsól (Bleiki orsakalíkaminn) er í brennidepli föðurins; Hinn Mikli orsakalíkami (Guli orsakalíkaminn) er í brennidepli sonarins, hins eilífa Logos; og hin Mikla vetrarbraut Meginsólarinnar (Blái orsakalíkaminn), sem umlykur þau öll þrjú, er í brennidepli Heilags anda.

Til frekari upplýsinga

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, 4. kafli, “Helgivald.”

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, 4. kafli, “Helgivald.”

  1. Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, bls. 217.