Efnislíkaminn

From TSL Encyclopedia
Revision as of 16:06, 27 April 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Þéttastur hinna fjögurra lægri líkama mannsins, sem samsvarar frumþætti (höfuðskepnu) jarðar og síðasta fjórðung efnisins; líkaminn er starfstæki sálarinnar fyrir dvöl sína á jörðinni og brennidepillinn fyrir kristöllun orku ljósvakalíkamans, huglíkamans og geðlíkamans í efnisforminu.

Efnislíkaminn er í brennidepli samþættingar fyrir sálina sem er í þróun og verður að öðlast frelsi sitt og sjálfs-stjórn í áttund efnisvíddarinnar. Hinar sjö megin ljósorkustöðvar ásamt þeirri áttundu eru jarðtengdar í þremur lægri líkömunum; þessir ásamt þrígreinda loganum í leynihólfi hjartans og sæðiseindinni sem og Kúndalíni (lífskrafturinn) í mænurótar-orkustöðinni — eru miðstöðvar hins andlega elds fyrir víxlun á æðri og lægri orku fyrir andlegri vakningu, umbreytingu og útstreymi ljóss, eða fyrir Krists-vitundina, til jarðkúlunnar í efnisforminu.

Þó að hver hinna fjögurra lægri líkama hafi mörg vitundarstig (meðvitund, undirvitund og yfirvitund), "og er ásýnd hins fjórða því líkust sem hann sé sonur Guðs,"[1] eins og hinn furðu lostni Nebúkadnesar varð áskynja. Ljósvakalíkaminn, sem er líkastur Krists-sjálfinu, endurspeglast í hinu efnislega formi. En myndin er ekki alltaf skýr, þar sem hún er vandræðaleg og gruggug með ummerkjum karma hugar- og geðlíkamans (astrallíkama). Þetta hindrar hreina umskautun frumþátta elds- og jarðar sem helst að eðlisfari á milli frumdrátta ljósvakasviðsins og hins efnislega forms.

Sjá einnig

Fjórir lægri líkamar

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Lost Teachings on Your Higher Self.

  1. Dan. 3:25