Satsanga - Andlegt samfélag

From TSL Encyclopedia
Revision as of 10:03, 1 May 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Satsanga kemur frá sanskrít, sat sem merkir „verund, kjarni, veruleiki,“ auk sanga, „samfélag“. Bókstafleg merking satsanga „samneyti við verundina“; þ.e. hin vinsæla túlkun „samfélag við sannleikann“ og „samfélag hinna heilögu, leitendur eða þá sem hafa miklar hugsjónir.“

Karlar og konur sem leita ljóssins ættu ekki að hvetja til félagsskapar við þá sem leita markvisst niður á við. Þó að Jesús væri þekktur fyrir að umgangast tollheimtumenn og syndara snerist umhyggja hans um frelsa ánetjaðar sálir. „Satsanga“ merkir fyrir hinum miklu hindúameisturum samfélag við Sannleikann og við þá sem eru sama sinnis. Best sé að forðast samneyti við þá sem eru á niðurleið nema hægt sé að koma á gagnkvæmri vitundarvakningu með samskiptum eða með því að örva þá til að finna sér æðri lífstjáningu.

Þeir sem sýna bræðralag með sönnu ættu að leitast við að umgangast þá sem eru lausir við gagnrýni, fordæmingu og dómhörku í garð náunga sinna, við þá sem eru ekki aðfinnslusamir eða hvattir af löngun til að hygla sjálfum sér eða halda á lofti sjálfmiðuðum hugmyndum sínum. Frekar ættu þeir að sækjast eftir samskiptum við auðmjúka menn og konur sem virða helga speki Guðs sem dýrmætan fjársjóð.

Heimildir

Jesus and Kuthumi, Prayer and Meditation, 12. kafli.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Brotherhood, bls. 30–31.