Translations:Goddess of Peace/4/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 15:13, 18 May 2024 by Hbraga (talk | contribs)

Kæru vinir á jarðarplánetunni, eins og Saint Germain hefur svo oft sagt ykkur, aðeins með því að fylgja leið ykkar eigin guðdómlega sjálfs getið þið nokkurn tíma fundið og þekkt sannan frið. Mýgrútur hugmynda hefur komist og komast inn í vitund mannanna og þegar þeir fylgja hverri eftir til endaloka, komast þeir að því að það veitti þeim ekki snefil af varanlegri hamingju. Lífið getur orðið botnlaus gryfja að leita þar sem minni markmiðum er leitað og náð, stundum sálinni sjálfri til meins. En með því að kalla fram hugsjónir um frið frá hjarta Friðarhöfðingjans og með því að kalla eftir því að friður himins ríki yfir allri jörðinni, uppfyllir maðurinn stærri markmið hinnar miklu guðlegu áætlunar og fullnægir þar með daglegum kröfum sínum um reglubundna þjónustu, bróðurkærleika og einstaklingsbundna framþróun.[1]

  1. Friðargyðja, Pearls of Wisdom, 6. bindi, nr. 32, 9. ágúst 1963.