Himalaya

From TSL Encyclopedia
Revision as of 17:20, 22 June 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Himalaya er manú fjórða rótarkynstofnins. Hann er einnig yfirstjórnandi athvarfs Bláa lótussins í Himalajafjöllum, verndari geisla hins karllæga þáttar guðdómsins sem beinist beint frá hjarta Alfa. Hinn mildi ljómi Himalaya má finna um öll Austurlönd sem áþreifanlega nærveru sem dregur pílagríma allra þjóða inn í guðlega vitund um loga Bláa lótussins.

Mount Everest, Himalaja fjallgarðurinn

Fjórði rótarkynstofninn

Rótarkynstofn er hópur sála, eða lífsbylgja, sem fæðast saman í holdinu og hafa einstakt (erkitýpískt) frumgerðarmynstur eða forsnið, guðlega ráðagerð og köllun til að uppfylla. Manúar (sanskrítarorð fyrir „ættfeður“ eða „löggjafa“) veita ímynd hinnar Krists-bornu sálum allra lífsbylgja sálarfyllingu. Samkvæmt dulspekilegri hefð eru sjö frumsamstæður sála, þ.e. frá fyrsta til sjöunda rótarkynstofns.

Fyrstu þrír rótarkynstofnarnir lifðu í hreinleika og sakleysi á jörðu á þremur gullaldarskeiðum fyrir fall mannsins. Með hlýðni við kosmísk lögmál og algera samsömun við hið raunverulega sjálf unnu þessir þrír rótarkynstofnar ódauðlegt frelsi sitt og stigu upp frá jörðu. Það var á tímum fjórða rótarkynstofnsins, á meginlandi Lemúríu, sem hið goðsagnakennda fall átti sér stað undir áhrifum hinna föllnu engla sem kallast höggormar (vegna þess að þeir notuðu slöngukraft hryggjarsúlunnar til að blekkja sálina, þ.e. kveneðli mannkynsins sem leið til að draga úr vaxtargetu karleðlisins).

Fjórði, fimmti og sjötti rótarkynstofninn eru enn í endurfæðingu á jörðinni. Sjöunda rótarkynstofninum er ætlað að endurholgast á meginlandi Suður-Ameríku á vatnsberaöldinni undir verndarvæng manús þeirra, hins Mikla guðlega stjórnanda.

Þjónusta Himalaya

Himalaya er meistari meistaranna. Nemendur hans hafa verið drottinn Gátama, drottinn Maitreya, El Morya, Kúthúmi og þúsundir annarra. Hann kennir hugleiðslu á meðan hann situr í lótusstöðu. Þeir sem njóta þeirra forréttinda að sitja við fætur hans verða að læra að samstilla vitund sína við hans og þegar púls þeirra verður eitt með takti hins þrígreinda loga hans eru þeir móttækilegir fyrir hugmyndum úr huga hans þó að engin orð séu látin falla. Þeir sem ná tökum á hugsanaflutningslistinni yfirgefa alltaf Bláa Lótus musterið með hjörtun full af kærleik og með möntru sem veitir lausnina að framgangi guðlegrar ráðagerðar þeirra.

Áþreifanleg útgeislun drottins Himalaya birtist eins og gullinn snjór; mikil hollustu hans við loga Krists í fjöldanum í Asíu hefur haldið Ganges fljótinu hreinu sem heilunarmiðstöð um aldir. Sömuleiðis hefur hann jarðtengt segulskaut Krists-vitundarinnar í fjöllunum sem bera nafn hans.

Drottinn Himalaya hefur varið miklum tíma í þögninni miklu (í nirvana) þar sem hann dregur sig í hlé til að safna í sig kröftum hinnar miklu skapandi vitundar, stígur fram einstaka sinnum til að leysa ljósið úr læðingi sem hann hefur dregið til allra heimshorna. Um þessar mundir er hann virkur í athvarfi sínu í þágu uppljómunar heimsins og sameiningar austurs og vesturs. Guðdómleg samfella hans er enn í holdinu til að jarðtengja tvíburaloga þeirra í efnisforminu.

Himalaya segir:

Rósemi Búddha, hlustun Krists, þetta er máttur Guðs. Hin mikla þögn er mátturinn, blíða blómanna, nýfædda barnið og þeir sem skipta yfir í allt ljósið. Lærið um kraftinn, mín ástkæru, og lærið af mér. Lærið um undur Guðs og kraftaverk náðarinnar. Lærið um inngönguna í musteri Bláa lótussins. Lærið því um aðlögun þessa kóbaltbláa í öllum orkustöðvunum. Lærið um kyrrðina í auga fellibylsins og auga Guðs. Lærið tign friðarins sem byggir upp ljós hjartans.[1]

Að kalla fjórða rótarkynstofninn heim

Árið 1977 sendi drottinn Himalaya lávarður ákall til fjórða rótarkynstofnsins:

ÉG ER Himalaja. Ég kalla fram fjórða rótarkynstofninn! Ég kalla ykkur inn í hreinleika eigin Guðs-loga! Ég kalla ykkur til hreinleika Serapis Bey! Ég kalla ykkur til hreinleika uppruna ykkar í Guði! Ég kalla ykkur heim! Ég kalla fram rafeindir og sameindir, frumur og frumeindir verundarinnar í helgum eldi ÓM!

Ég sendi frá mér ljósið sem nú tekur sveigju með guðinum og gyðjunni Merú, með drottni Vaivasvata Manú og með hinum Mikla guðlega stjórnanda. Og með endunýjun þessa dags eflum við kraftsvið hins frumgerða mynsturs hinnar sönnu sjálfsmyndar aðila rótarkynstofnsins sem þróast á jörðinni, englasveitanna í endurholdgun og allra þeirra sem hafa orðið hluti þessarar lífsbylgju.

Við sendum áfram viljakraft Guðs til að endurheimta sjálfsmynd einstaklingsins.[2]

Tvíburalogi hans

Árið 1983 leiddi Himalaya í ljós að tvíburalogi hans hefur enn ekki stigið upp til himna:

Ég hef verið tengdur þróun jarðarinnar lengi og ég bíð eftir að ástvinur minn stígi upp á meðal ykkar. Setjið ykkur í spor hvernig kosmískar verur geta haft enn sína eigin tvíburaloga í endurholdgun og leitast við að ná einingu með þeim sem eru á meðal ykkar eigin. Því að við höfum þekkt sársauka baráttunnar og sársauka aðskilnaðarins. Með ykkur leitumst við áfram að öðlast auðkenni guðdómsins.[3]

Athvarf

Aðalgrein: Athvarf bláa lótussins

Drottinn Himalaya er yfirstjórnandi athvarfs Bláa lótussins í Himalayafjöllum.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Himalaya”.

  1. Drottinn Himalaya, “Your Love Is the Essence of Yourself,” Pearls of Wisdom, 34. bindi, nr. 5, 3. febrúar, 1991.
  2. Himalaya, „The Great Cosmic Exchange between Spirit and Matter,“ Pearls of Wisdom, 64. bindi, nr. 41, 1. nóvember, 2021.
  3. Himalaya, 2. janúar 1983.