Sál

From TSL Encyclopedia
Revision as of 16:31, 15 July 2024 by Hbraga (talk | contribs)

Guð er andi og sálin er lifandi vaxtarsproti Guðs. Krafa sálarinnar um frjálsan vilja og aðskilnað hennar frá Guði leiddi til þess að þessi vaxtarsproti seig niður í lágkúru holdsins. Sáð í vanvirðu, sálinni er ætlað að vera reist til heiðurs til fyllingar þeirrar guðdómlegu stöðu sem er hinn eini andi alls lífs. Sálin getur glatast; Andinn getur aldrei dáið.

Sálin er áfram fallinn vaxtarsproti sem verður að gæðast raunveruleika andans, hreinsuð í bæn og iðrun og snúa aftur til dýrðarinnar sem hún er sprottin úr til einingar við heildina. Þessi endurtenging sálar við anda er alkemíska hjónabandið sem ákvarðar hlutskipti sjálfsins og gerir það eitt með ódauðlegum sannleika. Þegar þessi helgisiður er uppfylltur krýnist æðsta sjálfið sem Drottinn lífsins og vaxtarmegn Guðs, opinberast í manninum, reynist svo vera allt-í-öllu.

Meistarinn Morya útskýrir uppruna sálarinnar:

Látum okkur nú ... sjá hvaða hluti hins Óendanlega hefur orðið að veruleika nánast í kraftsviði þess sem þú kallar sjálfan þig. Sæðiskorn þessa sjálfs varð að sjálfsögðu að koma frá hinu mikla Guðs-sjálfi því að þaðan sem gæt komið finnst engin önnur uppspretta. Í gegnum hringrásarsvið hinnar miklu lífseindar safnar fræ sjálfsvitundarinnar saman tærum ljóss–þráðum fyrir þráð eftir þráð, undnum, ofnum og snúnum um vitundardepilinn, byggir upp orkusvið. Og fræið verður sál sem fædd er af Andaeigin sameiningar við llífið. Og sálin er örsól sem snýst um meginsól alheimsins. ...

Svið Guðs-verunnar er hvirflandi frumeind sem kallast Alfa-til-Ómega. Upp úr hringiðu umskautunar þess er ÉG SÁ SEM ÉG ER, sæði sálarinnar er fætt. Og þegar það fer í gegnum hringrás eindarinnar myndar það nýja skautun um miðjuna. Og rafeind sjálfsverundarinnar, ný sjálfsverund, fæðist. ...

Þegar Guð fjölgaði sjálfum sér aftur og aftur í ÉG ER-nærverunni (einstaklingsmyndaður neisti verundarinnar), urðu fræin sem urðu að sálum – sálirnar sem varpað var frá sviðum andans – að lifandi sálum á sviðum efnisins. ... sálirnar sem komu fram söfnuðu saman efnisþráðum til að mynda starfstæki sjálfsverundarinnar í tíma og rúmi – hugann, minningarnar, tilfinningarnar sem bundnar eru við hið efnislega form. Þannig hulin í holdi og blóði var sálin búin til að stýra í tíma og rúmi.[1]

Dvalarstaður sálarinnar er sálarstöðin. Þessi orkustöð er staðsett miðpunkt á milli botn-af-hryggjarstöðvarinnar og sólar-plexus orkustöðvarinnar, sem er staðsett við naflann. Sálin er kölluð af Guði til að ganga upp hringstigann frá sálarsæti orkustöðvarinnar að leynihólf hjartans, þar sem hún hittir ástkæra Heilaga Krist sjálfa.

Hinir upprisnu meistarar hafa vísað til sálarinnar sem barnsins sem býr innra með okkur. Sálfræðingar hafa kallað sálina „innra barn. Sálin með einhverju öðru nafni er enn sálin. Og við erum foreldrar hennar og kennarar, jafnvel eins og við erum nemendur hennar.

Sjá einnig

Innra barn

Endurholdgun í búddhadómi

Endurheimt sálarinnar

Til frekari upplýsinga

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of the Higher Self, volume 1 of the Climb the Highest Mountain® series, bls. 7–11.

Elizabeth Clare prophet, The Story of Your Soul: Recovering the Pearl of Identity.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of the Higher Self, volume 1 of the Climb the Highest Mountain® series, bls. 7, 8.

Pearls of Wisdom, 35. bindi, nr. 58, November 29, 1992.

Pearls of Wisdom, 38. bindi, nr. 29, 2. júlí, 1995.

  1. Template:CAPís, kafli 3.