Translations:Communism/7/is
Kommúnismi í sinni nútímalegu mynd byggir á aðlögun Karl Marx á díalektískum sögurannsóknum Hegels. Marx lagði til að hægt væri að draga saman rannsókir á manninum til eingöngu efnislegra sjónarmiða og að efnahagskerfi væru aðalákvörðunarvaldið í samskiptum manna. Marx aðlagaði díalektíska rökfræði Hegels í yfirlýsingu sinni um að „saga allra samfélaga sem hingað til hafa verið til er saga stéttabaráttu,“[1]og hugmynd hans um að öll samfélagsskipan sem byggist á stéttaskiptingu beri með sér frjókorn eigin eyðileggingar uns stéttlaust samfélag verður til. Byltingin verður tæki til þess að koma því á fót í þessu skyni, ef þörf krefur.
- ↑ Karl Marx og Frederick Engels, Kommúnistaávarpið, þýð. Samuel Moore, 1. hluti.