Verðirnir
Verðirnir voru englar sem sofnuðu á verði sínum við Guð, yfirgáfu háleita guðlega stöðu sína (meðvitund) og féllu til jarðar vegna losta síns.
Verðirnir höfðu einu sinni deilt með hinum Sjö heilögu Kúmerum himneskum stöðum hinna Stóra þöglu varða og Heimskennaranna sem verndarar hreinleika sálarinnar og þróunar ÉG ER-kynþáttarins. Hinir miklu þöglu verðir standa vörð um hreinleika Krists-vitundarinnar og Krists-myndarinnar sem sálir ljóssins eru skapaðar úr.
Sumir varðanna voru sendir af Guði til að fræða mannanna börn, samkvæmt apókrýfubók Fagnaðarársins 4:15. Þessir verðir féllu í kjölfarið þegar þeir fóru að búa með „dætrum mannanna“. G. B. Caird (Principalities and Powers) vitnar í Opinberunarbók Barúks sem segir að það hafi verið „holdlegt eðli mannsins sem varð ekki aðeins hætta fyrir hans eigin sál heldur leiddi til falls englanna. ref>A Dictionary of Angels, sjá „fallnir englar.“</ref>
Verðirnir og Enoksbók
Falli varðanna er lýst í Enoksbók sem gyðingar og kristnir menn héldu eitt sinn upp á. Þessi bók féll um síðir í ónáð á meðal áhrifamikilla guðfræðinga vegna umdeildra staðhæfinga hennar um eðli og verk fallinna engla.
Vandræðin hófust, samkvæmt Enoksbók, þegar himneskir englar og leiðtogi þeirra að nafni Samyaza fengu óseðjandi girnd á dætrum mannanna á jörðinni og óbærilega löngun til að geta börn með þessum konum. Samyaza óttaðist að stíga einn niður til dætra mannanna og þess vegna sannfærði hann tvö hundruð engla sem kallaðir voru verðir til að fylgja honum í för hans til að njóta holdsins lystisemda.
Síðan sóru englarnir eið og bundust heitmælum með „gagnkvæmum formælingum“ — bölvunum [ef út af skyldi bregða]. Þegar slíkur sáttmáli var innsiglaður var refsing fyrir svik úthlutað með ólýsanlegum hryllingi. Englarnir komu niður og tóku sér konur úr hópi mannanna. Þeir kenndu konunum galdra, særingar og spádóma – rangfærslum á leyndardómum himinsins.
Konurnar eignuðust börn með þessum englum — illum risum. Risarnir éta upp alla þá fæðu sem jarðarbúar geta framleitt. Ekkert seður svengd þeirra. Þeir drepa sér til matar fugla, dýr, skriðdýr og fiska. Fyrir óhemjulegri matargræðgi þeirra er ekkert heilagt. Fljótlega verður jafnvel „Homo sapiens“ [("hinn vitiborni maður")] að lostæti.[1]
Samkvæmt sögunni útbýr illskufullur engill að nafni Azazyel skrautbúnað fyrir maka þeirra — eins og augnförðun og flott armbönd — til að auka kynþokka þeirra. Hvað mennina varðar kennir Azazyel þeim „allar tegundir misgjörða“, þar á meðal að búa til sverð, hnífa, skildi, brynjur — öll tilskilin stríðstæki.[2]
Þar, fyrir árþúsundum, útskýrði einhver tilkomu stríðs ekki sem plágu sem mennirnir fundu upp á eða plágur sendar af Guði, heldur sem hefndarverk fallins engils sem var bannfærður frá valdsviðum Guðs. Það felst í að maðurinn, fyrir tilverknað vélabragða, ánetjaðist stríðsleikjum hinna föllnu engla og leyfði sér að fremja þjóðarmorð til að verjast erkifjendum sínum.
Dómfelling yfir vörðunum
En það er meira í frásögn Enoks um verðina. Þegar jarðarbúar hrópa í örvæntingu gegn grimmdarverkunum sem hellt er yfir þá heyrir himinninn bænir þeirra. Hinir voldugu erkienglar — Míkael, Gabríel, Rafael, Surýal og Úríel — skjóta málinu fyrir hönd jarðarbúa til hins hæsta, konungs konunga. [3]
Drottinn skipaði Rafael að binda Azazyel á höndum og fótum. Gabríel er sendur til að tortíma „hórdómsbörnunum“, afkomendum varðanna – með því að eggja þau til eigin tortímingar í gagnkvæmri slátrun. Mikael fékk svo heimild til að binda Samyaza og óguðlega afkomendur hans „í sjötíu ættliði undir jörðu, allt til dómsdags.“[4] Og Guð sendi flóðið mikla til að þurrka út hina illu risa, börn varðanna.
En á næstu kynslóðum (eftir að meginlandið Atlantis sökk) sneru risarnir aftur til að ásækja mannkynið. Sömuleiðis virðist sem að verðirnir muni hafa vald yfir manninum (á einhvern undarlegan óskilgreindan hátt) þar til endanlegur dómur þessara engla kemur sem höfundurinn gefur í skyn að sé löngu tímabært.
Meginumtalsefni Enoksbókar er endanlegur dómur þessara föllnu engla, varða, og afkomenda þeirra, illu andanna.[5]
Verðirnir og risarnir
Biblían segir frá því að Enok "gekk með Guði, þá hvarf hann því að Guð tók hann.“[6] Við þekkjum hann í dag sem hinn uppstigna meistara Enok og hann kemur aftur til að opinbera ráðleggingar hinna föllnu og gefa frekari útskýringar á kenningunum sem finnast í Enoksbók:
Skiljið, því, leyndardóminn sem er svo skýrt skrifaður í bókinni minni. Þessir verðir sem girntust dætur mannanna stigu niður,[7] og saurguðust sjálfir og saurguðu heilaga engla. Þessar dætur mannanna voru einmitt þær sem voru afkomendur risanna – Risarnir sem höfðu stigið niður jafnvel fyrir komu varðanna fyrir að brjóta á sæði Guðs. Og í valdagræðgi sinni tóku þeir sjálfir sæði Guðs og sameinuðu það sæði dýra og mynduðu því hvorki guð né mann heldur djöfulinn holdi klæddan, jafnvel illu andana.[8]
Þannig urðu þessar dætur sem voru afkvæmi [risanna] þungamiðja þess sem hefur verið kallað dýrslegt segulmagn — dýrslegi þátturinn í Homo erectus [hinum upprétta manni (frummanninum) sem var jafnvel dregið frá] segulmagni hinnar Miklu meginsólar sem er að finna í helgu sæði heilagra engla. Þannig, í leyfisleysi, reistu þessir föllnu englar holdshyggjuna til vegs og virðingar. Þeir sköpuðu ekki guð, ekki dýr, ekki mann, heldur það sem kallað hefur verið eins konar maður, mannkyn sem höggvið var út úr bergi ljóssins og þó hneppt í þrældóm lægri sköpunar.
Og hvaðan kemur hin lægri sköpun? Hún er líka afurð erfðatækninnar. Og þess vegna getur maður litið aftur og lengra aftur og uppgötvað þessa sjálfskipuðu sköpunarsinna (darwinista).[9] Uppruninn lá í sjálfri illsku hjarta þeirra,[10] þar sem þeir voru staðráðnir í að hneppa hið Krists-borna ljós í ánauð sem þeir risu gegn í forgörðum himinsins.
Þannig má finna stigsmun á milli uppreisnarmanna sem kallast hinir föllnu. Og verðirnir voru fulltrúar fyrir sína eigin stétt sem féll fyrir valdabrölti, helgispjöllum og guðlasti sem leiddi til misnotkunar sjálfs lífskraftsins.[11]
Verðir samtímans
Þessir föllnu eru á meðal okkar í dag í valdastöðum í kirkju og ríki sem frumkvöðlar í stríðs- og fjármálum, sitja í bönkum og í stefnumótandi ráðum sem ákvarða raunveruleg örlög mannkyns með fjöldatakmörkunum og erfðatækni, stjórn á orku og hrávörum, menntun og fjölmiðlum, og með hugmyndafræðilegum og deila og drottna með sálrænum og stjórnarfarslegum aðferðum á öllum vígstöðvum. Þeir hafa frá upphafi spillt fyrir draumsýnum Guðs og manna. Þetta er fornt samsæri sem er enn með mannkyni jarðarinnar og mun vera með okkur þar til börn ljóssins fá hina sönnu þekkingu um sæði hins vonda og sæði sonar Guðs.
The Watchers are always the ones at the top and behind the scenes, and they consider themselves far superior to the Nephilim class. They consider themselves the superrich, the elite, having the highest and best genetic strain on the planet. There is no question that the Watchers consider themselves a different race—a different evolution separate from and having all the little people beneath them. They think that the little people exist only to be pawns in whatever game they happen to be playing.
The Nephilim are a lower order of angels, and they are the ones who frequent with laggards who have betrayed their Christhood. They are found more in the fields of science, genetic engineering, population manipulation, philosophy. They seek to control society through psychology, socialism, liberalism and other ideologies; whereas the Watchers are always found in positions of power in money, in law, in government and in the economy.
The Watchers, by their words and their deeds, have been eroding our planet for a long, long time—our civilization, our religion, and if they could, our very souls. And so, as we are attentive to the ascended masters and their directions, we should always realize that the key reason for all teachings and all direction, all admonishments, all calls for decrees and various practices that we have are for the protection of the soul from its vulnerability to the perpetual manipulation of spacecraft, laggards and Nephilim and their scientists who have long since blended in with the evolution themselves.
Niðjar varðanna
Out of the union of the Watchers with mortals came the giants who are mentioned throughout the Old Testament—for example, in the story of the shepherd boy David and the giant Goliath.[13] These giants are the offspring of these mighty Watchers, who once held the office at the same level of the Great Silent Watchers. It was their responsibility to hold the Cosmic Christ image for all evolutions. So their fall was great, and today they are the powerful and the mighty among earth’s evolutions. They have a very large physical presence, and when they are not compromised by intermarriage, they retain that large stature.
These are the enemies of Archangel Michael. They are your enemies also. And you need to know yourself, know the enemy of yourself in the carnal mind, know your vulnerability to the personality cult and the death cult, the money cult, the success cult of these Watchers. They put out the signal that we should have the desire to be like them—to dress like them, to look like them, to share in their power and above all, to gain their approval. Many people spend dozens of embodiments attempting to gain the approval of the Watchers.
Sjá einnig
Fidel Castro, einn af upprunalegu vörðunum
Heimildir
Archangel Gabriel, Mysteries of the Holy Grail
Elizabeth Clare Prophet, Fallen Angels and the Origins of Evil, bls. 8–12, 15, 87.
- ↑ Enok 7:1–15.
- ↑ Enok 8:1–9.
- ↑ Enok 9:1–14.
- ↑ Enok 10:15. Ég tel að sjötíu kynslóðir séu löngu liðnar og að þetta sé tímabil dómfellingarinnar. Afkomendur varðanna eru óbundin og hafa verið leyst á jörðinni til að sálir ljóssins geti leitt þau til lokaprófunar.
- ↑ Enok 15:8.
- ↑ 1. Mós 5:24.
- ↑ Enok 7:1, 2, 10; 1. Mós 6:1–3.
- ↑ Enok 15:8.
- ↑ Í tengingu mannapans við sæði fallinna engla sköpuðu þeir tengslin milli dýrsins og mannkynsins sem þeir síðar, sem endurholdgaðir sköpunarsinnar, notuðu til að sanna hina darwinísku þróunarkenningu sína og þröngva þannig börn ljóssins (hins Krists-borna sæðis) til að trúa því að þau séu af dýrasköpuninni komin.
- ↑ Gen. 6:5.
- ↑ Enok, 29. desember 1980, „The Elect One Cometh — At the Convergence of Golden-Ratio Spirals Ascending and Descending,“ í Pearls of Wisdom, 24. bindi, nr. 5, 1. febrúar, 1981.
- ↑ Purity and Astrea, “Let the Divine Solution Appear!” Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 12, 21. mars, 1982.
- ↑ Deut. 2:11, 20; 3:11, 13; Num. 13:33; Josh. 12:4; 13:12; 15:8; 17:15; 18:16; I Sam. 17:4–51; II Sam. 21:16–22; I Chron. 20:4–8.