Jóga

From TSL Encyclopedia
Revision as of 09:00, 23 September 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Sanskrítarhugtakið jóga þýðir „guðleg sameining,“ eða sameining þín og Guðs – þess vegna „jóga". Margar iðkanir sem eru framandi í hinum vestræna heimi eru tíðkast á meðal austurlenskra leitenda em leitast við að sameinast æðra sjálfinu. Sumar þessa iðkana krefjast strangs aga; Vesturlandabúar kunna reyndar að telja þær harðdrægnislegar.

Orðið jóga hefur sömu rót og enska orðið yoke [sem samsvarar ok eða klafi á íslensku]. Þannig má skilja að jóga sé aðferð til andlegrar sameiningar. Jesús sagði: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, ... Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“[1] Kannski var hann í raun að segja: "Takið á yður mitt jóga." Því að Jesús hafði jóga. Hann stundaði ákveðna agaþjálfun þar sem hann var þjálfaður í ferðum sínum um Austurlönd.

Helstu tegundir jóga

Til þess að skilja til fulls hið æðsta jóga, agni jóga, verðum við að vera meðvituð um hinar ýmsu gerðir jóga eins og þær hafa verið stundaðar í gegnum aldirnar af unnendum hinnar guðdómlegu móður.

Til eru fjórar helstu tegundir jógaiðkunar

Þessar fjórar jógagerðir má stilla upp innan fjögurra fjórðunga hinnar Kosmísku klukku — jnana jóga í hugræna fjórðungnum, bhakti jóga í geðræna fjórðunginn, karma jóga í efnislega fjórðungnum og raja jóga í ljósvakafjórðungnum. Innan allra fjögurra jógaaðferðinna er áskilin ástundun grunnreglna í siðferði, þar á meðal sannleiksgildi, hófsemi, hreinleiki og meinleysi gagnvart lífinu.

Mismunandi manngerðum henta mismunandi jógagerðir en það þýðir ekki að það þurfi aðeins að stunda eina tegund af jóga. Reyndar hvetur hindúatrú okkur til að reyna alla fjórar tegundir jóga sem mismunandi leiðir til Guðs. Þær útiloka ekki hverjar aðrar því engin mannvera er eingöngu hugsanavera, tilfinningavera, athafnavera eða tilraunakennd. Mismunandi tilefni kalla á mismunandi viðbrögð.

Æðsta tegund jóga: agni jóga

Aðalgrein: Agni jóga

Æðsta jóga er agni jóga. Þetta er jóga eldsins — helgur eldur. Það yfirstígur fjórar tegundir jóga sem eiga við um fjóra lægri líkamana því það leiðir til uppstigningar. Þetta jóga hafa allir boðberar Stóra hvíta bræðralagsins kennt. Jafnvel spámenn Ísraels iðkuðu eldjóga.

Hatha jóga

Aðalgrein: Hatha jóga

Hatha jóga er sú hugmynd sem sem margir Vesturlandabúar hafa um jóga. Það er kerfi líkamsæfinga sem gerir mönnum kleift að stjórna öndun og líkamsstarfsemi. Þessi jógaaðferð er aðeins ein af mörgum sem kennd er á Austurlöndum.

Þegar það er stundað sem markmið í sjálfu sér getur hatha jóga í raun leitt menn afvega frá Guðs-birtingu, eða sameiningu við Guð. En uppstiginn meistari Chananda, yfirmaður indverska ráðsins, mælir með hatha jóga sem

... viðeigandi röð líkamsæfinga fyrir vixlverkun við andlegu líkamana og orkustöðvarnar. ...

Það er ekki líkamsæfingakerfi til að þjálfa líkamann. Það eru guðlegar hreyfingar til losunar ljóss sem er jafnan lukt í líkamsfrumum ykkar og frumeindum, í sjálfu hinu efnislega hjarta ykkar. Að losa þetta ljós umbreytir eiturefnum, þreytu og andstreymi við sigri ykkar. Og þess vegna munu ekki endalausir æfingatímar bera með sér góðan ávöxt heldur dagleg hugleiðsla og einbeitingaræfingar ásamt þessum jógastöðum. Það mun losa ykkur við streitu sem fylgir því að bera byrði heimskarmans og byrði þessarar ákveðnu tegundar óreiðuorku sem er einstaklega vestræn í orkutíðni sinni, sem stafar frá múgvitund stjórnlausra geðlíkama og óstýrilátrar og kærulausrar misbeitingar huglíkamans.

Þessa leið getið þið lagt rækt við en látið það samt ekki standa í vegi fyrir venjulegri þjónustustarfsemi. Við æskjum þess að sjá einhug og aga sem fær [[[slöngukraftinn]]] til að rísa úr mænurótarorkustöðinni upp í kórónuorkustöðina. Mörg ykkar hafið stundað andlega agaþjálfun og dregið fram ljós hinnar voldugu ÉG ER-nærveru inn í hjartað og inn í lægri starfstækin. Og þetta er eins og það á að vera þar sem vegur Guðs föður er niðurstígandi ljós og leið Guðs móður er uppstígandi ljós. Þannig byggjum við frá þeim grunni.[2]

Mantra jóga

Aðalgrein: Hið talaða Orð

Mantra jóga (eins og hatha jóga) er viðbót við helstu jógaaðferðir. Mantra er stutt bæn sem er endurtekin hvað eftir annað til að byggja upp ákveðnar dyggðir í sálinni. Orðið mantra er tekið úr sanskrít sem þýðir "heilagt ráð" eða "uppskrift".

Endurtekning á nöfnum Guðs — og helgra mantra sem innihalda nöfn Guðs — nota hindúar og búddhistar á Indlandi sem leið til endurfundar við Guð. Því að nafn Guðs er Guð, því nafnið er kaleikur, uppskrift sem ber orkutíðni hans. Guð og nafn hans eru þannig eitt. Hann gefur þér nafnið sitt, þú þylur nafnið, svo gefur hann þér allt af sjálfum sér.

Á Vesturlöndum eiga margir erfitt með að hugleiða vegna þess að hugur þeirra er svo "yin". Þeir borða of mikinn sykur og drekka of mikið kaffi og gosdrykki sem flestir innihalda koffín. Þessi yin matvæli — og sérstaklega alkóhól og afþreyingarefni — gera mönnum erfitt fyrir að einbeita sér.

Til að bæta upp fyrir þennan veikleika förum við með möntrur meðan á hugleiðslu okkar stendur. Möntrurnar hjálpa okkur við að einbeita okkur að orðum og orðmyndum og sjónmyndum. Þegar við hugleiðum og förum með þessar möntrur verðum við eitt með því sem við einbeitum okkur að. Mantran heldur huganum við efnið. Þetta er stórkostleg úrlausn Saint Germains fyrir alla lærisveina og lærisveinkur hans á Vesturlöndum.

Ástundun jóga

Þeir í Austurlöndum sem stunda jóga geta þróað með sér sérstaka krafta sem kallast siddhi. Þar á meðal má finna mörg kraftaverk sem við höfum heyrt um á Vesturlöndum: þekking á fortíð og framtíð, þekking á fyrri lífum, mikill styrkur, ganga á vatni, flug, vera samtímis á tveimur stöðum, hafa náttúruanda á valdi sínu, hæfni til að lykja um sig ljósglampa og hæfileikann til að velja sér dauðastund. Sumir af þessum kraftaverkahæfileikum sýndu Jesús og nokkrir kristnir dýrlingar á síðari tímum eins og Padre Pio.

En siddhi eru ekki markmiðið. Reyndar er það hinsta prófraun jógans að gefa þau upp á bátinn. Patanjali í klassískum Yoga Sutra ritum sínum (skrifuð á annarri öld f.Kr.) vísar til þessara yfirnáttúrulegu krafta sem „hindrana til að öðlast samadhi. ... með því að afsala sér jafnvel þessum kröftum er sæði hins illa eytt og frelsun fylgir.“[3] Jesús sýndi þetta þegar hann stóðst þrjú próf Satans í eyðimörkinni.[4]

Þið getið verið jógar hvort sem þið stundið hvers kyns líkamlegt jóga eða ekki. Þið eruð jógar þegar þið takið á ykkur ok Jesú Krists sem er létt og auðvelt. Þið eruð jógar undir uppstignu meisturunum, þið eruð jógar þar sem þið fullkomnið vísindi hins talaða Orðs.

Sjá einnig

Jnana jóga

Bhakti jóga

Karma jóga

Raja jóga

Hatha jóga

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, 1. kafli, “The Highest Yoga”.

  1. Matt 11:30.
  2. Chananda, 29. desember, 1979.
  3. Patanjali, Yoga Sutra 3:38, 51, í Swami Prabhavananda og Christopher Isherwood, þýð., How to Know God (Hollywood, Calif.: Vedanta Press, 1981), bls. 188, 194.
  4. Matt 4:1–11; Lúkas 4:1–12.