Kúndalíni

From TSL Encyclopedia
Revision as of 14:26, 8 October 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

[Sanskrít. Bókstafleg merking: „Samanvöðlaður höggormur“] uppsöfnuð vafningsorka við mænurótar-orkustöðina; Lífskrafturinn; orka guðsmóðurinnar; innsigli sæðisfrumeindarinnar; neikvæð pólun efnisins andstæðis hinu jákvæða skauti hins andlega elds sem stígur niður frá ÉG ER-nærverunni til hjarta-orkustöðvarinnar.

Þegar kúndalíni er vakið (með sértækum jógaæfingum, jógastöðum og bija mantra, andlegri agaþjálfun eða heitum kærleika til Guðs) byrjar það að rísa upp mænuna í gegnum rásir Ida, Pingala og Sushumna, smjúga í gegn og virkja hvert chakras.

Notkun og misnotkun á kúndalini-ljósinu

Sá sem hefur vígst vinstri-handar leiðinni á krossgötum sem táknaðar eru með ''Y'' notar kúndalíni-kraftinn til að auka færni sína í svörtum gjörningum. Falsgúrú veitir þeim sem ugga ekki að sér innvígslu með vafasömum aðferðum til að reisa kúndalíni áður en hreinsun sálarinnar og umbreyting á orkustöðvunum hafa átt sér stað með ábyrgum helgisiðum. Þetta getur leitt til geðveiki, andsetningar eða stjórnlausrar og óheftrar kynhvatar eða til ámóta brenglunar lífskraftsins í öllum orkustöðvunum.

Hinn útvaldi tekur lærisveina sína sér við hönd og leiðir þá mildilega í gegnum agaþjálfun sjálfsstjórnunarinnar uns þeir geta tekist á við hina miklu krafta sem kúndalíni-gyðjan veitir og notar kraftana til að blessa og lækna allt líf með því að losa hinn helga eld í gegnum allar orkustöðvarnar – út frá rótum hjartans sem í hinum sanna vígsluþega verður kaleikur hins helga hjarta Jesú Krists. Þegar mænurótarstöðin og kúndalíni eru virkjuð verða þau ker fyrir uppstigningarlogann í þeim sem undirbýr sig fyrir þessa vígslu.

Að reisa ljósið

Týndi hlekkurinn í austurlenskri hefð til að reisa kúndalíni er notkun kraftmikilla möntrufyrirmæla með vísindum hins talaða Orðs til að draga niður ljós föðurins frá ÉG ER SEM ÉG ER og orsakalíkamanum og átta sig á því að ljós efri orkustöðvanna er ætlað að segulmagna ljósið frá mænurótinni til hjartans. Niðurstígandi ljós föðurins sem sameinast í hjartanu ljósi Guðs-móðurinnar sem rís upp frá mænurótinni og leiðir til vitundar um hið helga hjarta og heilleika Alfa og Ómega.

Blessuð María guðsmóðir hefur séð fyrir rósakransbæninni sem örugga aðferð til að reisa ljós Guðs-móðurinnar með brennandi hita kærleikans og tilbeiðslu án ofsafenginnar orkuútrásar. Hreinsun árunnar og orkustöðvanna með fjólubláa loganum gerir kúndalíni einnig kleift að rísa smám saman hættulaust.

When used in conjunction with the violet flame, the bija mantras to the Divine Mother are safe under the sponsorship of Saint Germain, whose East/West experiment in transmutation, combining dynamic decrees with meditation and the recitation of mantras to the feminine deities, provides a path of acceleration for disciples of both traditions. Saint Germain recommends decrees for the tube of light and protection by Archangel Michael as the foundation for these sessions.

Sjá einnig

Sæðisfrumeindir

Hermesarstafurinn

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Lost Teachings on Your Higher Self, bls. 287–88.

Pearls of Wisdom, 26. bindi, nr. 38, 18. september, 1983.