Bræður og systur gylltu skikkjunnar

From TSL Encyclopedia
Revision as of 22:24, 22 October 2024 by Hbraga (talk | contribs)
 
Part of a series of articles on
Holy Orders



Order of Francis and Clare
Order of the Diamond Heart
Order of the Child
Order of the Emerald Cross
Order of the Golden Lily
Order of the Golden Robe
Order of the Good Samaritan



Order of Melchizedek
 

Regla uppstiginna og óuppstiginna meistara sem hafa helgað sér að upplýsa og uppljóma mannkynið með loga viskunnar undir forystu hins uppstigna meistara Kúthúmis. Þeir eiga sér miðstöðvar á ljósvakasviðinu í athvarfi Kúthúmi í Shigatse og Dómkirkju náttúrunnar.

Tilgangur reglubræðra gullnu skikkjunnar er að upplýsa mannkynið (upplýst athöfn). Upplýst athöfn sem er samrunnin helgisiði tileinkuðum frelsinu tengist sjötta geisla guðþjónustu og þjónustu. Bræðrum og systrum í gullnu skikkjunni er ætlað að uppfræða mannkynið. Það er regla fylgismanna sem taka að sér að geisla frá sér visku aldanna í gegnum árur sínar sem þeir miðla til kennara og allra sem vilja ljá því eyra. Í athvörfum þeirra uppi yfir Kasmír er bókasafn sem inniheldur allar bækurnar um hina helgu leyndardóma — vísindi, menningu og viskukenningar aldanna.

Aðild

Að klæðast gylltu skikkju Bræðra gylltu skikkjunnar er frábært tækifæri og mikil forréttindi. Til þess að vera verðugur þess að íklæðast skikkjunni verður áran að geisla frá sér uppsafnaðri visku. Það má örva útgeislun viskunnar með því að auka virkni hins alsjáandi þriðja auga sem er smaragðslituð orkustöð. Hún þjónar guðsviljanum og lýstur niður upplýsingum niður — bláum og gulum ljóma sem mynda græna geislann.

Að hreinsa þriðja augað hreinsar annað ílát fyrir orku hins guðdómlega móður[krafts] svo að hún geti risið upp frá mænurótinni. Lokaúthreinsunin fer fram í hvirfilorkustöðinni. Ef einhver af orkustöðvunum fyrir neðan hvirfilinn er óhrein, er stífluð þegar orka reynir að rísa veldur það því að orkan afmyndast. Þannig að markmið okkar er að hækka orkustig okkar í gegnum orkustöðvarnar sjö skref fyrir skref, halda perlu hinnar guðdómlegu móður tærri uns hún nær krúnu (kórónu) uppljómunarinnar.

Háskólinn á tindinum

Saint Germain hefur útskýrt að þjálfunin á fyrstu tólf vikna námskeiði Háskólans á tindinum hafi undirbúið nemendur fyrir inngöngu í regluna:

Og þannig sendir drottinn heimsins engla sína með gylltu flauelsskikkjuna sem settir eru á hvert ykkar núna til marks um að þið hafið yfirstigið þessa tálma og þraukað allt til enda, til sigurstundarinnar. Þessi gyllta skikkja gerir ykkur gjaldgenga í reglu gylltu skikkjunnar undir meistaranum Kúthúmi.[1]

Viskugeislinn

Uppljómunar- og viskugeislinn er alls ekki neinn linkugeisli. Hann smýgur í gegn í krafti guðdómsins og í mætti huga Krists. Hann greiðir brautina fyrir uppsprettu kærleikans og upplýsingarinnar í hjartanu og hreinsun árunnar með fjólubláa loganum og fyrir krafta vilja Guðs; og án þessarar hreinsunar getur þrígreindi loginn ekki stækkað. Svo það er til bóta að nota [ennfremur] bláa og fjólubláa geislann. Hins vegar þurfum við líka að hraða virkni viskugeislans og hraða fyrir uppgangi hinnar samþjöppuðu orku kristals-hugar Guðs.

Þegar áran mettast viskueldinum fellur hún út sem gullskikkja og gyllna skikkjan er óumflýjanlegur útvöxtur eigin innra afreks. Þess vegna ryður maður fram aðild að Gullnu skikkjunni í krafti sinnar eigin áru. Aðeins þeir sem hafa sneisifulla áru af visku geta talist bræður hinnar gylltu skikkju og systur hinnar gylltu skikkju.

Agaþjálfun reglunnar

Kúthúmi talar um agaþjálflun félaga reglunnar:

Ég segi ykkur, ástvinir, [þegar þið komið til] athvarfsins míns munið þið finna bræður og systur í Gullnu skikkjunni ganga um stóru salina, forgarðana og gangstígana með bók í hendi og fara með bænir sínar eða yfirfara kenningar ritninganna úr austri og vestri. Þeir rifja upp, elskurnar, hvað við höfum lesið fyrir boðberana, hvað hefur verið gefið út og hvað ekki; því við höfum fullnægjanlegt bókasafn.

Og með því að nema [það sem nemendum hefur verið fært sem eru í endurfæðingu á þessari öld], skilja þeir hvað helgivaldið lítur á sem þarfir ljósbera jarðarinnar og [sérstaklega] þeirra sem vilja einlæglega komast í læri undir stjórn heimskennaranna. Þannig vita þeir hvað þeir verða að vita og hvað þeir verða að leggja áherslu á í eigin námi til að geta aðstoðað þær sálir sem verða á vegi okkar á hverjum degi til að fá aðstoð og þjálfun og frekari hröðun á hinni andlegu vegferð.

Sjáið til, ástvinir, þessir bræður og systur Gullnu skikkjunnar sóa ekki tíma sínum til einskis í fánýt orð og hugsanir eða hughrif og tilfinningar; því þau stefna beint á markið að verða bódhisattvar undir stjórn Maitreya og rísa upp á tólfta sviðið. Megið það verða ykkur ljóst að lykillinn að öðrum geisla [visku og uppljómunar] er stöðug innleiðing Orðs og verks Alfa og Ómega, hins Kosmíska Krists. Það er stöðugt neysla holds og blóðs Guðs sonar til þess að [þessir bræður og systur] geti fengið líf og meira líf og meira líf uns þau hafa samlagast og orðið eitt í Kristi.[2]

Ruth Jones

Árið 1976 útskýrði Kúthúmi að Ruth Jones sem er Vörður logans væri félagi reglunnar:

Því að ég boða yður í dag uppstigningu Varðar logans sem þjónað hefur meðal yðar sem systir Gylltu skikkjunnar. Hún hefur með visku og fræðslu og mildri umhyggju þjónað börnum Guðs. Ég boða ykkur fyrstu uppstigningu ársins 1976, uppstigningu Varðar logans, Ruth O. Jones, sem hefur búið og þjónað með boðberanum við Athvarf uppstigningarspíralsins í næstum áratug, sem Guð svo elskaði að hann setti hana á krossinn til að þjást þar um stund með Jesú til að hann gæti tekið hana niður af krossinum og reist hana upp með hinum ódauðlegu.

Þann 3. janúar 1976, klukkan 17:00, var þessi dóttir hins hæsta reist upp af náð Guðs í straumi uppstigningarlogans. Með því að afklæðast meðvitað og fúslega hinum gamla manni með gjörðum hans og íklæðast hinum nýja og hafa skipti á jarðneskum líkama fyrir himneskan líkama. Hún umbar allt, trúði öllu, vonaði allt, þoldi allt, sigraði með blóði lambsins og orði vitnisburðar hinna heilögu.

Ég færi geisla möttuls hennar, kraft helgunar hennar og uppstiginnar nærveru, sérhverjum Verði logans og sérhverri sál sem á eftir að lesa þessa tilkynningu og trúa á Krist, í uppstigningu sálar hennar og horfunum á uppstigningu eigin sálar. Hjartageisli hennar er fullur þakklætis boðberunum og meisturunum sem ruddu brautina fyrir heimkomu hennar. Hún er reiðubúin með hinum ódauðlegu að færa sálum sem klifra hæsta fjallið aðferðina til að ná tökum á sjálfum sér og sigra.[3]

Opnun reglunnar

Kúthúmi sendir boð um þátttöku í reglunni:

Ég er þekktur sem friðarhöfðinginn en ég kýs að vera einfaldlega kallaður bróðir Gullnu skikkjunnar. Sú heilaga skipan sem var stofnuð fyrir löngu af þeim sem le á sanna þekkingu sem friðinn sem er æðri öllum skilningi.[4] virkar enn í dag; og við teljum í hópi okkar uppstignar verur sem hafa aðhyllst hinn gullna loga upplýsingarinnar sem leið til að miðla friði til mannkyns sem og til óuppstiginna bræðra og systra sem þrá að verða friðsæl nærvera visku hans gagnvart öllu mannkyni.

Við erum að leita að nýliðum. Þess vegna skrifa ég ykkur til að upplýsa ykkur um þá staðreynd að við höfum lokið upp salarkynnum okkar, bókasöfnum okkar og athvörfunum — opnar dyr fyrir þá sem fara með áköll af kostgæfni og eru tilbúnir til að vera allt í öllu fyrir hjörtu sem hungrar í logann, aldrei treg í taumi. Já, við höldum opnu fyrir þá sem eru ekki spör á notkun logans þar sem þeir ákalla nafn hans af mikilli ákefð.[5]

Sjá einnig

Kúthúmi

Náttúrudómkirkjan (athvarf Kúthúmi í Kasmír)

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Elizabeth Clare Prophet, 16. apríl, 1975.

  1. Saint Germain, 22. mars, 1975.
  2. Kuthumi, „Önnur koma“ hinna heilögu,“ Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 61.
  3. Kuthumi and the Brothers of the Golden Robe, "Guarders of the Flame Are Ascending Day by Day," Pearls of Wisdom, 19. bindi, nr. 3, 18. janúar, 1976.
  4. Fíl. 4:7.
  5. Kuthumi, Pearls of Wisdom, 16. bindi, nr. 11, 18. mars, 1973. Einnig birt í Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Temple Doors, 2. kafla.