Translations:Cave of Symbols/10/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 15:26, 26 October 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "Í einu herbergi athvarfsins í Táknahellinum er að finna svonefndan „frumeindahraðal“ – stól úr gulli sem rafstraumar eru leiddir í gegnum. Straumarnir hækka orkutíðni frumeinda og rafeinda í fjórum lægri líkömum mannsins (efnis-, tilfinninga-, hugar- og ljósvakaslíðrum sem hjúpa sálina). Þeim innvígðu nemum bræðralagsins sem þegar hafa sýnt og sannað verðleika sína í verki með þjónustu og hollustu við ljósið, og hafa þegar jaf...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)

Í einu herbergi athvarfsins í Táknahellinum er að finna svonefndan „frumeindahraðal“ – stól úr gulli sem rafstraumar eru leiddir í gegnum. Straumarnir hækka orkutíðni frumeinda og rafeinda í fjórum lægri líkömum mannsins (efnis-, tilfinninga-, hugar- og ljósvakaslíðrum sem hjúpa sálina). Þeim innvígðu nemum bræðralagsins sem þegar hafa sýnt og sannað verðleika sína í verki með þjónustu og hollustu við ljósið, og hafa þegar jafnað umtalsverðan hluta karma síns, er leyft að sitja í þessum stól tiltekinn tíma, sem Saint Germain og karmadrottnarnir tilgreina. Með því að örva ljósorkutíðnina í fjórum lægri líkömunum jafnast hluti af karma þess sem í stólnum situr, og ákveðnir hlutar af efnisgerðum misfellum hans þeytast burt vegna miðflóttaafls-ins sem myndast við snúning rafeindanna og umbreytingarkraft hins helga elds.