Shamballa

From TSL Encyclopedia
Revision as of 14:10, 9 September 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:
Söngur frá Shambhala, Nicholas Roerich (1943)

Shamballa, hið forna aðsetur Sanat Kumara og Gátama Búddha, er staðsett í ljósvakaríkinu uppi yfir Góbí-eyðimörkinni í Kína. Þetta athvarf, eitt sinn efnislegt, hefur síðan verið afturkallað til ljósvakaáttundarinnar, eða himna-heimsins.

Myndun athvarfsins

Athvarfið var upphaflega reist fyrir Sanat Kumara, æðstaprest helgivaldsins á Venus sem kom til jarðar fyrir ævalöngu þegar jörðin gekk í gegnum sitt myrkasta skeið og allt ljós hafði slokknað í þróun hennar og ekki nein mannvera á plánetunni fannst sem veitti Guðs-nærverunni eða innri Búddha tilbeiðslu sína. Með í þessari sendiför Sanat Kumara voru hundrað fjörutíu og fjögur þúsund ljóssálir sem með honum höfðu boðið sig fram til að viðhalda lífsloganum fyrir hönd jarðarbúa. Þetta hétu þeir að gera uns börn Guðs, sem fallnir englar höfðu snúið frá stærstu kærleiksást sinni, myndu bregðast við kærleika Guðs og snúa aftur til að þjóna hinni voldugu ÉG ER-nærveru sinni.

Fjögur hundruð forgöngumenn fóru á undan Sanat Kumara til að reisa á Hvítu eyjunni í hinu ljómandi bláu Gobi-hafi (þar sem Gobi-eyðimörkin er núna) hið stórkostlega athvarf sem átti eftir að verða á öllum tímum hið goðsagnakennda Shamballa. Þessi borg var upphaflega efnisleg eftirlíking af Venusarborg Kúmaranna. Sjálfboðaliðarnir frá Venus einbeittu sér hér að hundrað fjörutíu og fjórum dyggðum í logum frumefnanna sem mynduðu eftirmynd af demanti sem er í brennidepli í hinni Miklu meginmiðstöð. „Hvíta borgin“ var aðgengileg frá meginlandinu með fallegri marmarabrú.

Með því að taka við embætti Drottins heimsins bjó Sanat Kumara í þessu efnisathvarfi en hann íklæddist ekki efnislíkama eins og þeim sem við höfum. Því til verndar hentaði síðar meir að Shamballa varð afturkölluð af efnissviðinu til ljósvakaáttundarinnar.

Góbí-eyðimörkin

Lýsing

Aðalmusterið í Shamballa einkennist af gylltri hvelfingu, umkringt veröndum, logalindum og sjö musterum — eitt fyrir hvern geislanna sjö — staðsett við víða breiðgötu sem líkist Champs-Elysées (í París), skreytt trjám og blómum í línulegri röð, logalindum og hitabeltisfuglum þar á meðal gæfum bláfuglum. Altari þrígreinda logans er í aðalmusterinu þar sem stjarna Sanat Kumara hangir úr loftinu yfir altarinu. Þetta er meginbeinir hins þrígreinda loga plánetunnar. Sanat Kumara kom því á fót þegar hann kom fyrir löngu. Í gegnum það tengdi hann geisla frá hjarta sínu við hvern lífsstraum sem þróaðist á plánetunni og aðstoðaði þannig hið heilaga Krists-Sjálf við að hækka vitundarstig mannkyns aftur í það ástand að hægt var að kenna mannfólkinu lögmál sjálfsstjórnarinnar.

Á fyrri öldum kom fólk á hverju ári víðs vegar að til að verða vitni að hinum sýnilega, efnislega helga eldi og til að taka með sér viðarbút heim til sín sem Sanat Kumara hafði vígt til að kveikja elda sína á komandi ári. Þannig hófst jólasiðurinn til minningar um endurkomu elds Krists-verundarinnar.

Starfsemi athvarfsins

Sanat Kumara stofnaði starfsemi Stóra hvíta bræðralagsins á plánetustigi og höfuðstöðvar þeirra eru enn hér nú á tímum. Hér þjálfa meistarar boðbera til að breiða út kenningar Krists, aðlagaðar að öllum mennskum vitunadarstigum. Á hverju hausti er ávöxtum allrar viðleitni engla, náttúruvera og fulltrúa bræðralagsins í heimi formsins skilað aftur til Shamballa og færðir að fótum Drottins heimsins. Englarnir koma á degi Mikaels erkiengils, 29. september. Náttúruverurnar koma í lok október og fulltrúar Bræðralagsins í lok nóvember, þegar Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Ameríku.

Shamballa í munnmælasögum Austurlanda

Í munnmælasögum austursins er Shamballa nafn á goðsagnakenndu ríki, jarðneskri paradís, sem sagt er vera einhvers staðar á milli Himalajafjalla og Góbí-eyðimerkurinnar. Fornir tíbeskir textar lýsa konungsríkinu sem fögrum stað í óaðgengilegum hluta Asíu, myndað af átta svæðum sem hvert um sig er umkringt snæviþöktum fjöllum og líta því út eins og áttföld krónublöð. Það er friðsælt land laust við deilur og glæpi þar sem íbúar þess hafa náð miklum andlegum þroska og krafti.

Ríkið Shamballa gegnir aðalhlutverki í tíbeskum búddhadómi. Rithöfundurinn Edwin Bernbaum skrifar að í helgum textum Tíbeta sé talað um Shamballa sem

... dularfullt konungsríki falið á bak við snjótinda einhvers staðar norður af Tíbet. Þar ku röð upplýstra konunga standa vörð um leyndustu kenningar búddhadómsins á tímum þegar allur sannleikur í heiminum fyrir utan er týndur í stríði, valdabrölti og auðsöfnun. Þá, samkvæmt spádómum, mun framtíðarkonungur í Shamballa stíga fram með mikinn her til að eyða illum öflum og koma á gullöld. Undir upplýstri stjórn hans mun heimurinn loksins verða friðsæll og gnægur, fullur af viskuauðlegð og samkennd.

Textarnir bæta því við að langt og dularfullt ferðalag um auðnir og öræfi leiði til Shamballa. Hver sem tekst að komast til þessa fjarlæga helgidóms, eftir að hafa sigrast á fjölmörgum erfiðleikum og hindrunum á leiðinni, mun finna þar leynda kenningu sem gerir honum kleift að ná tökum á tímanum og losa sig úr ánauð hans. Í textunum er þó varað við því að aðeins þeir sem eru kallaðir og hafa nauðsynlegan andlegan undirbúning geti komist til Shamballa; aðrir munu aðeins finna fyrir blindhríðarbyljum og fjallaauðnum — eða jafnvel dauðann.[1]

Tíbetar trúa því að Shambhala sé enn til í dag sem jarðnesk paradís sem mun renna stoðum undir gullöld framtíðarinnar. Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets, telur að ríkið eigi sér efnislega tilveru í þessum heimi en að maður verði að ná háum andlegum þroska til að finna það eða kannast við það. Aðrir Tíbetar líta á nýlega atburði, einkum eyðileggingu mikils af búddhadómi í Tíbet og víðar í Asíu, sem vísbendingu um að framtíðarkonungur Shambhala muni brátt koma fram úr huldum helgistað sínum til að sigra öfl efnishyggjunnar og koma á gullöld andlegs eðlis. ...

Gömul saga segir af ungum manni sem leggur af stað í leit að goðsagnaríkinu. Eftir að hafa farið yfir fjöll og firnindi kemur hann að helli gamals einsetumanns sem spyr hvert ferðinni sé heitið. „Til að finna Shambhala,“ svarar ungi maðurinn. „Á! Jæja þá þarftu ekki að ferðast langt,“ segir einsetumaðurinn. "Ríkið Shambhala er í hjarta þínu." Eins og sagan gefur til kynna, fyrir marga Tíbeta er Shambhala falið sem hugarástand sem verður að vekja svo finna megi ríkið í heiminum fyrir utan.[2]

Æðstuprestar athvarfsins

Gátama Búddha var fyrsti vígsluþeginn til að þjóna undir stjórn Sanat Kumara. Þess vegna var hann valinn til að taka við af embætti Drottins heimsins. Þann 1. janúar 1956 sveipaði Sanat Kumara skikkju sinni um drottin Gátama þar sem hinn framúrskarandi chela-nemi hins mikla gúrús varð einnig æðstiprestur helgiveldisins í Shamballa. Nú á tímum viðheldur Gátama Búddha tengslunum við hinn þrígreinda loga alls mannkyns. Það mun haldast uns hver einstaklingur hefur stígið upp í ljósið.

Sanat Kumara, sem hélt titlinum ríkjandi Drottinn heimsins, sneri aftur til Venusar og tvíburaloga síns, kvenmeistarans Venusar, sem hafði haldið heimiliseldunum logandi í langri útlegð hans. Þar hélt hann áfram þjónustu sinni hjá Stóra hvíta bræðralaginu og við hina háþróuðu heimastjörnu sína fyrir hönd jarðkúlunnar.

Sjá einnig

Vestra Shamballa

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Shamballa”.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Sanat Kumara”.

Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 30, 23. júlí, 1989.

  1. Edwin Bernbaum, The Way to Shambhala (Garden City, N.Y.: Anchor Press/Doubleday, 1980), bls. 4–5.
  2. Edwin Bernbaum, „The Hidden Kingdom of Shambhala,“ Náttúrufræðisaga 92, nr. 4 (apríl, 1983):59, 62.