Issa

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Issa and the translation is 100% complete.
Other languages:
caption
Jesús nálgast Ladakh á æskuárum sínum
Issa-tjörn, Nicholas Roerich (f. 1926)

Árið 1887 ferðaðist rússneskur læknir, Nicolas Nótovitch, til tíbetsku borgarinnar Hímis, hátt í Himalajafjöllum, í leit að fornum ritum um líf manns sem búddhamenn kölluðu heilagan Issa. Í Himis-klaustrinu las æðsti lama-presturinn fyrir hann úr fornum handritum og Notovitch skrifaði niður söguna um Issa - Ísraelsmann sem ferðaðist til austurs til að kynna sér helg rit og sneri síðan aftur til að kenna þjóð sinni í Palestínu þar sem hann var krossfestur.

Hliðstæðurnar milli heilags Issa og Jesú voru ótrúlegar sem leiddi til þess að Nótovitch komst að þeirri niðurstöðu að handritin greindu frá æskuárum Jesú á aldrinum 13 til 30 ára sem skortir í frásögn Biblíunnar. Hann birti söguna um uppgötvun sína árið 1890 í ritinu Ævi heilags Issa (Life of Saint Issa) (á ensku kom þýðingin út undir heitinu The Unknown Life of Christ, 1895. Ritið kom út á íslensku árið 2021 í þýðingu Hartmanns Bragasonar). Samkvæmt Nótovitch voru upprunalegu Pali-handritin um líf heilags Issa á bókasafni Lhasa í Tíbet þar sem Dalai Lama bjó.

Gagnrýnendur héldu því fram að frásögn Nótovich um handritin væri fölsuð. Hins vegar sá Swami Abhedananda, fræðimaður og lærisveinn hindú-dýrlingsins heilags Ramakrishna, sömu skjöl í Hímis árið 1925. Nicholas Roerich, rússneskur fornleifafræðingur, rithöfundur, listamaður og heimspekingur sá sömu eða svipuð skjöl árið 1925. Roerich uppgötvaði einnig ferð Jesú til Austurlanda sem skráð er í munnmælasögum svæðisins. Hann sagði: „Á hvaða hátt gæti nýleg fölsun komist inn í vitund alls Austurins?

Sjá einnig

Þöglu árin í ævi Jesú

Til frekari upplýsinga

Elizabeth Clare Prophet, The Lost Years of Jesus: Documentary Evidence of Jesus’ 17-Year Journey to the East.

Hartmann Bragason. Austurlenskar rætur kristninnar. Upprunalegar kenningar frumkristninnar og guðfræði nýja tímans. Bræðralagsútgáfan, 2022.

Heimildir

Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 58.

Elizabeth Clare Prophet, 6. óktóber, 1987.