Issa

From TSL Encyclopedia
Revision as of 08:43, 4 May 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Árið 1887 ferðaðist rússneskur læknir, Nicolas Nótovitch, til tíbetsku borgarinnar Hímis, hátt í Himalajafjöllum, í leit að fornum ritum um líf manns sem búddhamenn kölluðu heilagan Issa. Í Himis-klaustrinu las æðsti lama-presturinn fyrir hann úr fornum handritum og Notovitch skrifaði niður söguna um Issa - Ísraelsmann sem ferðaðist til austurs til að kynna sér helg rit og sneri síðan aftur til að kenna þjóð sinni í Palestínu þar sem hann var krossfestur.

caption
Jesús nálgast Ladakh á æskuárum sínum

Hliðstæðurnar milli heilags Issa og Jesú voru ótrúlegar sem leiddi til þess að Nótovitch komst að þeirri niðurstöðu að handritin greindu frá æskuárum Jesú á aldrinum 13 til 30 ára sem skortir í frásögn Biblíunnar. Hann birti söguna um uppgötvun sína árið 1890 í ritinu Ævi heilags Issa (Life of Saint Issa) (á ensku kom þýðingin út undir heitinu The Unknown Life of Christ, 1895. Ritið kom út á íslensku árið 2021 í þýðingu Hartmanns Bragasonar, sjá heimildir). Samkvæmt Nótovitch voru upprunalegu Pali-handritin um líf heilags Issa á bókasafni Lhasa í Tíbet þar sem Dalai Lama bjó.

Gagnrýnendur héldu því fram að frásögn Nótovich um handritin væri fölsuð. Hins vegar sá Swami Abhedananda, fræðimaður og lærisveinn hindú-dýrlingsins heilags Ramakrishna, árið 1922 sömu skjöl í Hímis. Nicholas Roerich, rússneskur fornleifafræðingur, rithöfundur, listamaður og heimspekingur sá sömu eða svipuð skjöl árið 1925. Roerich uppgötvaði einnig ferð Jesú til Austurlanda sem skráð er í munnmælasögum svæðisins. Hann sagði: „Á hvaða hátt gæti nýleg fölsun komist inn í vitund alls Austurins?

Sjá einnig

Þöglu árin í ævi Jesú

Til frekari upplýsinga

Elizabeth Clare Prophet, The Lost Years of Jesus: Documentary Evidence of Jesus’ 17-Year Journey to the East.

Heimildir

Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 58.

Elizabeth Clare Prophet, 6. óktóber, 1987.