Sameignarstefna kommúnismans

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:07, 22 July 2024 by Hbraga (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Other languages:

Í marxískum kenningum er jafnaðarstefna (sósíalismi) samfélagskerfi þar sem engin einkaeign er til staðar, kerfi þar sem ríkið á framleiðslutækin og stjórnar þeim. Sameignarstefna (kommúnismi) er alræðisstjórnkerfi þar sem einn valdboðsflokkur stjórnar framleiðslutækjum í eigu ríkisins með það yfirlýsta markmið að koma á ríkislausu samfélagi. Á lokastigi hefur ríkið verið lagt niður og efnahagslegum gæðum er dreift jafnt. Þau eru í sameign og aðgengileg öllum eftir þörfum.

Forsíða fyrstu útgáfu "Kommúnistaávarpsins" (London, febrúar 1848)

Í þessari kenningu er sósíalismi bráðabirgðaástand milli auðvaldshyggju (kapítalisma) og kommúnisma og einkennist af ójafnri dreifingu vöru og launa í samræmi við unnin verk. Kommúnismi er hvergi til og er kenning sem hefur aldrei virkað. Fyrrum Sovétríkin voru í raun sósíalísk ríki.

Þeir sem vilja framkvæma áætlun Guðs um hið sanna bræðralag mannsins ættu að viðurkenna að heimspeki heimskommúnismans er fölsuð eftirlíking gullaldarmenningar.

Upphaf

Aðalgrein: Díalektísk efnishyggja

Kommúnismi í sinni nútímalegu mynd byggir á aðlögun Karl Marx á díalektískum sögurannsóknum Hegels. Marx lagði til að draga mætti saman rannsóknir á manninum til eingöngu efnislegra sjónarmiða og að efnahagskerfi væru aðalákvörðunarvaldið í samskiptum manna. Marx aðlagaði díalektíska rökfræði Hegels í yfirlýsingu sinni um að „saga allra samfélaga sem hingað til hafa verið til byggir á stéttabaráttu,“[1]og hugmynd hans um að öll samfélagsskipan sem byggist á stéttaskiptingu beri með sér frjókorn eigin tortímingar uns stéttlaust samfélag verður til. Byltingin verður tæki til þess að koma því á fót í þessu skyni, ef þörf krefur.

Með hið stéttlausa samfélag að algjöru markmiði er sagan sögð leiða siðmenninguna að óumflýjanlegri gerð þar sem allur persónulegur, menntunarlegur, félagslegur og umhverfislegur munur er jafnaður í fyrirfram ákveðið ástand svokallaðs jafnréttis. Slíkt ástand myndi stöðva virkni karmalögmálsins. Þannig, að þegar öllu er á botninn hvolft myndi það útiloka tækifæri einstaklinga og þjóða til að taka andlegum framförum því karma er sannarlega hinn mikli kennari mannkyns.

Andlegar afleiðingar

Kommúnismi brýtur í bága við frelsi mannsins til að velja sér lífshætti, móta örlög sín eða verða það sem Guð ætlar honum að vera. Eina val hans er að gera sjálfan sig að verkfæri ríkisins. Hann neyðist til að hafna sérstöðu sinni og einstaklingseðli og endurbyggja sig síðan í samræmi við ímynd ríkisins. Örlög hans eru að þjóna og vegsama ríkið.

Kommúnistaríkið, sem æðsti drottnari þegna sinna, kemur í veg fyrir að einstaklingurinn öðlist sjálfsfærni nema hann hafi óvenju sterkan baráttuanda. Kommúnistaríkið brýtur niður vilja hans, sköpunargáfu og sjálfsvirðingu hans — og umfram allt tækifæri hans til að skipa sér sess innan helgivaldsins til að fylla stöðu sína í mandölu gullaldarmenningar.

Kommúnistakenningin gerir ekki ráð fyrir því að maðurinn þróist andlega á meðan hann byggir grunninn að gullöldinni. Og síðast en ekki síst, hún afneitar tækifærum hans til að vinna úr karma sínu innan ramma hagkerfis sem gerir honum kleift að rísa í samræmi við eigin viðleitni og verðleika.

Nema manninum sé frjálst að vinna að sáluhjálp sinni (karma sínu) með sársauka og þjáningu (ótta og ugg), [2] ef nauðsyn krefur, getur ekki orðið raunverulegt bræðralag því það byggist á skilningi sálarinnar á því að „ég á að gæta bróður míns — ekki vegna þess að ríkið neyðir mig til þess heldur vegna þess að eins og faðirinn er í mér, er ég í hverjum syni Guðs. Kommúnismi eyðileggur grunneiningu sálarinnar milli Guðs og manns og milli manna. Þannig getur hann ekki leitt til sanns bræðralags undir faðerni Guðs.

Saint Germain hefur sagt:

Ef ég ætti að draga saman ... mesta voðann sem steðjar að heiminum þá myndi ég að segja að það sé án efa heimskommúnisminn — sem einokunarkapítalisminn og bankakerfið tendruðu og kyntu undir. Og í öðru lagi myndi ég segja að hinn falski æðstiprestur okkar sjálfra, þ.e. jaðarbúinn, sé stærsta einstaka ógnin við frelsi heimsins þegar við erum að fást við þetta gervisjálf hinna bestu þjóna okkar.[3]

Kristið bræðralag er móteitur við sameignarstefnuna

Meistarinn Morya gefur sitt álit:

Það var vegna skorts á kristnu bræðralagi í verki sem kommúnismi varð til á heimsvettvangi. Það mun vera stofnun ósvikinnar og skarpskyggnrar trúar sem yfirstígur trúarlegar hugsjónir, trúarsetningar og stéttaaðgreiningar sem mun reynast alsherjarlausnin til að lífga við og magna útbreiðslu bræðralags heimsins.[4]

Alexander Gaylord og Chananda, sem tala um framtíðar „samfélag andans“ þar sem einstaklingsvirðingu verður haldið uppi með ljósi eigin guðdóms, spá fyrir um að sá tími komi þegar

... Kommúnískar og sósíalískar kenningar verða sviptar falskri yfirborðsmennsku sinni og þær opinberaðar sem – eins og þær eru í raun og veru – aðferðir sem þróuðust sem afleiðing af vitsmunalegri uppreisn stofnenda þeirra gegn eigin persónulegs karma.

Andlegt samfélag hinna upplýstu mun útskýra hið sanna lýðræði hins nýja lýðveldis þar sem göfgi lífsins tjáist í samræmi við ráðagerð Guðs sem felur í sér sína eigin viðurkenndu umbun. Enginn mun búast við að öðlast heiður eða réttindi sem hann á ekki skilið; Enginn mun heldur búast við því að neita öðrum um sanngjörn tækifæri til aukins skilnings, reyna andleg sannindi eða sækjast eftir lífi, frelsi og sannri hamingju til hins ýtrasta.[5]

Sjá einnig

Díalektísk efnishyggja

Sósíalismi - Jafnaðarstefna

Til frekari upplýsinga

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Brotherhood, V. kafli, "Heimskommúnismi: Fölsk eftirlíking gullaldarmenningar."

DVD og hljóðdiskar The Seduction of Socialism and the Responsibility of Freedom.

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, 9. október, 1978.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Brotherhood, bls. 101, 103–05.

  1. Karl Marx og Frederick Engels, Kommúnistaávarpið, þýð. Samuel Moore, 1. hluti.
  2. Fil. 2:12.
  3. Pearls of Wisdom, 48. bindi, nr. 42, 9. október, 2005.
  4. El Morya, Perlur viskunnar, 6. bindi, nr. 7, 15. febrúar, 1963.
  5. Chananda og Alexander Gaylord, Keepers of the Flame, 5. lexía, bls. 15–20.