Nada

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:30, 12 December 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Other languages:

Hinn uppstigni kvenmeistari Nada er chohan-meistari sjötta geisla (fjólubláa og gyllta litarins) friðar, guðþjónustu og almennrar þjónustu. Hún er einnig félagi í Karmiska ráðinu, þar sem hún þjónar sem fulltrúi þriðja geisla (his rauðgula geisla) guðdómlegs kærleika. Af Nödu lærum við hagnýta tjáningu kærleika og leið persónulegrar Krists-fyllingar með guðþjónustu og þjónustu við lífið.

caption
Kvenmeistarinn Nada

Fyrri jarðvistir

Jarðvistir á Atlantis

Á Atlantis starfaði Nada við lækningalistina og þjónaði sem hofgyðja í Kærleiksmusterinu. Hliðstæða þessa musteris á ljósvakasviðin, sem er hönnuð eftir rósamynstri, er uppi yfir New Bedford, Massachusetts.

Hún endurfæddist einnig sem lögfræðingur á Atlantis, þar sem hún barðist fyrir málstað guðlegs réttlætis fyrir þá sem eru undirokaðir og kúgaðir.

Nada talar um reynslu sína af því að viðhalda loganum á síðustu dögum Atlantis:

Ég man vel eftir síðustu dögum Atlantis. Við sem vorum þar og héldum vökuna í viðleitni ljósberanna í holdinu höfum nýlega komið saman í Royal Teton athvarfinu til að kanna gaumgæfilega orsakir og aðstæður sem leiddu til þessa efsta dóms og þess að heimsálfan sökk í sæ með íbúunum sínum.

Illvirkjarnir fyrr sem nú halda áfram illsku sinni allt fram að aðdraganda hamfara og stæra sig af því að þeir standi utan við ramma laga Guðs, að karma sé ekki raunverulegt og að þeir séu jarðneskir guðir. ...

Ég sinnti lagaþjónustu á Atlantis og lögum sem náðu yfir heildina. Þannig slá læknavísindin og sannleiksvísindin upp tjaldborg til varnar einstaklingsins til líkama og sálar. Í þá daga voru þeir sem ráðskuðust með lögmál fimmta geislans jafn sviksamlegir í fyrirlitningu sinni á sonum ljóssins sem nú. Þeir voru ekki í vitundarsambandi við Guðs og þeir höfðu spillandi áhrif á nýliðana sem tóku vígslu í launhelgunum.

Marmaralögðu, rúmfræðilega uppbyggðu borgirnar í Atlantis, elsku vinir, voru ekki án innri athvarfa Bræðralagsins. Og Nói sjálfur, frumgerð hins mikla gúrú-meistara, hélt uppi guðlegum móðurloga arkarinnar og var vígslumaður hinna endurfæddu sona Guðs á meðan hann smíðaði örkina sína. Það voru aðrir úr sveitum okkar sem stigu á stokk og fluttu móttöku- og sendistöðvar (beina) athvarfa sinna til fjarlægra landa og fjallstinda, til Austurlanda nær og fjær, til Himalajafjalla, til Evrópu og Ameríku og til þegar stofnaðra athvarfa erkienglanna.

Trygging andlegra kraftsviða í efninu er verk chela-nema hinna uppstignu meistara. Þegar hrörnun og upplausn steðjar að á hverjum tíma, rísa þeir upp á vængjum arnarins[1] til að kanna höf og lönd. Þeir ráðfæra sig við hersveitir Drottins/small> og við sjálfan Drottin og hina uppstignu meistara sem spáðu Abraham um fæðingu Ísaks og tortímingu Sódómu og Gómorru. Vígsluþegar launhelganna eru prédikarar réttlætisins og þeir halda áfram að prédika Orðið og vísindi þess allt til stundar dómsins og þeir stíga um borð arkarinnar.[2]

Fyrir 2.700 árum

Á síðasta æviskeiði sínu, fyrir 2.700 árum, var Nada yngst í stórri fjölskyldu einstaklega hæfileikaríkra barna. Karítas, kvenerkiengill af þriðja geisla, kenndi henni hvernig á að stækka hinn þrígreinda loga kærleikans í hjarta sínu til að örva orkustöðvar hæfileikaríkra bræðra sinna og systra. Hún kaus að hætta að sinna sínum eigin starfsferli og framavonum á því æviskeiði og hélt í staðinn uppi loganum í djúpri hugleiðslu og bæn fyrir bræður sína og systur á hinum ýmsu starfsviðum þeirra.

Nada hefur talað um þetta æviskeið

Ég get fullvissað ykkar um að við lok endurfæðinga minna í holdinu, þegar ég sá sigur hvers og eins bræðra minna og systra, var fylling gleði minnar í hjarta kærleikans fullnustuð. ... Heiminum sýndist, og kannski jafnvel sjálfri mér, að ég hefði ekki áorkað miklu. En kvaddi heiminn og fór inn á æðri áttundarsvið og skildi rækilega merkingu sjálfstjórnar rauðgula logans.

Þannig var það frá útgangspunkti þriðja geisla sem ég tók Krist mér í hjartastað og sá virkni hans [á sjötta geisla] við guðþjónustu og almenna þjónustu.[3]

Köllun hennar í dag

Hinn uppstigni meistari Nada aðstoðar guðsþjóna, trúboða, kennara, lækna, sálfræðinga, lögfræðinga og opinbera starfsmenn — alla þá sem taka þátt í að þjóna þörfum annarra. Nada segir:

Það skiptir ekki máli hvaða þjálfun þið hafið fengið og hver staða ykkar er, það er ekki hvaða verk þið vinnið, það er það sem þið gerið út frá hjartanu sem gildir.

Því að þar sem ég varði nokkrum af síðustu æviskeiðum mínum í að halda uppi lífsins loga nafnlaust fyrir fjölskyldu mína og aðra aðila samfélagsins, þannig get ég sagt ykkur frá eigin brjósti hvað það merkir fyrir Guð, hvað það merkir fyrir sálir sem þroskast á storð (Terra) að hafa einhvern — þöglan, friðsælan mannveru í hringiðu lífsins — lýsa yfir sannleikslögmálinu, fullkomnunarlögmálinu, sigurlögmálinu fyrir hönd hvers og eins sem er svo önnum kafinn við að þjóna, svo upptekinn við að gera mannkyninu gott að hann hefur ekki tíma til að sinna sjálfum sér.

Ég myndi því leggja til, ef þið eruð að leita að meira en venjulegri áskorun, að þið farið inn í samfélög ykkar með þetta í huga að vera verðir logans, að dýrka loga lífsins í hjörtum hundruða og þúsunda. ...

Ef þið eruð fagmenntuð eða eruð hæf til að öðlast þá þjálfun, þá leggjum við til að þið takið á ykkur meiri ábyrgð þar sem þið getið tekið beinan þátt í ákvarðanatöku, við gerð löggjafar, í skipulagningu – hvort sem það eru karlahópar, kvennahópar eða samfélagshópar sem vinna fyrir uppbyggjandi málstað. ...

Hversu oft sjáum við á þessum stigum stjórnvalda- og samfélagsskipulags, ef það væri bara einn af vörðum logans þar á meðal, hversu vel ferlið myndi flæða og hversu uppörvað fólk væri, hvernig trú þess yrði endurreist á þessu stjórnarfyrirkomulagi fulltrúalýðræðis, sem er svo sannarlega eftir kenningum uppstignu meistaranna og mótað eftir því sem koma skal á komandi blómaskeiðum samféla sem eiga að eftir að fæðast í þessari heimsálfu.[4]

Nada er innvígður meistari á vegi rúbíngeislans, og hún kennir hvernig rós hjartans breiðir úr sér og hjálpar okkur að þróa næmni hjartans til að taka á móti gjöf heilags anda að tala tungum og túlka tungur.

Hún tekur mikinn þátt í vígslu og stuðningi við tvíburaloga og fjölskyldur á vatnsberaöldinni. Hún þjónar einnig börnum heimsins með englasveitum sem sinna þörfum ungmennanna.

Athvörf

Aðalgrein: Arabíska athvarfið

Nada kennir við athvarf Jesú á ljósvakaáttundunni uppi yfir Sádi-Arabíu þar sem hún kennir hvernig við náum guðlegri stjórn á tilfinningum og stillum óhóflegar langanir. Þetta gefur vald á sólar-plexus orkustöðinni sem er starfstæki fyrir sjötta geislann, staðurinn þar sem maður geislar frá sér friðsemd. Þetta er geisli fiskamerkisins og Jesús er hinn mikli meistari þessa geisla – hann er friðarhöfðinginn. Nada fetar í fótspor Jesú Krists og það er leið hans sem hún kennir. Hún tók við af honum embætti chohan-meistara af sjötta geisla þegar hann tók við embætti heimskennara árið 1956.

Aðalgrein: Rósamusterið

Nada þjónar einnig í Rósamusterinu, athvarfi sínu uppi yfir New Bedford, Massachusetts. Hannað eftir rósarmynstri, hvert krónublað er rúm sem táknar vígslu á loga kærleikans. Í miðju athvarfsins brennur logi guðdómlegrar ástar, sem bræður og systur þriðja geisla sinna til að heila jarðarþróunina með kærleika.

Aðrar upplýsingar

Nada segir: "Ég gef þér kærleik minn, því allt annað hef ég þegar gefið frá mér." Einkunnarorð lærisveina hennar eru „Ég þjóna,“ „Ég gæti bróður míns“ og „Þjónninn er ekki ofar Drottni sínum".

Grunntónn Nödu er „Mattinata („Dagurinn“) eftir Ruggiero Leoncavalio.

Sjá einnig

Chohan-meistarar

Til frekari upplýsinga

Frekari upplýsingar um kennslu Nödu, sjá kafla um hana í Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Lords of the Seven Rays.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Nada”.

  1. Jes. 40:31.
  2. Nada, „Life is Still Sweet,” Pearls of Wisdom, vol. 23, no. 6, 10. febrúar, 1980.
  3. Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Lords of the Seven Rays, bók 2, bls. 229.
  4. Nada, „The Practice of Law in the Feminine Ray,“ 5. júlí, 1974.