Friðarengill

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Angel of Peace and the translation is 100% complete.
Other languages:

Friðarengillinn er foringi englahópsins þekktust sem Friðarsveitin.

Styttan af Friðarenglinum sem birtist börnunum í Fátíma í Portúgal

Aðstoða Jesú

Þessi engill aðstoðaði Jesú við að magna upp friðarlogann í þjónustu sinni. Hann var líka einn af þjónustuenglunum sem ásamt heilagri Ametýst héldu vöku með Jesú í Getsemanegarðinum. Þessi engill var einn af himneskum hersveitum sem Guð sendi til að styðja Jesú eftir að hann hafði beðið og sagt: „Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.“[1]

Þó að faðirinn, sem starfaði í samræmi við sitt eigið lögmál, hafi ekki „tekið þennan bikar,“ sendi hann erkiengla sína og kvenerkiengla og meðal annarra þennan Friðengil til að styrkja Jesú í ásetningi hans um að gera vilja Guðs. Eldleg nærvera þessara engla þjónaði sem rafskaut til að segulmagna loga friðar og krafts, lækninga og sannleika, trúar og vonar og veruleika frá orsakalíkama Jesú, og aðstoðuðu þar með Jesú við að beita fullum uppsöfnuðum kröftum síns eigin ljóss gegn svikunum, réttarhöldunum og krossfestingunni sem hann átti fyrir höndum.

Birting í Fátíma

Það var Friðarengillinn sem birtist smalabörnunum þremur í Fátíma, Portúgal, árið 1916, áður en María guðsmóðir birtist. Englinum var lýst sem „ljósi hvítara en snjór í líki ungs manns, sem sólargeislarnir skinu gegnsæir í gegn og bjartari en kristall.

Engillinn sagði: „Hræðist eigi. Ég er Friðarengill. Biðjið með mér." Hann kraup með ennið til jarðar og sagði: „Guð minn, ég trúi, ég dýrka, ég vona og ég elska þig. Ég bið þig fyrirgefningar fyrir þá sem ekki trúa, dýrka ekki, vona ekki og elska þig ekki." Engillinn kenndi börnunum að biðja og færa Guði fórnir fyrir hönd annarra.

María guðsmóðir hefur sagt:

Ástvinir, ef Friðarengillinn og minn eigin boðskapur í Fátíma væri hvatning til að biðja, færa fórnir, kalla á sinnaskipti syndara, og ef bænir þessara þriggja [barna] gætu í sjálfu sér verið náðarblessan til að halda aftur af myrkrinu, hver haldið þið að áhrif náðarblessaninnar yrði þegar hundruð og hundruð, jafnvel þúsundir Varða logans með fulltingi Vísinda hins talað Orðs og vísinda hins flekklausa hjarta, myndu fara með þessar ákallanir sem hróp af húsþekjum til að kalla fram ljósið?

Jæja, ég skal segja ykkur, þið getið látið ímyndunaraflið flæða í gegnum stjörnurnar því að raunar eru vetrarbrautirnar fullar af ljósi. Og þetta er það sem þarf fyrir tímahvörfin, ástvinir, tímamót í heimssögulegu tilliti.[2]

Þjónusta hans nú á dögum

María býður okkur að kalla á Friðarengilinn til að fara inn í kennslustofur og kenna hinum ljúfu börnum bænir sínar. Friðarengillinn og María guðsmóðir hafa miklar áhyggjur af aðskilnaði sálarinnar frá Guði vegna [spillandi áhrifa] trúleysis, efagirni, pólitískra eða efnahagslegra kerfa sem hafa afneitað Guði og kenningakerfum og kennisetningum [trúarinnar].

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Angel of Peace.”

  1. Lúk 22:42.
  2. Mother Mary, „The Consecration of Russia to the Immaculate Heart of Mary,“ Keepers of the Flame Lesson 14, bls. 54.