Rakoczy-setrið

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Rakoczy Mansion and the translation is 100% complete.
Other languages:

Rakoczy-setrið við rætur Karpatafjalla í Transsilvaníu, sem nú er hluti af Rúmeníu, er frelsismiðstöð á efnissviðinu. Setrið líkist mið-aldakastala. Það er umkringt skógi og hulið sjónum manna.

Kastali í Karpatafjöllum

Stofnsetning

Saint Germain hafði hér viðkomu áður en Atlantis sökk í sæ og bar með sér frelsislogann að beinum fyrirmælum fræðara síns, hins Mikla guðdómlega stjórnanda. Saint Germain endurfæddist hér á síðari öldum, endurfann eftir leiðsögn meistara síns logann sem hann hafði komið fyrir á þessum stað, og byggði Rakoczy-setrið. Hingað bauð hann leiðtogum þjóða í álfunni, kenndi vísindi alkemíunnar, og reyndi að sameina Evrópu og glæða frelsislogann í hjarta fólksins.

Lýsing

Salurinn sem hýsir logann er í miðju setursins. Salurinn rúmar um hundrað manns í sæti. Þetta er rétthyrnt rými með inngang á báðum endum. Altarið er á annarri langhliðinni með upphækkuðum palli og ræðustól fyrir höfuðsmanninn. Bjarmi frelsislogans er í ýmsum fjólubláum blæbrigðum blossandi á altarinu aftan við ræðumanninn. Efnislega miðstöðin er nú að mestu óvirk en loginn blossar þó áfram uppi á altarinu.

Musteri Möltu-krossins

Saint Germain hefur flutt skjöl, málverk og söfn frá þessu athvarfi til miðstöðvar sinnar í Táknahellinum. Nýlega reisti hann samt sem áður musteri á ljósvakasviðinu fyrir ofan Rakoczy-setrið og tekur það lag sitt af Möltu-krossinum. Hér er varanleg miðstöð fyrir frelsislogann, tileinkuð milljónum lífstrauma sem þrá að teyga í sig frelsið og bragða á kjarnadrykk eilífs lífs. Þetta hefur skapað munnmæli á borð við þjóðsöguna frægu um brunn eilífrar æsku, sem Ponce de León og fleiri könnuðir leituðu að í nýja heiminum.

Athafnalíf athvarfsins

Hinn mikli guðdómlegi stjórnandi hefur lýst sumum athöfnum innan þessa athvarfs:

Ég er stofnandi Rakoczy-setursins. Í setrinu okkar í Transsilvaníu, þar sem helgistaður Möltu-krossins hefur verið reistur á ljósvakasviðinu, eru skrínlagðar helgar skrár varðveittar um dýrleg liðin siðmenningarskeið, fyrirmyndir komandi blómaskeiða. Sum ykkar hafa ferðast til þessa athvarfs á fyrri jarðvistarskeiðum þegar Saint Germain var gestgjafinn og þið komuð holdi klædd til að láta undramann Evrópu, lærisvein minn og stórriddara ykkar, veita ykkur atbeina sinn.[1]

Tónverkið „Sögur frá Vínarskógi“ getur veitt okkur samstillingu við þetta athvarf.

Sjá einnig

Hinn Mikli guðdómlegi stjórnandi

Saint Germain

Ljóshellirinn

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet. Saint Germain. Alemíumeistarinn, Bræðralagsútgáfan, Reykjavík, 2015 (https://www.penninn.is/is/book/saint-germain).

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, “The Rakoczy Mansion and the Temple of the Maltese Cross.”

  1. The Great Divine Director, “God-Direction for the Coming Cycle,” Pearls of Wisdom, 16. bindi, nr. 42, 21. október, 1973.