Chohan-meistari
Drottinn eða meistari; höfðingi. Hver geislanna sjö hefur chohan-meistara sem einbeitir sér að Krists-vitund geislans. Hann er svo sannarlega lögmál geislans sem stjórnar réttlátri notkun hans í manninum. Eftir að hafa holdgert og framfylgt þessu lögmáli geislans í fjölmargum holdtekjum og tekið vígslu bæði fyrir og eftir uppstigninguna, skipar Maha Chohan hinn tilnefnda í embætti chohan-meistara. Maha Chohan, „hinn mikli drottnari,“ sem er sjálfur fulltrúi heilags anda á öllum geislum.
Athafnasvið chohan-meistaranna
Chohan-meistararnir eru valdir úr hópi hæfustu uppstiginna mannvera sem hafa risið upp úr skólastofu jarðarinnar. Herskarar engla og náttúruanda aðstoða þá ásamt uppstignum bræðrum og systrum við að inna af hendi ráðagerð Guðs um birtingu geislanna sjö á sem fullkomnasta hátt sem unnt er fyrir mannkyn jarðar. Chohan-meistararnir hlýða alltaf kosmískum lögum; samt er þeim gefið ákveðið svigrúm í samræmi við einstöku þróun þeirra, getu og hæfileika til að beina mannkyninu á sem færasta hátt og veita ástríka aðstoð og andlega leiðsögn eftir þörfum hverju sinni.
Chohan-meistararnir sjö
Fyrsti geisli | El Morya | Athvarf guðsviljans, Darjeeling, India |
Annar geisli | Lanto | Royal Teton athvarfið, Grand Teton, Jackson Hole, Wyoming, Bandaríkjunum |
Þriðji geisli | Páll frá Feneyjum | Frelsishöllin, suðurhluta Frakklands, með þriðja logann jarðtengdan í Washington minnismerkinu, Washingtonborg. |
Fjórði geislinn | Serapis Bey | The Uppstigningarmusterið og Athvarfið í Lúxor, Egyptalandi |
Fimmti geislinn | Hilaríon (Páll postuli) | Sannleiksmusterið, Krít |
Sjötti geislinn | Nada | Arabíu-athvarfið, Saudi Arabía |
Sjöundi geislinn | Saint Germain | Royal Teton Retreat, Grand Teton, Wyoming; Cave of Symbols, Table Mountain, Wyoming. Saint Germain also works out of the Great Divine Director’s focuses—the Cave of Light in India and the Rakoczy Mansion in Transylvania, where Saint Germain presides as hierarch. |
Skilgreiningar og uppruni
„Drottinn eða meistari. Hár Adept. Vígsla sem hefur tekið fleiri vígslur en þær fimm helstu vígslur sem gera manninn að „meistara viskunnar““ (Alice A. Bailey, A Treatise on Cosmic Fire, bls. 66, n. 24).
“A Rajput term used by Indian writers to denote high spiritual rank” (Christmas Humphreys, A Popular Dictionary of Buddhism, p. 57).
„Höfðingi, Cho-Khan, „Rock of Ages““ („The Mahatma Letters to A. P. Sinnett from the Mahatmas M. & K. H.“, index, bls. 9).
“Chohans, Tibetan? [Lord]. Seven Mighty Beings who, having passed the Sixth Initiation, have the power to focus within themselves the Ray-Streams or Attributes of Logoic Consciousness” (H. P. Blavatsky, The Secret Doctrine, 5th Adyar ed., 6:452).
Chohan gæti tengst hinu tíbetska chos (borið fram cho), sem þýðir dharma, trúarkenningu eða trúarbrögðum, sérstaklega kenningunni um Búdda. Í almennum skilningi nær merking chos yfir öll fyrirbæri, efni og þekkingu á veraldlegum og andlegum hlutum. Tíbetska orðið jo-bo (borið fram chō) þýðir herra eða meistari, Búdda eða ímynd Búdda. Mongólska orðið khan eða qan (borið fram hahn) þýðir einnig herra, höfðingi, keisari eða konungur. Hið tíbetska chos-mkhan (borið fram chĭ-kĕn eða chō-kĕn) þýðir sá sem iðkar eða er fær í dharma.
Sjá einnig
Til frekari upplýsingar
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Lords of the Seven Rays
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, 4. kafli
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, bls. 256.
Pearls of Wisdom, 31. bindi, nr. 29, 19. júní 1988. 1. Neðanmálsgrein.