Translations:El Morya/32/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 14:10, 3 April 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "Þegar Herra Tómas hafnaði því afdráttarlaust að sverja eið að samþykki sínu fyrir yfirráðum Hinriks sem æðsta yfirmanni hinnar nýju ensku kirkju var hann fangelsaður í hinu skelfilega Tower of London. Þrátt fyrir áreitni lögfræðinga konungsins, neitaði More staðfastlega að slaka á afstöðu kirkjunnar [varðandi hjúskaparbrot konungs*]. Hins vegar forðaðist hann með stjórnkænsku sinni að koma með beinar ásakanir gegn konunginum. [Þes...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)

Þegar Herra Tómas hafnaði því afdráttarlaust að sverja eið að samþykki sínu fyrir yfirráðum Hinriks sem æðsta yfirmanni hinnar nýju ensku kirkju var hann fangelsaður í hinu skelfilega Tower of London. Þrátt fyrir áreitni lögfræðinga konungsins, neitaði More staðfastlega að slaka á afstöðu kirkjunnar [varðandi hjúskaparbrot konungs*]. Hins vegar forðaðist hann með stjórnkænsku sinni að koma með beinar ásakanir gegn konunginum. [Þess vegna var ekki hægt að kæra hann fyrir lögbrot og taka af lífi. En andstaða hans gegn ráðabruggi konungsins var þögull*] vitnisburður um syndugt ranglæti konungs. Að lokum hvatti Hinrik öfundsjúka óvini Tómasar til að ljúga gegn honum í eigin dómstól kanslarans í Westminster. Ákærður og dæmdur fyrir landráð var Tómas More hálshöggvinn í Tower Hill árið 1535. Hann kraup fyrir böðlinum og sagði: „Ég dey sem trygglyndur þegn konungs en Guð kemur fyrst.“ Herra Tómas More var tekinn í dýrlingatölu árið 1935. Kvikmyndin byggð á leikriti Roberts Bolt, Maður fjölhæfninnar (A Man For All Seasons), er ævisaga Herra Tómasar More.