Translations:Saint Germain/57/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 19:42, 23 May 2024 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "Saint Germain endurfæddist einnig sem Kristófer Kólumbus (1451–1506), sá sem opnaði Evrópubúum leið-ina til Ameríku. Tveimur öldum áður en Kólumbus sigldi yfir hafið hafði Roger Bacon lagt grunninn að ferðalagi Kólumbusar til nýja heimsins með því að staðhæfa í riti sínu Opus Majus að „sjóleiðina yfir hafið frá því þar sem Spánn endar í vestri þar til Indland tekur við í austri má sigla á nokkrum dögum ef vindurinn er hagst...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)

Saint Germain endurfæddist einnig sem Kristófer Kólumbus (1451–1506), sá sem opnaði Evrópubúum leið-ina til Ameríku. Tveimur öldum áður en Kólumbus sigldi yfir hafið hafði Roger Bacon lagt grunninn að ferðalagi Kólumbusar til nýja heimsins með því að staðhæfa í riti sínu Opus Majus að „sjóleiðina yfir hafið frá því þar sem Spánn endar í vestri þar til Indland tekur við í austri má sigla á nokkrum dögum ef vindurinn er hagstæður“.11 Þessi yfirlýsing skipti sköpum fyrir ráðagerð Kólumbus-ar þótt hún hafi verið röng að því leyti að næsta land vestan Spánar var ekki Indland. Kólumbus vitnar til þessara orða Bacons í bréfi til Ferdinands konungs og Ísabellu drott-ningar árið 1498 og sagði að þessi framsýna yfirlýsing hefði verið eitt af því sem blés hon-um byr í brjóst fyrir ferðalagið árið 1492.