Uppstigning

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:56, 26 May 2024 by Hbraga (talk | contribs)
Elía tekinn upp í eldvagn, Giuseppe Angeli

Helgisiðiur þar sem sálin sameinast anda hins lifandi Guðs, ÉG ER-nærverunnar. Uppstigningin er hápunktur sigursællar dvalar sálarinnar í Guði í tíma og rúmi. Það eru Guðs gjafar laun hinna réttlátu eftir Síðasta dóminn frammi fyrir hvíta hásætinu mikla þar sem hver maður er dæmdur „eftir verkum sínum.“[1]

Uppstigninguna upplifði Enok en um hann er ritað að Enok gekk með Guði, þá hvarf hann því að Guð tók hann.“[2] um Elía var sagt: "Meðan þeir voru að tala saman á göngunni birtist skyndilega eldvagn með eldhestum fyrir er skildi þá að og Elía fór til himins í stormviðri." [3]; uppstigning Jesú átti sér ekki stað eins og skráð er í ritningunni en þar segir að "hann varð upp numinn að þeim ásjáandi og ský huldi hann sjónum þeirra."[4] Hinn uppstigni meistari El Morya hefur opinberað að Jesús hafi stigið upp frá ljósathvarfinu Shamballa eftir að hann lést í Kasmír, 81 árs að aldri í f.Kr. árið 77.

Endurfundurinn við Guð í uppstigningunni táknar endalok karma og endurfæðingar og endurkomu til dýrðar Drottins sem er markmið lífsins fyrir syni og dætur Guðs. Jesús sagði: „Enginn hefur stigið upp til himins nema sá er steig niður frá himni, jafnvel Mannssonurinn (er ekki undanskilinn)." [5] Í meðvitaðri upprisu sonar Guðs í musteri sínu fer sálin í brúðkaupsklæðnaðin til birtingar eða uppfyllingar guðsþjónustu sonarins (sólarinnar) í ljósinu. Sálin er gerð verðug af náð Jesú til að bera kross hans og kórónu. Eftir vígsluleið Jesú stígur hún upp í gegnum Krists-sjálfið til Drottins síns, ÉG ER-nærverunnar, þaðan sem hún steig niður.

Líkamleg uppstigning

Hinir uppstignu meistarar kenna að það sé ekki nauðsynlegt að rísa upp í efnislegum líkama. Sálin sjálf er laus við dauðastríðið og umbreytist í uppstigningarferlinu á meðan líkamsleifunum er falið hinum helga eldi í helgihaldi líkbrennslunnar. Þó að það séu dæmi í ritningunni um uppstigningu í líkamanum (Enok og Elía), þá er það háð þeim skilyrðum að viðkomandi hafi jafnað á milli 95 og 100 prósent af karma sínu; en vegna undanþágu á vatnsdýraöld er tilskilið í hinu stóra lögmál að maðurinn hafi jafnað að minnsta kosti 51 prósent af karma sínu og gerir sálinni þannig kleift að jafna eftir uppstigningun 49 prósentin sem eftir eru. Í þessu tilviki er uppstigningarferlið næstum aldrei líkamlegt. Uppstigning er þó alveg eins raunveruleg sem skyggnir menn geta borið vitni um eða þeir sem öðlast dulræna ofurskynjun með heilögum anda.

Þegar líkamleg uppstigning á sér stað umbreytist efnislíkaminn og ljóslíkami hins uppstigna meistara kemur í hans stað. Í uppstigningarathöfninni verður sálin varanlega klædd þessum líkama, einnig kallaður „brúðkaupsklæðið“ eða hinn ódauðlegi sólarlíkami. Serapis Bey lýsir ferlinu í Skýrslunni um uppstigninguna (Dossier on the Ascension):

Loginn fyrir ofan (í hjarta nærverunnar) segulmagnar logann fyrir neðan (þrígreinda logann í hjartanu) og brúðkaupsklæðnaðurinn sígur niður um silfursnúruna til að umvefja lífsstraum einstaklingsins í hinum áþreifanlega lífsstraum uppstigningarinnar. Gríðarlegar breytingar verða síðan á forminu hér að neðan og fjórir lægri líkamar mannsins hreinsast af öllum óhreinindum. Líkaminn verður léttari og léttari og fer að rísa upp í himininn þyngdarlaus sem helíum, þyngdarkrafturinn losnar og formið umvafið ljósi hinnar ytri dýrðar sem maðurinn þekkti með föðurnum „í upphafi. “... Einstaklingurinn stígur því upp ekki í jarðneskum líkama heldur í dýrðlegum andlegum líkama þar sem líkamsformið breytist á svipstundu með algerri niðurdýfingu í hinn mikla Guðs-loga.[6]

Í fyrirlestri sem hinn uppstigni meistar Rex gaf 2. október 1989, sagði hann okkur að þeir sem eru kallaðir til jarðneskrar uppstigningar hljóti að hafa haft margra þúsund ára undirbúning. Í dag stíga flestir upp sem hafa öðlast til þess hæfni frá innri sviðum eftir að sálin hefur yfirgefið efnislíkamann. Sálin öðlast sameiningu við hina voldugu ÉG ER-nærveru og verður varanleg frumeind í líkama Guðs alveg eins og hún gerir í uppstigningu efnislíkamans.

Skilmálar fyrir uppstigninguna

Hreinleiki, agi og kærleikur eru skilyrði fyrir uppstigningunni því að með þessum dyggðum er lögmálinu fullnægt: með helgun hreinleikans, hjarta, huga og sálar; með ögun hvata og langana; með gegnsæjum (heilsteyptum) hugsunum, tilfinningum og athöfnum sem skína í kristaltæru vitundarflæði sem streymir aftur til uppruna síns.

Hreinleiki er ögun sem fæst með því að beina allri orku sinni í kærleiksríkri athöfn. Hreinleiki felst í að fara alla leið með Kristi. Það er að þjóna fátækum í anda. Það er að lækna sjúka og vekja upp dauða. Það er að gangast undir próf hins mikla vígslumanns. Það er að biðja án afláts og fela sig algjörlega á vald Guðs.

Að vera hreinn í aga lögmálsins er að „elska Drottin Guð þinn“ af allri veru sinni, „elska náunga þinn“ eins og þann sem Krists-sjálfið lifir í, og elska Krist í hverri uppstiginni veru af nægri trúrækni svo að maður geti lagt á bak sér það sem er í heiminum og sagt: „Hverju skiptir það mig? Ég mun fylgja þér!“[7]

Helgihald uppstigningarinnar er markmið allra sem skilja tilgang lífs síns. Þessi vígsla getur hver sem er gengið í gegnum og kemur fyrir hvern sem er – jafnvel lítið barn þegar það er tilbúið:

  • þegar maðurinn hefur jafnað þrígreindan loga sinn
  • þegar fjórir lægri líkamar hans eru samstilltir og virka sem hreinir kaleikar fyrir loga heilags anda í efnisheiminum
  • þegar jafnvægi hefur verið náð á öllum geislum
  • þegar hann hefur náð tökum á synd, veikindum og dauða og á sérhverju ytra ástandi
  • þegar hann hefur uppfyllt guðdómlega áætlun sína með þjónustu við Guð og menn
  • þegar hann hefur jafnað að minnsta kosti 51 prósent af karma sínu (þ.e. þegar 51 prósent af orkunni sem honum er gefin á öllum æviskeiðum hefur annað hvort verið uppbyggilega unnið úr eða umbreytt)
  • og þegar hjarta hans er réttlátt gagnvart bæði Guði og mönnum og hann þráir að rísa upp í hinu óskeikula ljósi eilífrar uppstígandi nærveru Guðs.

Uppstigningarferlið felur einnig í sér að ná vígslum sem gefnar eru í Uppstigningarmusterinu og í athvarfinu í Lúxor:

Upphaflega þurfti að jafna hið persónulega karma algjörlega áður en maðurinn gæti snúið aftur til hjarta Guðs. Sérhver staf og stafkrók lögmálsins varð að uppfylla; Sérhvern orkusnefil sem hann hafði misnotað í gegnum allar endurholdganir sínar þurfti að hreinsa áður en hann gat stigið upp. Fullkomnun var krafa laganna.

Nú hins vegar (þökk sé miskunn Guðs sem Karma-drottnarnir hafa úthlutað), hefur hið gamla dulræna lögmál verið vikið til hliðar. Þeir sem hafa aðeins jafnað 51 prósent af skuldum sínum til lífsins geta, með guðlegum möntrufyrirmælum, gengið í gegnum hina miklu blessun uppstigningarinnar. Þetta þýðir ekki að maðurinn geti sloppið við afleiðingar gjörða sinna, né gefur það í skyn að hann geti með uppstigningunni skotið sér undan hvers kyns óuppfylltum skyldum. Þessi ráðstöfun gerir manninum hins vegar kleift að öðlast frelsi og fullkomnun hins uppstigna ástands hraðar til þess að hann geti frá því vitundarsviði jafnað allar skuldir sem eftir eru til lífsins.

Síðan, þegar hið mikla lögmál hefur verið uppfyllt og 100 prósent af þeirri orku sem honum hefur verið úthlutað síðan hann kom fram frá hjarta Guðs hefur verið ummyndað til fullkomnunar, getur hann haldið áfram á hraðbraut hins kosmíska ævintýris og þjónað í eilífri fullkomnun endurfundar mannsins við Guð.

Til frekari upplýsinga

Serapis Bey, Dossier on the Ascension.

Sjá einnig

Listi yfir kosmískar verur og engla.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 54, 30. desenber, 1982.

Pearls of Wisdom, 35. bindi, nr. 34, 23. ágúst, 1992.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and the Spiritual Path, bls. 93–94.

  1. Opinb. 10:13; 20:12, 13.
  2. 1Mós. 5:24; Hebr. 11:5.
  3. II Konungabók 2:11.
  4. Lúkas 24:50, 51; Postulasagan 1:9–11.
  5. John 3:13.
  6. Serapis Bey, Dossier on the Ascension, bls. 157–59, 175–77.
  7. Matt. 22:37–39; Jóhannes 21:22.