Translations:Elementals/39/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 09:28, 6 June 2024 by Hbraga (talk | contribs)

Með útgeislun góðvildar, gleði og þakklætis mun öll náttúran að lokum ná óspilltu og fullkomnu ástandi aldingarðsins Eden þar sem „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman...“[1] Lögmál frumskógarins verða afnumin í krafti Krists og þeir menn sem eru svo lánsamir að vera áfram á þessari plánetu verða lifandi Kristir. Fyrir meðalgöngu þeirra verða allar náttúruverur leystar úr viðjum hins tímabundna dýraforms. Geislun guðdómlegs kærleika, sem rís upp í miklum slagkrafti, mun samstundis rjúfa og leysa upp tengsl þróaðra náttúruvera við sjálfstakmarkandi dýramót og vitundarástand.

  1. Jes. 11:6.