Hinir tuttugu og fjórir öldungar

From TSL Encyclopedia
Revision as of 09:30, 13 June 2024 by Hbraga (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Other languages:

Öldungunum tuttugu og fjórum er lýst í Opinberunarbókinni: „Umhverfis hásætið voru tuttugu og fjögur hásæti. Í þeim sátu tuttugu og fjórir öldungar skrýddir hvítum klæðum og voru gullkórónur á höfðum þeirra..“[1] Þetta ráð af tólf tvenndum tvíburaloga sem tákna tólf helgiveldi sólarinnar í karllægum og kvenlægum krafti/visku/kærleika Elóhims. Þetta ráð kosmískra vera stjórna með Sanat Kumara við Dómstól hins helga elds á Guðsstjörnunni, Síríus, (aðsetur Guðs-ríkis í þessum geira vetrarbrautarinnar okkar) sem starfstæki dóms almáttugs Guðs.

Um það bil árið 2000 f.Kr. færðumst við inn í öld hrútsmerkisins. Fyrir tvö þúsund árum færðumst við inn í öld fiskamerkisins og nú erum við að færast inn í vatnsberaöldina. Yfirferð í gegnum hvert af tólf merkjum stjörnuhringsins fæst ívilnun (sáttmáli) frá Meginsólinni miklu þar sem hinir tuttugu og fjórir öldungar og hin fjögur alheimsöfl veita þróun hnattarins nýja sjálfs-vitund í tengslum við nýja vitund um Guð.

4. júlí, 1976, tilkynnti Frelsisgyðjan:

Ég kem frá Guðstjörnunni, Síríusi, í nótt. Ég kem þaðan sem umræður hinna tuttugu og fjögurra öldunga um allar birtingarmyndir jarðarinnar eru í gangi. Og í öllum sem einum heyri ég segja: "Guð hefur ákveðið að bjarga jörðinni." ... Og þegar þið spyrjið hvar og hvernig, hver og hvers vegna er svarið: "Í gegnum ykkur."[2]

Kyklópea lýsir öldungunum tuttugu og fjórum:

Þessar stórkostlegu ljósverur eru skrýddar hvítum og gylltum klæðum, mín kæru. Þeir færa hinum sigursælu sigurboð. Og þeir gefa ráðningu — sannarlega ráðningu og aga þá sem hafa ekki nýtt sér stórslegnar kenningar sem við höfum birt og ljósinu sem geisla í gegnum þessar kenningar.[3]

Sjá einnig

Karmískt ráð

Sólar Logoi

Heimilidr

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Four and Twenty Elders”.

  1. Opinb. 4:4. Sjá einnig Opinb. 4:10, 11; 5:5–14; 7:11–17; 11:15–18; 14:1–3; 19:4.
  2. Frelsisgyðjan , "Guð hefur ákveðið að bjarga jörðinni," Pearls of Wisdom, 44. bindi, nr. 39, 30. september, 2001.
  3. Cyclopea, „Only God-Free Being Is Real, ” Pearls of Wisdom, 38. bindi, nr. 14, 26. mars, 1995.