Friðargyðjan

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:12, 13 June 2024 by Hbraga (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Other languages:

Friðargyðjan þjónar í Friðarhofinu sem staðsett er uppi yfir Hawaii-eyjum. Hún stendur fyrir hinn kvenlega þátt friðarlogans fyrir þróun jarðarinnar og starfar í beinum tengslum við náttúruandana til að glæða þann loga í náttúrunni. Hún heldur námskeið fyrir óuppstigið mannkyn um starfsemi friðarlogans og sýnir hvernig mennirnir, í gegnum hollustu við frið, geti unnið sér til inngöngu í Uppstigningarhofið í Lúxor til að búa sig undir uppstigningu sína í ljósinu. Án friðar er engin sátt og án sáttar getur maður aldrei fengið aðgang að Uppstigningarhofinu.

Uppsafnaðan kraft friðarloga hennar má kalla fram til að kyrra vötn mennskra tilfinninga, hugarrugling, innri eða ytri starfsemi líkamans og ókyrrð undirvitundarheimsins. Möttul friðar hennar ætti að kalla fram fyrir mæður sem bera komandi sálir til þess að þessar sálir gætu lagað sig að hinu flekklausa sniði fyrir komandi hlutskipti sitt í efnisforminu.

Friðargyðjan segir:

Kæru vinir á jarðarplánetunni, eins og Saint Germain hefur svo oft sagt við ykkur, aðeins með því að fylgja leið ykkar eigin guðdómlega sjálfs getið þið nokkurn tíma fundið og þekkt sannan frið. Mýgrútur hugmynda hefur komist og komast inn í vitund mannanna og þegar þeir fylgja hverri eftir til endaloka, komast þeir að því að það veitti þeim ekki snefil af varanlegri hamingju. Lífið getur orðið botnlaus gryfja við að sækjast eftir minni markmiðum og þeim náð, stundum sálinni sjálfri til meins. En með því að kalla fram hugsjónir um frið frá hjarta Friðarhöfðingjans og með því að kalla eftir því að friður himins ríki yfir allri jörðinni, uppfyllir maðurinn stærri markmið hinnar miklu guðlegu áætlunar og fullnægir þar með daglegum kröfum sínum um reglubundna þjónustu, bróðurkærleika og einstaklingsbundna framþróun.[1]

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Peace, Goddess of”.

  1. Goddess of Peace, Pearls of Wisdom, 6. bindi, nr. 32, 9. ágúst, 1963.