Translations:Spoken Word/4/is

From TSL Encyclopedia
Revision as of 09:51, 2 August 2024 by Hbraga (talk | contribs)

Áköll sem prestar og meyprestar hins helga elds á Lemúríu boðuðu í krafti hins talaða Orðs voru upphaflega gefin samkvæmt vísindum Lógosins. Afskræming þessara vísinda með iðkun svarta galdurs átti sér síðar stað á síðustu dögum Lemúríu sem olli eyðileggingu mustera Alheimsgyðjunnar og hamförunum sem sökkti álfunni. Höggmyndirnar á Páskaeyjum eru leifarnar sem marka vettvang stríðs guðanna sem skók jörðina á þessum hræðilegu dögum. Hins vegar notuðu Ísraelsmenn þessi vísindi hins talaða Orðs í sinni hreinu mynd til að fella múra Jeríkóborgar. Í dag nota lærisveinar kraft orðsins í tilskipunum, staðfestingum, bænum og möntrum til að draga kjarna hins helga elds frá ÉG ER-nærverunni, Krists-sjálfinu og kosmískum verum til að beina ljósi Guðs í mót ummyndana og umbreytinginga fyrir uppbyggilegar breytingar á efnissviðunum.