Translations:Agni yoga/14/is
Þeir sem upplifa eld sem eld læra að innhverfa hann með millispili hugleiðslu, samneyti við móður jörð, jóga, pranayama öndunaræfingum, tilbeiðslu, möntrufyrirmælum eða líkamsstarfsemi sem fjörgar og stillir líffærin. Aðrar aðferðir sem örva aðlögun elds í fjórum lægri líkömunum er að hlusta á sígilda eða andlega tónlist, taka þátt í taktföstum og skapandi athöfnum, reisa Kúndalini kraftinn[1]—jafnvel djúpsvefn þar sem þið yfirgefið líkamsmusterið fyrir þjónustu með himneskum hersveitum á ljósvakasviðinu. Vinnan sjálf er leið til að samlagast eldinum.
- ↑ Sumum sem vilja reisa Kúndalíni eldinn er óráðlegt að grípa til óskynsamlegrar og tilviljunarkenndrar notkunar á ýmsum gerðum jóga eða jafnvel ólöglegum ofskynjunarlyfjum. Ris Kúndalíni undir handleiðslu uppstignu meistaranna er ekki skyndilegur eldblossi, heldur mild vitundarvíkkun og efling. Lykillinn að því að ræsa þennan kúndalíni kraft er tilbeiðsla á móðurgyðjunni. Rósakransbænin er örugg og áhrifarík aðferð til að vekja ljós Guðs-móðurinnar með brennandi kærleikshita og tilbeiðslu, án ofsafengins orkugoss.