Píslaengill

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Angel of the Agony and the translation is 100% complete.

Píslaengill er engillinn sem þjónaði Jesú á krossinum. Með hersveitum sínum veitir píslaengillinn innblástur og lyftir þeim sem eru íþyngdir af krossi eigin karma og heimskarma. Hann er dæmi um marga engla sem þjóna þjáðu mannkyni.

Þessi engill biður um að vera minnst þegar við erum að biðja fyrir þeim sem þjást:

Ég bið þess vegna að þegar þið biðjið til föður okkar í nafni Krists og til ÉG ER SÁ SEM ÉG ER, munið þið eftir að kalla til mín fyrir hönd þúsunda á jörðinni sem þjást daglega. Kallið til mín því þá get ég sent herskara til þeirra sem bíða og vona á birtingu Drottins síns. ...

Á stund þjáningar þeirra sem hverfa frá lífinu og ganga í gegnum umskiptin, sem bera eigið karma og karma heimsins, bið ég ykkur um að kalla á að beðið sé fyrir öllum sem eru á sjúkrabeðjum og verða að taka á móti englum himinsins og Karmadrottnunum. Kallið á að við gætum veitt þessum blessuðu [sálum] hvatningu með sýn á ljósvakamusterin og ljósvakaborgir og ljósvakaathvörf til að hvetja þá með sýn á komandi líf og með gleði og skilningi einhvers staðar í sálinni að þessi þjáning kemur einnig jafnvægi á lífið og gefur öðrum tækifæri til að lifa og fá tækifæri til að lifa. Ég bið ykkur að kalla líka til englaskara okkar til huggunar fyrir þá sem standa við krossinn og sjá á bak ástvinum því við hugsum líka um þá sem þjást með þeim sem standa í miðri þolraun vígslunnar.[1]

Píslaengillinn og herskarar hans koma til að ávíta anda dauðans sem smánar sigurvegarana á píslarstundinni og einnig til að veita þeim innblástur sem ganga í gegnum vígslu sína.

Ég þrái að þið skiljið að jafnvel á stundu hinnar mestu þjáningar, jafnvel á þeirri stundu þegar sársauki nístir musteri líkamans, er sæla í sálinni og í hjartanu, og þetta er sælan sem stækkar og stækkar og stækkar uns allt kraftsvið sonar Guðs verður eftirmynd af Hinni miklu meginsól mitt í þjáningu krossfestingarinnar ...

Ég er kallaður píslaengill og ég kem með hersveitir mínar til að hvetja þá sem eru íþyngdir af krossi síns eigin karma og karma heimsins. Við komum til þeirra hugrökku sem heilsa englum drottins Maitreya með glaðværu „Jái, ég mun hljóta vígslu! Já, ég mun taka næsta skref, hvert sem það skref kann að leiða mig. Ég er tilbúinn Drottinn því ég hef viljann til að vera sigurvegari yfir hel og dauða í þessu lífi, þessu sigursælu og sigri hrósandi lífi mínu.“[2]

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Angel of the Agony.”

  1. Angel of the Agony, "The Hour of Love's Reunion," Pearls of Wisdom, 44. bindi, nr. 40, október 2001.
  2. Sama.