Antahkarana

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Antahkarana and the translation is 100% complete.

[Sanskrítarorð fyrir „innra skynfæri“] Lífsvefurinn. Ljósnet sem spannar Anda og efni sem tengir og fínstillir sköpunina innra með sér og við hjarta Guðs.

Antahkarana er samsett úr fíngerðum netþráðum sem tengjast hinu Þögla vitni sem þjónar um allan algeim. Antahkarana er orkuljósleiðari segulmagns Stóru meginsólarinnar. Kristalstrengurinn sem tengir Guðs-sjálf og Krists-sjálf hvers einstaklings við segulmagn Stóru meginsólarinnar er hluti af þessu antahkarana.

Gátama Búddha hefur minnst á þetta antahkarana:

Ég er Gátama, faðir margra. Ég heilsa ljósi Guðs-móðurinnar, hinum holdi klædda loga þeirrar sem ég dýrka. Ég heilsa ljósi sonarins, ykkur hinum Krists-bornu.

Ég spinn antahkarana lífsins, gullna vefinn, með spunaþræði algeimsvitundarinnar. Já, látið antahkarana vera yfir ykkur sem vörð um þróun sálar ykkar. Eins og móðirin hefur fært ykkur í klæði sín, þannig kem ég fyrir hinum gullna ljósþræði antahkarana. Og sumar ykkar, sem mæður, getið heklað, með gullnum þræði og hvítum, með þessu antahkarana sem skurðpunkti til að vernda vitundina og innsigla hana með [Special:MyLanguage/golden chain mail|[gullnu keðjubrynjunni]], gegn efnismengun frá undirheimum geðvitundarinnar.

Svo látum þetta klæði vera vernd föðurins, möttul hreinleikans. Og látum það vera sem lífsvef. Látum það hefjast frá miðjunni, þegar köngulærnar spinna vef sinn í eftirlíkingu af hinum mikla algeimsveruleika í huga Guðs sem spannar algeiminn. Línu fyrir línu, varlega, látum það nú vera heklað til verndar ungdóminum í reifum, sem möttul, eins og vetrarsjal. Látum það vera til minningar um Gátama sem kom til að bregða sverði, sverði í nafni ÉG ER!

Og nú tek ég sverðið og læt sverðið falla. Og svo er blæja hins illa, galdrar, sem hefur verið spunnin á hverjum og einum, nú rofin! Það eru teikn á þessu efni sem er afmyndað og myrkurshula yfir jörðu og þjóðum er rofin. Og þið munuð sjá hvernig vitund Drottins heimsins, sem dýrkendur móðurinnar kalla fram, kemur reifum Drottins heimsins fyrir í stað þessa efniskjarna og efniviðs myrkursins. ...

Helgivaldið er komið til að vera, taka sér bólstað, til að hækka vitund mannkyns, til að lyfta henni upp til hæstu hæða Guðs til að finna flæði lífsins, kærleika og sannleika, lifandi uppsprettu eilífrar æsku. Helgivaldið er komið til að vera og þið myndið helgivaldið alla leið — þið í vaxtasprota Guðs-logans sem tengist vaxtarmegni hins Stóra hvíta bræðralags, þið sem lifandi, lifandi vitni um Orðið. Þið eruð holdtekjur Drottins. Þið eruð helgivaldið, svo að ofan sem að neðan. Þið eruð antahkarana. Látið ljósið streyma![1]

Ratnasambhava hefur sagt um antahkarana:

Allt líf er samtengt. Og þess vegna, hvenær sem hinir ódauðlegu tala í gegnum endurfædda sál á þessu efnissviði, þá berst orðið til allra lífsstrauma sem á sama hátt hafast við á þessari bandvídd orkunnar, sem er tími ykkar og rúm og ykkar deild til að vinna að framgangi tilgangs tilverunnar – dharma ykkar sem og karma ykkar.

Vitið þá þetta – að annar tilgangur þess að hafa boðbera og fyrirlestra (frá himnum) er sameining við „antahkarana“, hinn mikla ljósvef, allra sála á svipuðu þróunarstigi. Og þegar antahkarana titrar fyrir hendi hins mikla listameistara lífsins, er upphækkun, stilling hljóðsins sem heyrist frá titringi antahkarana. Og þegar þið eruð fær um að yfirstíga ákveðna lægri þætti finnið þið ykkur rísa upp á ný stig lífsvefsins og stilla ykkur inn á hærri hljóðtíðni. Þetta er hinn mikli leyndardómur tilverunnar – að þið einnig, þótt þið teljið ykkur takmörkuð eruð með okkur „alls staðar í vitund Guðs.“[2]

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Brotherhood.

  1. Gautama Buddha, “Nourish Love in the Heart of Humanity,” Pearls of Wisdom, 56. bindi, nr. 1, 1. janúar, 2013.
  2. Ratnasambhava, „Elements of Being,“ Pearls of Wisdom, 37. bindi, nr. 6, 6. febrúar, 1994.