Atlantis

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Atlantis and the translation is 100% complete.
caption
Atlantis eftir Auriel Bessemer

Eyjaálfan sem var til þar sem Atlantshafið er núna og sem sökk í hamförum (Nóaflóðið) fyrir um það bil 11.600 árum samkvæmt útreikningum James Churchward. Platón lýsir ljóslega þessu meginlandi; sjáandinn Edgar Cayce lýsir því í lestrum sínum; sviðsmyndir byggðar á endurminningum eftur Taylor Caldwell úr „Romance of Atlantis“; Otto Muck kannaði og fann vísindalegar vísbendingar fyrir nákvæmri tímasetningu eyðingar meginlandsins (af völdum smástirnis sem steyptist inn í Bermúdaþríhyrninginn með krafti 30.000 vetnissprengja) klukkan 20:00. 5. júní 8498 f.Kr.!

Frásagnir af Atlantis

Í samræðum Timaeus og Critias segir Platón frá því að á „eyjunni Atlantis hafi verið mikið og dásamlegt heimsveldi“ sem stjórnaði Afríku allt til Egyptalands og Ítalíu í Evrópu og „öðrum heimshlutum“ (talið vera tilvísun í Ameríku, sérstaklega Mið-Ameríku, Perú og Mississippi-dal). Því hefur verið haldið fram að Atlantis og litlar eyjar í austri og vestri mynduðu samfellda landbrú frá Ameríku til Evrópu og Afríku.

Saga Atlantis eftir W. Scott-Elliot sem með skyggnigáfu sinni greinir frá siðmenningu í Atlantshafi. Bók Scott-Elliots er samantekt á uppgötvunum fjölda nemenda sem, samkvæmt guðspekingnum A. P. Sinnett, fengu „aðgang að kortum og öðrum gögnum ... frá viðkomandi framandi tímabilum“ til að stuðla að velgengni starfa þeirra. Þessi kort, segir hann, hafi aðrir kynþættir varðveitt efnislega en þeir sem búsettir eru í Evrópu. Þeir hafa væntanlega verið fullnumer sem kenndu guðspekinemum þó að Sinnett tilgreini það ekki.

Scott-Elliot skrifar að álfan hafi eyðst í áföngum þar sem hamfarir urðu fyrir 800.000, 200.000 og 80.000 árum síðan uns síðustu leifar Atlantis sem var meginlandseyjan Poseidonis, staðsett nálægt Azoreyjum, sukku árið 9564 f.Kr. í stórslysi sem vísað er til í mörgum fornum ritum, þar á meðal Platóns.

Gullöld á Atlantis undir stjórn Jesú

Hinir uppstignu meistarar hafa opinberað að Jesús hafi ríkt sem keisari og æðsti prestur yfir gullaldarmenningu á Atlantis sem stóð í tvö þúsund ár, frá 34.550 f.Kr. til 32.550 f.Kr. Þessi tími var sautján þúsund árum á undan okkar eigin og var undir krabbamerkinu. Jesús fæddist árið 33.050 f.Kr. og ríkti frá 33.000 f.Kr. eftir að gullöldin hafði verið í gangi í yfir 1.500 ár. Félagi hans var tvíburalogi hans sem við þekkjum sem uppstigna kvenmeistarann Mögdu. Þau ríktu vegna þess að þau voru æðstu fulltrúar Guðs í endurholdgun í þeirri siðmenningu. Allt fólk þessarar siðmenningar þekkti og fylgdi vilja Guðs. Jesús og Magda þurftu ekki að setja fólkinu neinar reglur vegna þess að það var samstillt guðlegri uppsprettu sinni.

Eftir að Jesús hafði ríkt í 450 ár sáði hins vegar Xenos nokkur fræjum spillingarinnar í huga fólks en hann var aðalráðgjafi keisarans. Að lokum sannfærði Xenos fólkið um að gera uppreisn gegn stjórnvöldum (persónugerð í Jesú) vegna þess að ríkisstjórnin studdi það ekki að sögn. Xenos tók við sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Jesús Kristur, Magda og tvær milljónir dyggra þegna (20 prósent þjóðarinnar) fóru til landsins sem síðar átti að verða Suern—Indland þar á meðal Arabía. Helmingur íbúanna gekk í gegnum upprisuna á þeim tíma; hinn helmingurinn hefur haldið áfram þróun sinni á jörðinni fram til þessa dags.

Á Atlantis hnignaði hins vegar gullaldarmenningin smám saman niður í villimennsku þegar fólkið, án eigin vitundar, varð gróft og ónæmt fyrir lífinu. Rán og stjórnleysi ríkti að því marki að jafnvel Xenos missti stjórnartaumana. Með tímanum hurfu borgirnar og molnuðu. Ruddaskapur ríkti á Atlantis frá 30.000 f.Kr. til 16.000 f.Kr., uns hin mikla siðmenning Poseid varð til.

caption
Kort eftir W. Scott-Elliot’s af Atlantis frá 80,000 f.Kr. uns það sökk að fullu

Síðustu ár Atlantis

Um 15.000 B.C., sneri Jesús aftur sem stjórnandi, Rai, á Atlantis. Eins og Tíbetinn Phýlos lýsti í bók sinni Jaðarbúinn birtist þessi mikli maður, Rai, í hofi höfuðborgarinnar, Kaifúl, og varð til þess að heilsulindin Maxín spratt upp þar, Inkal-eldurinn. Þessi ókynti logi brann á altari musterisins í fimm þúsund ár. Rai Maxin ljóssins ríkti í 434 daga. Hann endurskoðaði lögin og setti lagareglur sem stjórnuðu Atlantis í þúsundir ára fram í tímann.

Eftir langa gullöld spilltu falsprestar siðmenningu Atlantis þar til "Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga."[1] Síðustu leifar Atlantis féllu í hamförunum miklu sem skráð er í Biblíunni sem Nóaflóðið.

Til frekari upplýsinga

H. P. Blavatsky, The Secret Doctrine (London: Theosophical Publishing Co., 1888), II. bindi, sjá atriðaskrá um margar tilvísanir og lýsingar af Atlantis.

Edgar Cayce, Atlantis (Virginia Beach: A.R.E. Press, 2014).

W. Scott-Elliot, Legends of Atlantis and Lost Lemuria (Wheaton: Theosophical Publishing House [Quest Books], 1925, 1990), bls. 3–89.

Phylos the Tibetan, A Dweller on Two Planets (Borden, 1952).

James Churchward, The Lost Continent of Mu (1931; reprint, New York: Paperback Library Edition, 1968), bls. 226.

Otto Muck, The Secret of Atlantis (New York: Pocket Books, 1979).

Ignatius Donnelly, Atlantis: The Antediluvian World (New York: Dover Publications, 1976), bls. 11, 23, 173, 473.

Fyrirlestrar um Atlantis sem Elizabeth Clare Prophet flutti, byggðir á kenningum hinna uppstignu meistara og á ritinu A Dweller on Two Planets, eftir Tíbetann Phýlos, eru fáanleg á www.AscendedMasterLibrary. org.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Lords of the Seven Rays.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats.

  1. Gen. 6:5.