Skírn

„Skírnin“ er fyrsta sakramentið sem kemur til okkar fyrir tilstilli fyrsta geislans. Skírnin er uppruni hinnar helgu köllunar, hins helga atburðar að vígja sálina vilja Guðs. Það er sú stund þegar sálin er gegnsýrð af þeirri möntru sem Jesús talaði um þegar hann steig niður í mynd sinni í Betlehem. „Sjá, ég er kominn til að gjöra vilja þinn, ó Guð.“[1]
Sumir hafa þá hugmynd að ekki sé hægt að skíra lítið barn í fangi [móðurinnar] vegna þess að það geti ekki meðtekið þessa möntru að fullu; en það er mantra sálarinnar. Það er mantran sem er mælt. Það er skuldbinding viljans við endurholdgunina, þegar sálin er send frá Guði til jarðar. Og þegar hún er komin, þá er sú kynning í musterinu, sú framkoma til skírnarinnar, studd af foreldrunum sem standa með sálinni á innri stigum í skuldbindingunni um að „gera vilja þinn, ó Guð“.
Eins og Jesús gaf sig opinberlega undir skírn sinni, þannig ættum við einnig að gefa okkur undir opinbera skírn fyrir tilstilli vígðs prests kirkjunnar:
Þá kemur Jesús frá Galíleu til Jórdanar til Jóhannesar skírara til að láta skírast af honum. En Jóhannes varnaði honum það og sagði: „Ég þarf að láta skírast af þér, og þú kemur til mín?“
Jesús svaraði honum: „Lát þetta nú verða, því að þannig ber oss að uppfylla allt réttlæti.“ Þá leyfði hann honum það.
Og Jesús, er hann var skírður, steig jafnskjótt upp úr vatninu. Og sjá, himnarnir opnuðust fyrir honum, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himni, sem sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“[2]
Vígsla til Krists-verundar
Í bókinni The Opening of the Seventh Seal (Opnun sjöunda innsiglisins) útskýrir Sanat Kumara að vatnsskírnin samsvari einu af stigum vígslu Krists-verundarinnar. Það eru (1) fæðing, (2) vatnsskírn, (3) eldskírn (ummyndun) og (4) krossfesting, upprisa og himnaför.
Vígsla annars stigs Krists-verundarinnar er vatnsskírnin (efnisskírnin) fyrir tilstilli Krists í Maitreya undir embætti ljónsins við norðurhliðið. Þetta stig endurskapaði Drottinn Jesús Kristur í skírn sinni sem Jóhannes gaf honum í Jórdanánni. Tilgangur þess var að lýsa helgisiðnum fyrir ykkur, ástkæru mínir; því að hinir lifandi gúrú-meistarar (Guðs-menn) Jóhannes og Jesús þurftu ekki að endurskapa helgisiðinn opinberlega nema til að uppfylla lögmálið sem dæmi um réttláta notkun þess fyrir chela-nema sína — dæmi sem þeir skyldu fylgja bæði í anda og bókstaf á þeirri stundu sem þeir vígðust inn í annað guðspjallið af fjórum sem mynda ferhyrninginn.
Þess vegna sagði meistarinn: „Látið það nú verða, því að þannig ber okkur að uppfylla allt réttlæti.“ Þetta er stund vígslu Maitreya þegar persóna föðurins gengur inn í musterið – sem hinn þrígreindi logi magnar þar sem hann hefur þegar náð jafnvægi og fullri útvíkkun ljóss ÉG ER-nærverunnar, sem ljós Alfa og Ómega, streymir beint í gegnum hjartaorkustöð hans þegar dúfa heilags anda helgar hann jarðneskri köllun sinni. Þetta er stund staðfestingar minnar, „Þetta er sonur minn, minn elskaði, sem ÉG (ER) hefur velþóknun á.“
Merking þessara orða er opinberuð hinum vígðu: „Þetta er sonur minn [ljósbirtingarmynd nærveru minnar, þ.e. holdgun Orðs míns — framlenging sjálfs míns í gegnum línulega niðurstigingu rúbín-geislans] — þetta er hin ástfólgna sál mín Jesús [ástkært æðra sjálf mitt í efninu — í Guðs-móðurinni] sem ÉG ER SÁ SEM ÉG ER — [í hverjum ég dvel, því að „ég og sonur minn (ljós) erum eitt“] sem er þóknanlegt [í algjörri einingu]“.
Velþóknun föðurins á syninum er alltaf samkvæmt samstillingarlögmálinu. Þegar sonurinn er fullkominn kaleikur fyrir föðurinn, þá gleðst faðirinn, huggulegur og huggandi fyrir allt líf í gegnum gegnsæja nærveru sonarins. Þannig, þegar sonurinn uppfyllir tilgang sinn með að vera hinn verðugi kaleikur, er kaleikurinn innsiglaður í vatnsskírninni og guðlegri velþóknun er lýst frammi fyrir ráðum himinsins og frammi fyrir öllum á jörðinni sem hafa eyru til að hlýða.
Þessi skírn er merki um að gúrú-meistarinn sé í líkama chela-nemans. Jafnhliða þríhyrningar þeirra eru samsíða. Þetta er fyrsti hluti þrígreindrar valdeflingar sem veitt er á öðru, þriðja og fjórða stigi.
Allt sem gerist á milli vatns- (efnis-) skírnarinnar og umbreytingarinnar á hátindi Krists-vitundarinnar við vesturhliðið uppfyllir aðra frumgerð persónulegrar Krists-verundar á leið rúbín-geislans. Margar af þessum vígslum eru sýndar í opinberri þjónustu frelsarans — en ekki allar. Aðrar vígslur eiga sér stað eingöngu innan athvarfa Stóra hvíta bræðralagsins. Opinber þjónusta hans er sönnun fyrir alla fullnumana að hann hefur gengist undir umræddar vígslur samkvæmt fyrirfram ákveðinni vegferð.[3]
Heimildir
Elizabeth Clare Prophet, 5. desember 1976.
Meginreglur Sigursælu alheimskirkjunnar.
- ↑ Heb 10:7, 9.
- ↑ Matt 3:13–17.
- ↑ Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Seventh Seal: Sanat Kumara on the Path of the Ruby Ray, 21. kafli.