Náttúruvættur líkamans

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Body elemental and the translation is 100% complete.

Náttúruvættur (venjulega ósýnileg og virkar óséð í efnislegu áttundinni) sem þjónar sálinni frá því augnabliki sem hún endurfæddist fyrst á sviðum efnisins til að hlúa að efnislíkamanum.

Um það bil eins metra að hæð og líkist einstaklingnum sem hún þjónar, náttúruvættur líkamans sem vinnur með verndarenglinum og lýtur endurnýjandi krafti Krists-sjálfsins, er óséður vinur og hjálpari mannsins.

Þessi dyggi þjónn er staðfastur félagi mannsins í gegnum hin fjölmörgu æviskeið hans.

Hlutverk náttúruvætts líkamans í barnsfæðingu

Með því að vinna undir stjórn Krists-sjálfsins og ÉG ER-nærverunnar sem hún lýtur sem hinum mikla endurskapara lífsins, lækkar náttúruvættur líkamans hið rafræna mynstur og forsnið lífsstraumsins á ljósvakasviðinu niður í efnisbirtingu. Í sömu andrá sem Karma-drottnarnir tilkynna endurfæðingu einstaklings og getnaður á sér stað tekur náttúruvættur líkama sálarinnar sig saman með náttúruvætti föður og móður og myndar þrenningu í verki undir tilskipunum um samruna orku föðurins, sonarins og heilags anda í hverri frumu fósturvísisins sem er að þroskast.[1]

Frá þeirri stundu sem naflastrengurinn er skorinn og Maha Chohan, fulltrúi heilags anda, tendrar þrígreinda logann – sem blæs lífsandanum í nasir einstaklingsins – uns hann slokknar við lok hins jarðneska tímabils, þá þjónar náttúruvættur líkamans þörfum sálarinnar sem þróast á efnissviðinu á sama hátt og englasveitir þjóna þörfum einstaklingsins á gerðræna og hugræna sviðinu.

Starfsemi náttúruvætts líkamans

Náttúruvættur líkamans líkir alltaf eftir geðsveiflum og hátterni einstaklingsins. Hvort sem maðurinn gefur boð um að „mér heilsast vel“ eða „ég er veikur“, „mér líður vel“ eða „mér líður illa,“ er nátúruvættur líkamans sá töfraandi sem virðist uppfylla ósk mannsins – karma hans er eina takmörkunin.

Náttúruvættur líkamans er leikfélaginn sem börn sjá oft og sem foreldrar hafa fallist á sem hluta af „þykistu“ heimi þeirra. Þessi óséði hjálpari, klæddur í samræmi við hætti einstaklingsins, klæðist þeim skrúða sem líkist annað hvort ríkjandi eiginleikanum sem lífstraumurinn tjáir um þessar mundir eða þeim eiginleikum sem eru áberandi frá fortíðinni.

Hvort sem maðurinn viðurkennir tilvist náttúruvætts líkamans og ábyrgð sína á að koma réttlátlega fram við þennan þjón sinn eða ekki, þá tekur náttúrvætturinn við skipunum sínum frá honum og starfar samkvæmt vilja hans. Allar hugsanir og tilfinningar mannsins eru rafrænt yfirfærðar til náttúruvættisins og hún sýnir þær samstundis í frumum líkamsmusterisins. Þannig gerir maðurinn sjálfan sig oft veikan með því að veikja fyrst náttúruvætt líkama síns. Hann þjálfar þjón sinn í niðurbrjótandi hugsunum og vanlíðan og þjónn hans hlýðir. Þó efasemdir og ótti mannsins lami náttúruvætt líkamans algjörlega, þá leysir jákvætt viðhorf mannsins til lífsins náttúruvættina til að byggja upp heilsu mannsins og vellíðan.

Rétt eins og loftandar og eldandar, dvergar og vatnadísir eru niðurbeygð sökum mengunarúrgangs, þannig skerðir múgvitund mannkynsins náttúruvætt líkamans harkalega. Ef einstaklingurinn er haldinn illum öndum eða er undir miklu álagi kemst náttúruvættur líkamans ekki hjá því að verða fyrir áhrifum. Þannig getur sjúkur efnislíkami borið einkenni mengunar árunnar og stjórn vitundarinnar liðið fyrir krafta sem eru óbundnir Kristi. Nema þessu sé andæft í nafni Krists, geta þessir boðflennur komið í veg fyrir að náttúruvættur líkamans geti sinnt þjónustu sinni á áhrifaríkan hátt. Þar sem forvarnir eru besta og öruggasta lækningin á það við manninn að ákalla daglega Krists-sjálfið um frelsi og vernd náttúruvætts líkamans gegn öllum framandi truflunum og öllu því sem ekki er ljóssins megin.

Uppspretta orkunnar sem náttúruvættur líkamans notar til að þjóna efnislíkamanum er hinn Þrígreindi logi hjartans og ljósgeislun orkustöðvanna. Ef þessar orkustöðvar, sem dreifa orkunni frá hjartanu til fjögurra lægri líkamanna, eru þaktar geðrænum úrgangi, er náttúruvættur líkamans hindruð í viðleitni sinni til að koma fram fullkomnun á efnissviðinu. Því meira ljós sem einstaklingurinn hefur lækkað niður í kraftsvið veru sinnar, þeim mun meira ljós hefur náttúruvættur líkamans til að moða úr þegar hún hlúir að loganum á altari líkamsmusterisins.

Þú ert húsbóndi náttúruvætts líkama þíns. Þegar þú gefur henni uppbyggileg viðfangsegfni í stað kvarts og kveins, muntu verða miklu hamingjusamari, heilbrigðari og heilagri — og þar með talið náttúruvættur líkama þíns einnig. Og auðvitað geta náttúruvættir líkamans ekki lagt sitt besta af mörkum jafnvel þó að þær vilji, þegar þú gefur þeim ekki bestu næringarefnin og líkamsræktina, andlegu kennsluna og þjálfunina sem völ er á.

Ódauðleiki náttúruvætts líkamans

Ólíkt öðrum náttúruvættum nýtur náttúruvættur líkamans eins konar ódauðleika. Hún er búin til samtímis efnislíkama mannsins og verður hluti af sálarvitundinni sem þróast þegar hún öðlast reynslu á efnissviðinu. Á milli endurfæðinga sálarinnar samsamast náttúruvættur líkamans hliðstæðum veruleika ljósvakasviðsins og hlýtur undirbúning með sálinni fyrir næstu endurholdgun. Endurnærð orku Krists-sjálfsins fyrir þá þjónustu sem framundan er, tekur náttúruvættur líkamans á sig form hinnar stundum breytilegu pólunar – karlkyns eða kvenkyns – líkaman sem sálin mun taka sér bólstað í.

Náttúruvættur líkamans öðlast ódauðleika aðeins þegar sálin ávinnur sér uppstigningu. Þar sem sálin hefur enga frekari þörf fyrir efnislíkama, þarfnast sálin ekki lengur þjónustu náttúruvætts líkamans sem á sama hátt er leyst undan hringrás endurfæðinga og byrðum mennskra þyngsla. Eftir að hafa náð árangri sínum með þjónustu getur uppstiginn meistari haldið náttúruvætti líkamans sem ódauðlegu hjálpartæki. Uppstignir tvíburalogar, sem hver á slíkan vin, mynda andlegan fjórmenning. Hin ódauðlegu tengsl milli meistarans og liðsjáar hans eru án hliðstæðu á mennskum vettvangi nema kannski í samjöfnuði við tryggð Damóns og Pýþías i grískum goðsögnum.

Að leggja niður líkamann

Jafnvel æðstu jógarnir hafa haft sinn skerf af sorgum og raunum við að yfirgefa líkama sinn í alsælu uppstigningarinnar þegar sálin heldur áfram sinn veg og snýr ekki aftur til efnisveruleikans. Þetta er kallað mahasamadhi. Næstum allir (að undanskildum þeim sem finna til sjúklegs aðskilnaðar líkama og sálar) mynda tilfinningaleg tengsl við líkamann. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta líkaminn sem við höfum íklæðst og starfað í gegnum, líkaminn sem hefur séð okkur fyrir musteri sálar okkar og færi á því að upplifa sorg og gleði á þessu sviði, jafna karma okkar og gera góðverk.

Þannig að við segjum: „Blessaðir séu fjötrarnir sem binda okkur við jörðina þegar við þurfum að vera jarðbundin til að uppfylla tilgang tilveru okkar og blessaður sé frelsandi kraftur Shíva! þegar það er kominn tími til að „hrista af sér þetta veraldarvolk“.“ Tilfinningar sem tengjast líkama okkar eru eðlilegar og þú ættir að vera meðvitaður um að náttúruvættur líkama þíns hefur meðvitund og meðvitund hennar gegnsýrir efnislíkamann.

Ekki rugla saman ótta náttúruvætts líkama þíns við þinn eigin. Náttúruvættur líkamans er líka tengd líkamanum því það sem hún fæst við. Hann sér um líkamann. Án líkamans er hún iðjulaus! Því veltir hún fyrir sér hvert hún fer og hvað hún á að taka sér fyrir hendur þegar þú leggur líkamann niður í síðustu endurfæðingu þinni. Þú verður að hugga náttúruvætt líkama þíns eins og þú myndir hugga lítið barn og lofa henni að þú takir hana með þér upp á næsta áttundarsvið því hún hefur verið trúr og dyggur þjónn. Segðu henni að hún geti enn verið aðstoðarmaður þinn eftir að þú ert uppstiginn og hún muni hafa nóg fyrir stafni.

Sjá einnig

Náttúruvættar

Til frekari upplýsinga

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of the Higher Self, volume 1 of the Climb the Highest Mountain® series, bls. 380–87.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of the Higher Self, 1. bindi úr Climb the Highest Mountain® ritröðinni, 7. kafli.

Pearls of Wisdom, 35. bindi, nr. 30, 26. júlí, 1992.

  1. Þar sem faðirinn er ekki til staðar beinir Krists-sjálf hans ljósgeislunum til móðurinnar til að aðstoða við þroska barnsins.