Kosmískur Kristur og Búddha jarðarinnar

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Cosmic Christ and Planetary Buddha and the translation is 100% complete.
Other languages:

Hinn kosmíski Kristur og Búddha jarðarinnar er embætti innan helgiveldisins sem drottinn Maitreya skipar nú fyrir jarðarþróunina. Hann þjónar beint undir Gátama Búddha, lávarði heimsins. Skyldur embættis Búddha jarðarinnar fela í sér vörslu hins kosmíska Krists á loganum fyrir hönd lífsbylgna plánetunnar. Drottinn Maitreya tók við embætti Búddha jarðarinnar af drottni Gátama í janúar 1956.

Sem kosmískur Kristur og Búdda jarðarinnar hefur drottinn Maitreya umsjón með embætti heimsfræðarans sem Jesús og Kúthúmi halda nú í sameiningu. Þeir þrír, ásamt Gátama og öðrum sem þjóna viskugeislanum, færa mannkyninu — sama á hvaða stigi Krists-svitund þeirra er — skilning á því hvernig hver og einn gæti lifað lífi Krists með hagnýtri beitingu laga Guðs.

Drottinn Maitreya sagði í fyrirlestri sínum um embætti sitt sem hinn kosmíski Kristur þann 24. mars, 1974: „Ég beini vitund hins kosmíska Krists að hverri efnisögn. Þann 1. júlí, 1978 skilgreindi hinn uppstigni kvenmeistari Porsja embætti hins kosmíska Krists sem „sjálfa holdtekningu samanlagðs uppsafnaðs krafts Krists-vitundar hverrar einstakrar sálar sem þróast í efnisheiminum.

Drottinn Maitreya gaf heiminum skilning á embætti sínu sem kosmískur Kristur í fyrirlestri sínum þann 14. október, 1973:

Ég tákna föðurinn fyrir ykkar þegar þið eruð að rísa upp til að verða Kristur. Og þegar þið verðið Kristur tákna ég fyrir ykkur bróður í Kristi. Og þegar þið eruð að leitast við að vekja upp kvenlæga geislann, þá veiti ég mótvægi við þann kvenlæga geisla með virkni heilags anda. Og þegar ykkur birtist heilagur andi, þá birtist ég sem hin hvítklædda brúður. Sjáið svo til, vald yfir [vitund] hins kosmíska Krists er [fullkomið] [valdi yfir] fjórum hliðum borgarinnar sem liggur í ferhyrning og fjórum hliðum hinna fjögurra lægri líkama. Og þar með er mark hinnar kosmísku Krists-vitundar og þess sem hefur náð henni að þið verðið allt fyrir öllum.

Sjá einnig

Kosmískur Kristur

Heimildir

1984 Pearls of Wisdom, 2. rit, Kynning.