Elóhím

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Elohim and the translation is 100% complete.

[Fleirtala hebreska hugtaksins Eloah, „Guð“] Eitt af hinum hebresku nöfnum Guðs eða guðanna; notað í Gamla testamentinu um 2.500 sinnum sem merkir „máttugur“ eða „sterkur“.

Í Biblíunni

Elóhím er tvítölu nafnorð sem vísar til tvíburaloga guðdómsins sem samanstendur af hinu „guðdómlegu Okkur“. Þegar talað er sérstaklega um annaðhvort karlkyns eða kvenkyns helming er tvítöluforminu haldið vegna þess skilnings að annar helmingur hinnar guðdómlegu heildar felur í sér og er hið tvíkynja sjálf (hið guðdómlega Okkur).

Hinir sjö voldugu elóhímar og kvenlegar samfellur þeirra eru formsmiðirnir; þess vegna er elóhím nafn Guðs notað í fyrsta versi Biblíunnar, „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Þjónandi beint undir elóhímum eru höfuðskepnurnar fjórar, „hin fjögur kosmísku náttúruöfl,“ sem drottna yfir náttúruverum — dvergum (gnomes), eldöndum (salamanders), loftöndum (sylphs) og vatnadísum (undines).

Hinir sjö voldugu elóhímar eru „sjö andar Guðs“ sem nefndir eru í Opinberunarbókinni[1] og „morgunstjörnurnar“ sem sungu saman í upphafi, eins og Drottinn opinberaði þær þjóni sínum Job.[2] Það eru líka fimm elóhímar sem umlykja hvítan eldkjarna Meginsólarinnar miklu.

Skipanin í helgivaldinu

Í skipan helgiveldisins bera elóhímar og kosmískar verur mestan styrkleika, hæstu sveiflutíðni, ljóss sem við getum skilið á þróunarstigi okkar. Þeir tákna, ásamt höfuðskepnunum, náttúruöflunum fjórum, mökum þeirra og byggingameisturum efnisformsins, mátt föður okkar sem skaparans (blái geislinn).

Hinir sjö erkienglar og guðdómlegar samfellur þeirra, hinir miklu serafar, kerúbarnir og allar englasveitirnar tákna kærleika Guðs í brennandi styrkleika heilags anda (rauðguli geislinn).

Hinir sjö chohan-meistarar geislanna og allir uppstignu meistararnir, ásamt óuppstignum sonum og dætrum Guðs, tákna visku lögmáls Lógosins undir stöðu sonarins (guli geislinn). Þessi þrjú ríki mynda þrígreiningu birtingarmynda sem vinna í jafnvægi við að stiglækka orku þrenningarinnar.

Inntónun hins heilaga hljóðs „elóhím“ leysir gífurlegan guðlegan kraft Sjálfs-vitundar þeirra úr læðingi sem blessunarlega hefur verið stiglækkaður fyrir notkun okkar í gegnum hinn Kosmíska Krist.

Elóhím hinna sjö geisla

Eftirfarandi upptalning er nöfn elóhímanna sjö, geislanna sem þeir þjóna á og staðsetningar ljósvakaathvarfa þeirra:

Geisli Elóhím Ljósvakaathvarf
Fyrsti geisli Herkúles og Amasónía Half Dome (Hálfhvelfing), Sierra Nevada, Yosemite þjóðgarðinum, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Annar geisli Apolló og Lúmína Vesturhluta Neðra-Saxlands, Þýskalandi
Þriðji geisli Heros og Amora Winnipeg stöðuvatnið, Kanada
Fjórði geisli Hreinlyndi og Astrea Nálægt Erkienglaflóa, við sunnanvert Hvítahaf, Rússlandi
Fimmti geisli Kyklópea og Virginía Altai-fjallgarðurinn þar sem Kína, Síbería og Mongólía mætast, nálægt Tabun Bogdo
Sjötti geisli Friður og Alóha Friðarmusteri, Hawaii-eyjar
Sjöundi geislinn Arktúrus oog Viktoría Nálægt Lúanda, Angólu, Afríku

Fimm pör elóhíma er að finna í innri birtingarmynd innan Meginsólarinnar miklu sem birta leyndu geislana fimm. Þó að þeir hafi ekki gefið upp nöfn sín er hægt að kalla fram krafta þeirra og vald með því að ávarpa „elóhíma hinna fimm leyndu geisla. Hægt er að nota uppsafnaðan kraft þeirra til að tengjast leyndu geislunum böndum í orsakalíkama mannsins og til að segulmagna logandi vaxtarmegn hins hvíta eldkjarna hverrar frumeindar verundarinnar.

Kassíópea er elóhím Meginsólarinnar miklu sem beinir mikilli uppljómun (til mannkynsins) fyrir hönd guðdómsins.

Til frekari upplýsinga

Ræða Elóhíms, Pearls of Wisdom, 1978, 21. hefti.

The Seven Mighty Elohim, “The Chalice of Elohim,” í Pearls of Wisdom, 1989, 32. hefti, nr. 9–15.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats.

Sjá einnig

Þrjú ríki

Upptalning uppstiginna meistara, kosmískra vera og engla.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats.

  1. Opinb. 1:4; 3:1; 4:5; 5:6.
  2. Job 38:7.