Ljósvakaathvarf

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Etheric retreat and the translation is 100% complete.
Other languages:

Viðtöku- og sendistöðvar (beinar) Stóra Hvíta bræðralagsins, aðallega á ljósvakasviðinu, þar sem uppstignu meistararnir eru í forsæti. Athvörfin jarðtengja einn eða fleiri loga guðdómsins sem og uppsafnaðnan kraft sem meistararnir hafa öðlast með þjónustu sinni og til að jafna ljósið (grynnka á karmaskuldunum) í fjórum lægri líkömum jarðarinnar og þróunarferlum hennar.

Ljósvakaathvarf er staður þar sem uppstiginn meistari býr og tekur á móti chela-nemum. Það er líka mandala og kraftsvið sem sólarstigveldin nota til að auka orkustigið til plánetu og fólks, ljósorku sem uppstignir meistarar og chela-nemar þeirra þurfa að stiglækka til að dreifa þessari orku meðal mannkyns. Athvörf Stóra hvíta bræðralagsins hafa verið stofnuð á plánetunni næstum frá fæðingu jarðarinnar.

Starfsemi athvarfa

Athvörf sinna mörgum hlutverkum fyrir ráð helgiveldisins sem þjóna lífsbylgjum jarðarinnar. Sum athvörf eru opin óuppstignu mannkyni þar sem sálir þess geta ferðast til þessara viðtöku- og sendistöðva í ljósvakalíkama sínum milli æviskeiða á jörðinni og í fíngerðari líkömum sínum (í svefni eða samadhi).

Mörg athvörf meistaranna, þar á meðal launhelgir skólar þeirra, voru jarðtengd og rótfest á efnissviðinu á fyrri gullaldarskeiðum jarðar og jafnvel eftir hina miklu uppreisn föllnu englanna og fallið. Frammi fyrir afhelgun og eyðileggingu á helgidómum sínum drógu meistarar miðstöðvar sínar og loga aftur til ljósvakasviðsins. Þess vegna er hugtakið „athvarf“ dregið af þessu afturhvarfi.

Athvörf elóhíma

Athvörf elóhíma eru þau öflugustu á jörðinni vegna þess að elóhímar hafa svo víðtæka kosmíska vitund um Guð. Athvörf elóhíma í líkama jarðar og beinar logans þar eru sambærilegar við sjö helstu orkustöðvarnar í líkama mannsins. Þær eru megin beinar fyrir geislana sjö á plánetulíkamanum. Óuppstignir lífsstraumar eru sjaldan teknir inn í athvörf elóhímanna því þeim er haldið svo hreinum og tærum. Þau eru titrandi rafskaut til að fylla líkama Virgós og Pellörs lífi og til að samstilla lífsstrauminn við kosmós.

Þar sem elóhímar hafa kosmíska vitund og kosmíska þjónustu um vetrarbrautirnar og handan Meginsólarinnar miklu, skipa þeir fulltrúa til að vera stjórnendur í stigveldi athvarfa sinna. Athvörf þeirra eru eins og stiklusteinar þar sem þeir tylla niður tánum öðru hverju og jarðtengja vitund sína þegar þeir eru í og ​​úr kosmískri þjónustu. Auðvitað geta elóhímar, eins og Guð sjálfur, komið fyrir rafrænni nærveru sinni í athvörfum sínum, eftirlíkingu af þeim sjálfum og beint þangað skíðlogandi veruleika Guðs-vitundar sinnar.

Afturhvarf launhelgu skólanna til ljósvakaathvarfanna

Eftir fall mannsins styrkti Stóra hvíta bræðralagið launhelgu skólana á Lemúríu og Atlantis þar sem æðri andlegi sannleikurinn var kenndur þeim sem voru tilbúnir til að halda aga fullnumanna. Sangha Búddha, samfélag essena í Kúmran og Pýtagorasarskólinn í Krótónu voru meðal nýrri launhelgra skóla. Aðrir skólar voru staðsettir í Himalajafjöllum, Austurlöndum fjær og Egyptalandi sem og í Evrópu og Suður-Ameríku. Einn af öðrum voru þessir launhelgu skólar eyðilagðir eða leystir upp.

Hvar sem þessir skólar hafa verið eyðilagðir drógu hinir uppstignu meistarar sem styrktu þá loga sína og helgidóma aftur til sín á ljósvakasviðið. Hér eru lærisveinar þeirra þjálfaðir á milli endurholdgana og í fíngerðari líkömum sínum (í svefni eða samadhi) til þess að þeir geti öðlast þá guðlegu Sjálfs-þekkingu sem hefur ekki verið tiltæk mannkyninu á efnissviðinu um aldir uns Saint Germain lagði hana fram á ný á þessari öld.

Staðsetning athvarfanna

Athvörf, musteri og beinar meistaranna eru vísindalega staðsett á plánetulíkamanum á ákveðnum lykilstöðum og mynda mandölur. Staðsetning þeirra er mæld til að gefa mestu losun ljóss fyrir þróunina hér. Öll athvörfin virka sem móttöku- og sendistöðvar fyrir ljósið sem er leyst út í öllum athvörfum á plánetulíkamanum sem og það sem sent er frá nálægum og fjarlægum stjörnum og frá hinu logandi Joð í Meginmiðstöðinni miklu.

Ljós sent frá athvörfunum endurkastar taktfast og reglubundið rafsegulbylgjum á milli sín. Árangurinn af samspili þessara ljósbylgna er ómun kosmísks tóns, hljóðs hins mikla Amen, AUM, eða ÓM, sem heyrist með innra eyranu. Þessi kosmíski grunntónn baðar jörðina, náttúruríkið og mannkynið í titringi hins heilaga sköpunarorðs sem þýðir bókstaflega „ÉG ER“ eða „Guð er hið mikla Amen“. Af þessu vitum við að sérhver maður getur orðið eitt með sveiflutíðni hins týnda Orðs.

Opnun athvarfanna

Eftir uppstigningu boðberans Mark L. Prophet 26. febrúar, 1973 gáfu Karma-drottnarnir börnum Guðs endurnýjað tækifæri til að jafna karma sitt með því að mæta í kennslustundir í athvörfum hinna sjö chohan-meistara, Maha Chohans og Heimskennarans.

Þann 1. janúar 1986 veittu Gátama Búddha og Karma-drottnarnir hinum sjö geisladrottnum heimild til að opna háskóla andans í ljósvakaathvörfum sínum fyrir tugþúsundir nemenda til að stunda markvisst list sjálfs-stjórnunrinnar á geislunum sjö. Nemendur ferðast í fíngerðari líkömum sínum meðan á svefni stendur og verja fjórtán dögum í hverju athvarfi chohan-meistaranna og hjá Maha Chohan.

Sjá einnig

Category:Ljósvakaathvörf

Til frekari upplýsinga

Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Temple Doors

El Morya, Chela-neminn og vegurinn: Leiðarlyklar að sálarstjórn á vatnsberaöld, Bræðralagsútgáfan 2022, 5. kafli.

El Morya, The Chela and the Path: Keys to Soul Mastery in the Aquarian Age, chapter 5.

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, 22. febrúar, 1975.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path to Immortality.