Falskir gúrúar

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page False gurus and the translation is 100% complete.
Other languages:
Hluti af greinasafni um
Hið falska helgivald



   Megingreinar   
Falska helgivaldið
Fallnir englar
Andkristur



   Einstakir fallnir englar   
Belsebúb
Varmenni
Lúsífer
Samael
Satan
Höggormurinn
—————
Peshú Alga



   Flokkur fallinna engla   
Nefilím (Risarnir)
Verðirnir
Lúsíferar
Höggormar
Djöfladýrkendur
Djöflar
Synir Varmennis



   Greinar af hinu falska bræðralagi   
Illúmínati
Hið indverska svartbræðralag
Bræðralag hins svarta hrafns
Falskir gúrúar
 

El Morya talar um falska gúrúa og falska kennara:

Í gegnum aldirnar höfum við skipað boðbera okkar, lögmálsspámenn, kennara á vegum Krists-vitundarinnar og búddhíska ljóssins. Aðrir sem við myndum kalla óskipaða, eða sjálfskipaða, boðbera hafa blákalt sölsað undir sig vegtyllur sínar og stöður innan helgivaldsins. Og svo er hér að finna framandi táldragandi anda sem blekkja eins og höggormurinn. Þeir koma ekki í sönnum spádómsanda né bera þeir með sér gjafir heilags anda; þetta eru raddir uppsteyta og galdra, fánýtra ræðumanna og svikara. Þeir stara í kristalkúlur og stunda sálrænan lestur, þeir eru sjálfskipaðir messíasar – seiðmagnaðir og seiðandi, koma í nafni kirkjunnar en afneita hinni sönnu kirkju, koma í nafni Logosins en líf þeirra er samt svik við sanna skynsemi og lögmálið.

Þeir eru erkisvikarar mannkyns. Þeir geta brugðið sér í líki hinna uppstignu meistara og sannra gúrúa. Þeir gera sig út fyrir að vera gúrúar og sitja í lótusstöðunni við að reykja friðarpípu með falska helgivaldinu, útbýta eiturlyfjum með djöflum og þjálfa jafnvel aganema sína í að örva kynorkuna til nautna og munúðar. Í taumlausri valdagræðgi sinni kenna þeir veginn til Guðs með innrætingu á kynferðislegri brenglun, misnotkun á líkamanum og vanhelgun á móðurgyðjunni. Og ljósið sem þeir stela frá þeim sem þeir hafa ánetjað nota þeir til að seðja hamslausar girndir sínar og til að ná valdi yfir fjölda manns með göldrum, afbrigðileika og deyðandi formælingum.

Aðrir eru í bransanum til að þjálfa „miðla“ og sálræna heilara. Þeir þekkja ekki muninn á andlegri orku og sálarorku – hinu tæra og hinu óhreina orkustreymi. Þannig gera þeir hina trúgjörnu að orkurás fyrir forarvilpuna og ormagryfjuna, fyrir djöfullegt muldur illvætta og „seiðskratta sem tísta og tuldra“. Falska helgivaldið og hinir föllnu koma í mörgum gervum, leitast við að heilla og töfra hið óþroskaða mannkyn með látbragði sínu, dávaldi og fjarskyggni, á fljúgandi diskum sínum og öðrum tálbrögðum.

Ég segi vei þeim sem hafa náð hugrænni færni í því að höndla með efnið og sálarorkuna en hafa samt ekki Krist í sér – snákaolíutöframenn, skottulæknar og skrumarar sem sýna undraverða stjórnun á líkamsstarfseminni en hafa ekki minnsta snefil af sálarstjórn! Eins og þeir hefðu eitthvað að bjóða mannkyninu sem mannkynið getur ekki fengið beint frá sínu eigin Krists-sjálfi, sinni eigin ÉG ER-nærveru og lifandi loganum sem Guð hefur rótfest í hjartanu!

Sumir þeirra, sjálfir blekktir og blekkjandi aðra, ganga svo langt að segja að allir ættu að verða sálrænir miðlarar (psychic channels), allir ættu að þróa sálræna krafta sína. Eins og töframennirnir í hirð Faraós framkalla þeir fyrir boðbera okkar sálræn (yfirnáttúruleg) fyrirbæri og segja: “Sjáið, við gerum það sama!” Ekki svo! Eins og hinir föllnu sem í viðleitni sinni til að jafnast á við helgivaldið og gera sig að jafnokum sona og dætra Guðs, myndu þessir sálrænu miðlar valda því að boðberar okkar og starf þeirra með hið lifandi Orð mengaðist af útflæði sálarefnis sem hið falska helgivald losar.[1]

Vélabrögð

Falsgúrúinn setur sig ekki aðeins í stöðu staðgengils tvíburalogans heldur einnig í stöðu hinnnar einstaklingsbundnu ÉG ER-nærveru og hins persónulega milligöngumanns og kennara, hins heilaga Krists-sjálfs, og rýfur leitina að hinum elskaða tvíburaloga með ýmsum hætti, þar á meðal:

  • Hænir chela-nemann að sjálfum sér í síngjörnum tilgangi með ýmsum aðferðum eins og tantrískri vígslu eða með þvingaðri hækkun á Kúndalíni-slöngukraftinum áður en neminn hefur náð ákveðinni sjálfsfærni og jafnvægi með því að jafna karma sitt.
  • Leiðir bæði karlkyns og kvenkyns nýnema með kynferðislegum helgisiðum, leynilegum möntru-þulum til meintrar yfirfærslu yfirnáttúrulegra krafta eða með svokallaðri vígslu og stuðlar þar með að tilfinningalegri bindingu eða andlegri ánetjun nemans við sig sjálfan (gúrúinn).
  • Notar fornar hefðir, tungumál og arfleifðir til að táldraga nemann þar sem falsgúrúinn gerir tilkall til lögmætis með tengslum við meinta rakningu til hinna uppstignu meistara, Gátama Búddha, Maitreya og Sanat Kumara auk þess að veita nemanum verklega þjálfun í því að öðlast yfirnáttúrulega siddhi-krafta, stuðlar að skaðlegri misnotkun möntru-þula (svartagaldri)
    • Særir náttúruanda til að ná dutlungafullri stjórn á náttúruöflum til að vinna óvinum mein eða þeim sem standa í veginum fyrir galdramanninum,
    • Beitir áhrifum sínum á einlæga, trúfasta nema til að fylgja boðum falsgúrúsins.
  • Hvetja nema til að hugleiða mynd af gúrúinum og fara jafnfram með leynilega möntru gúrúsins: Í stað þess að þessi iðkun færi chela-nemanum ljós leiðir það til þess að falsgúrúinn, sem hefur ekkert eigið ljós, tekur í raun ljós frá chela-nemum sínum.
  • Falsgúrúinn stuðlar að neminn ánetjist ákveðnum klæðaburði, mataræði, skynhelgi og hugleiðslu til að öðlast frið, krafta og ávinning (þar á meðal fjárhagslegan) í eigingjörnu skyni án þess að miða við hagsmuni heildarinnar og markmið heimsþjónustunnar. Þetta leiðir allt til naflaskoðunar - fölsunar á vegi Jesú Krists og lærisveina hans sem uppstignu meistararnir kenna - sem aðskilur leitendur frá hinu volduga gangverki aldanna: björgun sálna og plánetu í neyð með fullri þátttöku í efnahagslegum og pólitískum áskorunum sjálfsstjórnar og sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins til efnahagslegrar og andlegrar framþróunar með stórfengilegri tilraun í beitingu hins frjálsa Guðs-vilja.

Sjá einnig

Indverska svarta bræðralagið

Falsk helgivaldið

Heimildir

Pearls of Wisdom, 28. bindi, nr. 33.

  1. El Morya, Chela-neminn og vegurinn: Leiðarlyklar að sálarstjórn á vatnsberaöld, 16. kafli.