Frjáls vilji

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Free will and the translation is 100% complete.

Frelsið til að skapa; valið á milli hægri eða vinstri handar leiðarinnar, líf eða dauði, upp- eða niðursveifla (spírall) vitundarinnar.

Með því að hafa frjálsan vilja getur sálin valið að dvelja á sviði hins afstæða þar sem gott og illt eru afstæð sjónarhorn manns í tíma og rúmi; eða hún gæti valið svið hins algera þar sem hið góða er raunverulegt og hið illa er óraunverulegt og sálin lítur á Guð sem lifandi sannleika „augliti til auglitis“. Frjáls vilji þýðir að einstaklingurinn getur samþykkt eða hafnað hinni guðlegu ráðagerð, lögmálum Guðs og tækifærinu til að lifa í kærleiksvitund.

Guðs gjöf, hinn frjálsi vilji ber með sér ákveðið vitundarsvið sem kallast líftími, röð endurfæðinga og „og innan marka bólstaða mannanna.“[1] Sálin er þess vegna ekki aðeins bundin við tíma og rúm á því tímabili sem hún reynir fyrir sér með frjálsum vilja heldur er hún líka takmörkuð við ákveðinn fjölda lífsferla. Í lok þessa tækifæris (skipt niður í daga, ár og víddir) ræður örlögum sálarinnar hvernig hún hefur notfært sér gjöf hins frjálsa vilja.

Sálin sem hefur valið að vegsama hið guðlega Sjálf (Egó) (raunveruleikann) stígur upp í nærveru ÉG ER SÁ SEM ÉG ER. Sálin sem hefur valið að vegsama hið mannlega sjálf (óraunveruleikann) gengur í annan dauðann,[2] Sjálfs-afneitandi vitund hennar veldur varanlegri sjálfs-útþurrkun; og öll orka hennar fer samtímis í gegnum hinn helga eld og er skilað aftur til hinnar miklu Meginsólar til umskautunar.

Frjáls vilji og karma

Án hins frjálsa vilja getur ekkert karma verið til, hvort sem það er í Guði eða mönnum. Frjáls vilji er kjarni samþættingarlögmálsins. Aðeins Guð og maðurinn búa til karma, því aðeins Guð og Guð í manninum hafa frjálsan vilja. Allar aðrar verur — þar á meðal náttúruveraríkið (höfuðskepnurnar), tívaþróunin og englaþróunin — eru starfstæki vilja Guðs og mannsviljans. Þess vegna eru þessar verur starfstæki til að framfylgja karma Guðs og manna.

Frjáls vilji engla er frjáls vilji Guðs. Englar þurfa að uppfylla vilja Guðs því ólíkt manninum er þeim ekki gefið frelsi til að gera tilraunir með krafta Guðs. Þó að englar geri mistök sem leiða af sér niðurstöður sem eru andstæðar vilja Guðs geta þeir síðar leiðrétt mistök sín og samstillt þá orku að vilja Guðs.

Uppreisn engla gegn vilja Guðs er af öðru tagi en sú beiting hins frjálsa vilja mannsins sem skapar karma. Frjáls vilji er miðlægur í víkkandi guðlegri sjálfsþekkingu mannsins innan ramma lögmálsins mikla. Maðurinn fær frelsi til að prófa sig áfram með frjálsum vilja sinn því hann er guð í mótun.

Ef englar á hinn bóginn, sem eiga aðeins hlutdeild í frjálsum vilja Guðs, gera uppreisn gegn vilja Guðs sem þeim er falið að inna af hendi, steypa sjálfum sér úr háleitri stöðu sinni. Þannig að ef engill kýs að bregðast gegn vilja Guðs verður að gera hann útlægan úr englaríkinu til ríkisins við fótskör Drottins og endurfæðast í ríki mannsins.

Maðurinn, sem er gerður aðeins lægri en englarnir, er þegar bundinn við lægri svið afstæðislögmálsins. Svo þegar hann skapar neikvætt karma, þá er hann einfaldlega áfram á sínu eigin stigi á meðan hann jafnar metin. En engill, sem gerir uppreisn gegn vilja Guðs, fellur úr sínu háu hæðum fullkominnar samsömunar við Guð og er vísað til lægri búsetusviða mannsins til að koma jafnvægi á orku Guðs sem hann hefur misfarið með.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Self-Transformation.

  1. Postulasagan 17:26.
  2. Rev. 20:6, 11–15; 21:8.