Forsíða
Velkomin á alfræðivefsíðu uppstignu meistaranna
Á þessum síðum er að finna fjársjóð af upplýsingum um
- uppstignu meistarana og kenningar þeirra
- frumspekileg og dulspekileg hugtök
- andlega innsýn í söguleg og félagsleg málefni
Þetta efni er tekið saman úr útgefnum verkum og óbirtum fyrirlestrum og miðilsfundum Mark L. Prophets og Elizabeth Clare Prophets. Tilteknar eru heimildir fyrir hverja færslu.
Í mörgum atriðum eru taldar upp heimildir þar sem ítarlegri upplýsingar má finna.
Alfræðirit um uppstignu meistarana inniheldur núna 2.348 greinar.
Að koma sér af stað
Smelltu hér á Leit að sérstöku efnisatriði
Smelltu hér á Skrá yfir öll efnisatriði
Um Mark and Elizabeth Prophet
Mark L. Prophet og Elizabeth Clare Prophet eru brautryðjendur í nútíma andlegum fræðum og heimsþekktir höfundar. Frá stofnun Summit Lighthouse (Ljós-vitans á tindinum) árið 1958 settu þau fram um fjörutíu ára skeið kenningar hinna uppstignu meistara – hinna ódauðlegu dýrlinga austurs og vesturs sem hafa orðið eitt með Guði í helgiathöfn uppstigningarinnar. Þau kenndu að kjarninn í andlegum sannindum í hjarta allra trúarbragða heimsins eru þau sömu og þau sýndu hvernig andlegir leitendur af hvaða uppruna sem er geta gengið veginn til endurfundar og sameiningar við Guð.
Meðal mikilvægustu framlaga þeirra var að vekja heiminn til vitundar um vísindi hins talaða Orðs og stuðla að notkun fjólubláa logans til eigin umbreytingar og á heimsvísu. Þau hafa skrifað meira en 100 bækur sem hafa selst í milljónum eintaka um allan heim. Meðal mikilvægustu titla þeirra eru The Lost Years of Jesus (Hin þöglu ár Jesú), Fallen Angels and the Origins of Evil (Fallnir englar og uppruni illskunnar) og Saint Germain On Alchemy (Saint Germain um alkemíu – "dulefnafræði gullgerðarlistarinnar").
Til að fá frekari upplýsingar um kenningar uppstigningu meistaranna, smelltu á www.summitlighthouse.org