Neptúnus (reikistjarnan)


Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó eru fjórar hægfara ytri reikistjörnur. Þegar þessar reikistjörnur skipta um stjörnumerki gefa þær til kynna mikilvægar breytingar í samfélaginu. Eðli breytinganna fer eftir eðli stjörnumerkisins.
Neptúnus er reikistjarna sem í stjörnuspekinni stendur fyrir dulhyggju, andleg mál og uppljómun. Hún er einnig reikistjarna ringulreiðar, ruglings, blekkinga, svika og hneykslismála. Neptúnus tengist öllum aðferðum til að forðast eða flýja veruleikann — en sú forkastanlegasta er auðvitað fíkniefni.
Neptúnus tengist því misnotkun fíkniefna og áfengis og er ein af vísbendingunum um afbrigðilega kynhegðun. Hann stýrir hafinu, vökvum, mýrum, fíkniefnum, lyfjum, lofttegundum og eitri. Í félagslegu samhengi stýrir hann lýðræðislegum og vinsælum hreyfingum, alþýðu, farsóttum, félagslegum óróa og sósíalisma (sameignarstefnunni). Neptúnus stýrir einnig tónlistar- og listasmekk þjóðarinnar.
Neptúnus stýrir fiskamerkinu, merkið sem á jákvæðu nótunum gefur til kynna frelsun með sjálfsfórn, og á neikvæðu nótunum gefur til kynna líkamlega eða andlega fjötrun vegna sjálfsblekkingar. Neptúnus stýrir málum sem eru oft hulin fyrir almenningssjónum en hafa líkamlegar afleiðingar, svo sem fíkniefnaneyslu og kynsjúkdómasmit.
Neptúnus og kommúnismi
Við höfum séð í ljósi sögunnar þegar Neptúnus er í samtengingu við Satúrnus, er hann venslaður við árásargjarna útþenslu heimskommúnismans. Satúrnus og Neptúnus sameinast á um það bil 36 ára fresti. Satúrnus-Neptúnus í samtengingunni árið 1846 var fylgt eftir með útgáfu „Kommúnistaávarpsins“ eftir Karl Marx árið 1848. Næsta Satúrnus-Neptúnus samtengingin, árið 1882, féll saman við stofnun og vöxt helstu evrópsku sósíalistaflokkanna. Næstu tvær samtengingar Satúrnusar og Neptúnusar féllu saman við bolsévíkabyltinguna árið 1917 og við dauða Stalíns og útþenslu Sovétríkjanna í þriðja heiminum árið 1953.
Þegar Satúrnus stóð í andstöðu (square) við Neptúnus árið 1979 réðust Sovétríkin inn í Afganistan og lentu í kreppu í Póllandi, og Sandínistar komust til valda í Níkaragúa og stofnuðu sovéskt víghreiður í Ameríku.
Í ljósi sterkra tengsla Satúrnusar (reikistjörnu skipulags, áætlanagerðar og miðstýringar) og Neptúnusar (reikistjörnu glys og glaums, tálsýna, blekkinga og óraunhæfra hugsjóna) við vöxt sósíalisma, kemur ekki á óvart að sumir létu blekkjast af loforðum sósíalismans.
Sameignarstefna sósíalismans er hagfræðikenning sem byggir á eignarhaldi ríkisins á framleiðslutækjum og dreifingu afurða. Þótt sósíalismi sé almennt talinn vera stjórnmálakerfi, eða stjórnmála- og efnahagskerfi, þá héldu Marx, Lenín og aðrir frumkvöðlar því fram að hann væri fyrst og fremst efnahagskerfi. Þeir héldu því fram að ríkjandi aðferð þjóðar við efnahagsskipulag væri grundvöllur stjórnmálalífs hennar; ef einhver breytti efnahagskerfinu myndi stjórnmálakerfið endurspegla breytinguna. En sósíalismi hefur aldrei virkað. Sósíalísk hagkerfi eru óreiðukennd (Neptúnus) og hrjáð af lágu framleiðslustigi, skorti og ójafnri dreifingu vöru (Satúrnus).
Heimildir
Pearls of Wisdom, 33. bindi, nr. 10, 11. mars 1990.
Elizabeth Clare Prophet, The Astrology of the Four Horsemen, 7, 19, 24. kafli.