Rótarkynstofn

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Root race and the translation is 100% complete.
Other languages:

Rótarkynþáttur er hópur sála, eða lífsbylgja, sem fela í sér og hafa einstakt frumgerðarmynstur, guðlega ráðagerð og köllun að uppfylla á jörðinni. Samkvæmt dulspekilegri hefð eru sjö frumsamstæður sála, þ.e. frá fyrstu til sjöundu rótarkynstofna.

Fyrstu þrír rótarkynstofnarnir lifðu í hreinleika og sakleysi á jörðu á þremur gullöldum fyrir fall Adams og Evu. Með hlýðni við kosmísk lögmál og algera samsömun við hið raunverulega sjálf, unnu þessir þrír rótarkynþættir ódauðlegt frelsi sitt og stigu upp frá jörðu.

Það var á tímum fjórða rótarkynstofnsins, á meginlandi Lemúríu, sem líkingarsagan um fallið átti sér stað að undirlagi fallinna engla, þekktir sem höggormar (vegna þess að þeir notuðu slöngukraft hryggjarsúlunnar til að blekkja sálina, eða kveneðlið í mannkyninu, sem leið til að draga úr karllægu vaxtarmegni sálarinnar og þar með draga kraftinn úr sonum Guðs).

Fjórði, fimmti og sjötti rótarkynstofninn (síðastnefndi sáluhópurinn hefur ekki alfarið stigið niður í holdið) eru enn í endurfæðingu á jörðinni í dag. Sjöunda rótarkynstofninum er ætlað að endurfæðast á meginlandi Suður-Ameríku á vatnsberaöld.

Manúinn

Hver rótarkynþáttur er undir verndarvæng manús (sanskrít, „ættfaðir“ eða „löggjafi“), sem felur í sér hina Krists-bornu ímynd kynstofnsins.

Sjá einnig

Manú

Sjöundi rótarkynþáttur

Heimildir

Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 53, 29. desember, 1982.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, Saint Germain On Alchemy: Formulas for Self-Transformation, sjá “Manu”.

Pearls of Wisdom, 37. bindi, nr. 16, 17. apríl, 1994.