Sarasvati


Hin guðdómlega móðir í birtingarmynd sinni sem Sarasvati er shakti [maki] Brahma. Brahma er þekktur sem skaparinn í hindúaþrenningunni og er hliðstæður Guði föðurnum í vestrænu þrenningunni. Hann er hinn guðdómlegi löggjafi, uppspretta allrar þekkingar. Til saman fela Brahma og Sarasvati í sér alheimskraftinn.
Eiginleikar
Sarasvati er þekkt sem gyðja Orðsins. Hún er tengd Vac, Orðinu. Hún táknar mælsku og miðlar visku Lögmálsins. Hún er móðir-kennari þeirra okkar sem dásama Lögmálið sem Brahma opinberaði og hún er viljakraftur, viljinn og hvatinn til að vera Lögmálið í verki. Sarasvati táknar sameiningu krafts og greindar sem skipulögð sköpun sprettur upp úr.
Í bókinni Symbolism in Hinduism (Táknfræði í hindúasið) bendir A. Parthasarathy á að nafnið Sarasvati merki bókstaflega „sá sem gefur kjarna okkar æðra sjálfs“. Sarasvati er stundum táknuð með fjórum höndum, sitjandi á lótusblómi. Hún heldur á helgum ritum í annarri hendi og lótusblómi í hinni. Með hinum tveimur höndunum spilar hún á indverska lútu (veena).[1]
Parthasarathy skrifar: „Gyðjan táknar því hinn fullkomna gúrú-meistara.... Að ,sitja á lótusinum‘ táknar að kennarinn hefur rótgróna huglæga reynslu af Sannleikanum. Að ,halda ritningunum í hendi sér‘ gefur til kynna að hún haldi á lofti að þekking á ritningunum geti ein leitt okkur að Sannleikanum.“ Parthasarathy segir að lútuleikur Sarasvati gefi til kynna „að sannarlega hæfur kennari stilli huga og vitsmuni leitandans og dragi fram úr honum tónlist og laglínu lífsins.“[2]
Samkvæmt fræðimanninum David Frawley, þá táknar Sarasvati, í dulrænum skilningi, „viskustreymi, hið frjálsa flæði þekkingar vitundarinnar.“[3] Hún er kölluð Hin flæðandi, uppspretta sköpunar Orðsins.
Sarasvati táknar einnig hreinleika og klæðist hvítu. David Kinsley, prófessor í trúarbragðafræðum við McMaster-háskóla í Ontario í Kanada, útskýrir:
Ríkjandi stef í fasi Sarasvati eru hreinleiki og yfirnáttúrulegt eðli. Hún er næstum alltaf sögð vera hvít eins og snjór, tunglið eða kunda-blómið.... Klæði hennar eru sögð vera eldheit í hreinleika sínum....
Hið yfirnáttúrulega handanlæga eðli Sarasvati ... birtist einnig í farskjóta hennar, svaninum. Svanurinn er tákn um andlega upphafningu og fullkomnun í hindúasið.... Sarasvati, sitjandi klofvega á svani sínum, gefur til kynna vídd mannlegrar tilveru sem rís upp yfir hina efnislegu, náttúrulegu veröld. Heimur hennar markast af fegurð, fullkomnun og náð; það er ríki sem skapað er af listrænum innblæstri, heimspekilegri innsýn og uppsafnaðri þekkingu, sem hefur gert mönnum kleift að betrumbæta náttúrulegan heim sinn svo að þeir hafi getað yfirstigið takmarkanir hans. Sarasvati, klofvega á svani sínum, kallar á mannkynið til áframhaldandi menningarlegrar sköpunar og siðmenntaðrar fullkomnunar.... Hún stendur ekki aðeins að baki heiminum og er skapari hans heldur er hún [sjálf] leiðin til að fara handan við heiminn.[4]
Sarasvati tengist tali, ljóðlist, tónlist og menningu og er þekkt sem lærdómsgyðja og verndarvinur lista og tónlistar. Bæði hindúar og búddhamönnum dásama hana. Fyrir búddhamenn er hún maki Manjúshri, bódhisattva viskunnar. Búddhistar höfða til Manjúshri til að öðlast greind, visku og vald á kenningunni, kraft til að útskýra, mælsku og minni. Hann starfar með drottni Maitreya. Þau tvö eru stundum lýst í þríeyki með Gátama Búddha þar sem Manjúshri táknar viskuþáttinn og Maitreya hluttekningarþáttinn í búddhískum kenningum. Á sama hátt og Sarasvati færir Manjúshri uppljómun að gjöf.
Sarasvati-fljótið
Í elstu hindúatextunum, vedaritunum, er Sarasvati fljótsgyðja. Í þeim stendur að Sarasvati hafi verið stærsta fljót Indlands. Í mörg ár var talið að Sarasvati-fljótið hefði verið goðsögn, en í fornleifakönnun árið 1985 fannst forn árfarvegur sem stemmir við lýsinguna á Sarasvati-fljótinu. Það var mikið fljót, sex til tíu km á breidd að mestu leyti. Hún rann vestur úr Himalajafjöllum út í sjóinn. Frawley telur að mesta byggðin hafi verið við Sarasvati-fljótið þegar vedaritn voru samin fyrir þúsundum ára.[5]
Frawley segir að Sarasvati, „eins og Ganges síðar meir, tákni súshúmnu, fljót andlegrar þekkingar, strauminn sem rennur [í gegnum mænugöngin] og sjö orkustöðvar hins fíngerða líkama. Hún er ekki aðeins vetrarbrautin eða himnaríki, heldur er hún innra með fljót sannrar vitundar sem rennur inn í þennan heim.“[6]
Í Rigveda er Sarasvati kölluð „besta móðurin, besta fljótið [og] besta gyðjan.“[7] Þar segir einnig: „Sarasvati birtist eins og stórt haf með geisla sínum, hún stjórnar öllum innblæstri.“[8]
Heilagt „kímatkvæði“ hennar, eða bija, er „Aim“ (borið fram „ah-eem“). bija mantra innlimar kjarna kosmískrar veru, meginreglu eða orkustöðvar. Mantra Sarasvati er „Om Aim Sarasvatye Namaha“.
Sjá einnig
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, “Sarasvati, Shakti of Brahma.”
- ↑ A. Parthasarathy, "Consorts of the Three Gods” („Makar hinna þriggja guða“) í R. S. Nathan, samantekt, Symbolism in Hinduism (Táknfræði í hindúasiði) (Bombay: Central Chinmaya Mission Trust, 1989), bls. 157.
- ↑ Sama heimild, bls. 157–58.
- ↑ David Frawley, From the River of Heaven: Hindu and Vedic Knowledge for the Modern Age (Frá himnaríkinu: Hindúa- og vedísk þekking fyrir nútímann) (Sandy, Utah: Morson Publishing, 1990), bls. 126.
- ↑ David Kinsley, Hindu Goddesses: Visions of the Divine Feminine in the Hindu Religious Tradition (Sýnir hins guðdómlega kvenleika í hindúahefðinni) (Berkeley, Kaliforníu: University of California Press, 1986), bls. 62, 141.
- ↑ David Frawley, Gods, Sages and Kings: Vedic Secrets of Ancient Civilization (Guðir, vitringar og konungar: Vedísk leyndarmál fornrar siðmenningar) (Salt Lake City, Utah: Passage Press, 1991), bls. 72–76, 354–57 nn. d–g.
- ↑ Sama heimild, bls. 219.
- ↑ Rigveda 2.41.16, 1.3.12, vitnað í Frawley, „Gods, Sages and Kings“ ("Guðir, vitringar og konungar"), bls. 70, 71.
- ↑ Sri-sukta 1, 6, 13, 4, í Rigveda, í tilvitnun Davids Kinsley, „The Goddesses’ Mirror: Visions of the Divine from East and West“ ("Spegill gyðjanna: Sýnir hins guðdómlega frá austri og vestri") (Albany, N.Y.: State University of New York Press, 1989), bls. 55.