Höggormurinn (fallinn engill)

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Serpent (fallen angel) and the translation is 100% complete.
Other languages:
Lýsing Michaelangelo á Höggorminum í aldingarðinum Eden úr lofti Sixtínsku kapellunnar
Hluti af greinasafni um
Hið falska helgivald



   Megingreinar   
Falska helgivaldið
Fallnir englar
Andkristur



   Einstakir fallnir englar   
Belsebúb
Varmenni
Lúsífer
Samael
Satan
Höggormurinn
—————
Peshú Alga



   Flokkur fallinna engla   
Nefilím (Risarnir)
Verðirnir
Lúsíferar
Höggormar
Djöfladýrkendur
Djöflar
Synir Varmennis



   Greinar af hinu falska bræðralagi   
Illúmínati
Hið indverska svartbræðralag
Bræðralag hins svarta hrafns
Falskir gúrúar
 

Höggormarnir voru englaregla á öðrum geisla undir stjórn Jófíels erkiengils. Þeir féllu úr náð þegar þeir freistuðu tvíburaloganna í paradís til að hverfa frá sáttmálum Drottins Guðs. Sem refsing var þeim varpað af himni til jarðar, þaðan í frá íklæddir líkama dauðlegra manna.

Og Drottinn Guð sagði við höggorminn: „Af því að þú gjörðir þetta, skalt þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkurinnar. Á kviði þínum skalt þú skríða og mold eta alla þína lífdaga. Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.“[1]

Þeir voru kallaðir höggormar vegna þess að þeir höfðu ofurfærni í að meðhöndla kúndalíni lífskraftinn. Kúndalíni er eins og höggormur í útliti sem hringar sig saman við mænurótarbotn hryggsúlunnar sem fullnuminn getur reist til þriðja augans. Þegar kúndalíni er vakinn byrjar hann að rísa upp mænugöngin. Við sjáum þetta táknað með hermesarstafnum, tákni læknastéttarinnar (og verslunarstéttarinnar). Hermesarstafurinn er myndskreyttur sem stafur með tveimur samtvinnuðum snákum sem rísa upp í vængi efst. Þegar hinn helgi eldur rís á mænualtarinu í gegnum slöngurnar tvær (þ.e. karl- og kvenorkan) læknar hann sjúkdóma mannkyns.

Leiðtogi þessa hóps fallinna engla er þekktur undir heitinu Höggormur.

Fyrir upplýsingar um tákn höggormsins, sjá (Tákn) Höggormsins.

Lífspeki Höggormsins

Sanat Kumara lýsir lífspeki þessa fallna engils:

Satan er þekktur sem hinn upphaflegi morðingi ljósberanna sem hann framdi til að koma í veg fyrir hina guðdómlegu ráðagerð Guðs á jörðinni. Höggormurinn, sem einnig er „kallaður“ Djöfullinn og Satan“, er erkióvinurinn, hinn upphaflegi lygari og faðir lyginnar þar sem blekkingarlífspeki, byggð á ótta og efa, er starfsaðferð hans í hernaði sínum gegn hinum sönnu Kristum og hinum sönnu spámönnum.

Höggormurinn er hinn vondi. Sæði hans ásamt sæði Satans er sáð sem illgresi meðal hins góða hveitis hins Krists-borna sæðis. Það er þetta sæði sem kallast afkomendur naðranna. Naðra („viper“) er úr grísku þýðingunni á eiginnafninu „Höggormur,“ sem ásamt föllnum hópi hans var varpað af himni og íklæddust holdi á jörðu þar sem þeir hafa haldið áfram að endurholdgast frá uppreisninni miklu.[2]

Freisting Evu

Fyrsta Mósebók lýsir því hvernig Höggormurinn freistaði Evu til að neyta ávaxta (orkuauðlinda) föðurins, sonarins og hins heilaga anda – máttar, visku og kærleika Guðs – og neyta þeirra til að viðhalda sjálfhverfri tilveru utan Guðs. Með aðfinnslusömum augum höggormsins „sá konan að tréð var gott að eta af“. Þetta var freisting hins bláa skúfs máttarins, fyrstu persónu þrenningarinnar, föðurins. Höggormurinn sýndi konunni að orkuauðlindir föðurins mætti neyta eða misneyta, eins og hann orðaði það, til að ná öllum lystisemdum lífsins, til að eignast auð og allt sem þurfti til að mæta kröfum hins holdlega manns.

Í öðru lagi, í gegnum þetta auga höggormsins sá hún „að það var ánægjulegt á að líta“ – skart augnanna til fullnægingar skynfæranna, tilfinninganna, löngunarinnar til að seðja þessi skynfæri. Þetta var freistingin til að misneyta ljós heilags anda í hvers kyns félagslegum samskiptum, í öllum hinum ýmsu orkuskiptum sem eiga sér stað í tengslum við mannlegt samkrull.

Að lokum sá hún að það var „tré sem var girnilegt til fróðleiks“ – og þess vegna freistingin að hafa skipti á Krists-huganum fyrir holdhyggjunni, að nota skúfinn, loga sonarins (aðra persónu þrenningarinnar) til að hafa stjórn á heimsmálunum; girnilegt að nota Krists-hugann til að uppfylla metnað, ná árangri, markmiðum, til að hygla sjálfum sér með því að ráðskast með aðra.

Vélabrögð Höggormsins

Sanat Kumara lýsir vélabrögðum Höggormsins til dagsins í dag:

Höggormurinn sem talaði við konuna í aldingarðinum Eden var leiðtogi hóps fallinna engla sem féllu niður af öðrum viskugeisla Drottins. Áður en þeir féllu var skilningur þeirra á Guði og lögmálum hans sem stjórna vígslubrautinni og hinni einstklingsbundnu Krists-verund fullkomnari (fínlegri) en nokkurra annarra engla (skepna) á vitundarsviði Guðs sem Drottinn hafði skapað í upphafi.

Þessi fallni var valinn úr ráðstefnusölum Lúsífers sem þann sem best væri til þess fallinn að snúa konunni frá fyrstu ást sinni til Guðs sem hafði komið til hennar í persónu hins mikla vígslumanns, drottins Maitreya, hins kosmíska Krists, sem og frá annarri ást hennar, hins ástkæra tvíburaloga hennar.

Fræ efasemda og ótta mynduðu grunninn að því að tortryggja löggjafann og lögmál hans sem Höggormurinn hafði sáð í huga hennar. Með því að rengja ásetning Maitreya setti Höggormurinn sig upp á stall sem falskan höfuðprest og svikara hins kosmíska Krists. Og alla tíð síðan hefur hann með afsprengjum sínum viðhaldið forsendunum fyrir lífspeki hins falska helgivalds andkrists í hagfræði, stjórnmálum, félagsvísindum og siðmenningum – allt á þeim forsendum að leið hans sem hann er á sé betri en leið Guðs, að hann viti hvað Guð veit og veit það betur og það sem meira er, að hann hafi vit fyrir afkomendum hans á jörðu.

Þó að aðferð þessa fallna engils sé að tortíma Orði Guðs með því að óvirða það, afmá gaumgæfilega leyndardóma hins helga elds úr heilögum ritningum austurs og vesturs, var freistingin sem hann lagði fyrir Evu byggð á afbökunum hans á Orðinu. Þannig skrumskælir hann þrenninguna með falskri vígslu – gefur konunni ávöxt ljóssins sem er bannað nema með vígslu Krists; með fölskum kenningum — „vissulega munuð þið ekki deyja;" og með falskri hughreystingu — „Þið munuð verða eins og guðir og vita skyn góðs og ills."

Hinir föllnu hafa haldið áfram að breiða út lygar sínar og fullvissa niðja sína um að það sé ekki til neinn djöfull, enginn dómsdagur og enginn annar dauði. Eftir að hafa næstum sannfært sína eigin afkomendur um að hægt sé að sniðganga hina sönnu leið hinnar einstaklingsbundnu krists-hyggju, leysa hana af með friðþægingarkenningunni, hafa þeir á sínum snærum auðsveip verkfæri lyginnar og lygarans sem halda á lofti fölskum kenningum þeirra og kennisetningum, gera útleggingu sína af trúarbrögðum og Guð-ræði samþýðanlega við nautnahyggjuna þar sem afkvæmi konunnar eru véluð til að brjóta niður Orðið, að því er virðist með „frjálsum vilja“.[3]

Dómur Höggormsins

Sem afleiðing af yfirgangssömum áhrifum Höggormsins á Evu var staða hans endurskilgreind. Á efnissviðinu er staða hans í stigveldinu fyrir neðan stöðu náttúruveranna. Þessi stöðulækkun og niðurfærsla átti við um alla fallna engla og þá sem fylgdu þeim í afneitun þeirra á Orðinu. Hinir föllnu englar hafa lægri stöðu en höfuðskepnur elds, lofts, vatns og jarðar. Þeir eru brottreknir niður á geðsviðið.

Ljósinu sem þeir spilltu í sjö orkustöðvum sínum var kastað niður. Höggormurinn var látinn skríða á kvið sínum í stöðu magagrófarorkustöðvarinnar (sólar plexus) sem er þungamiðja geðlíkamans í geðheiminum.

Höggormurinn dró krafta karls og konu niður í svað vanhelgra girnda. Karma hans olli því að hann var fjarlægður frá andasviði efnisins til að dvelja aðeins á efnissviði efnisins: „ ... mold (skalt þú) eta alla þína lífdaga. „Að eta mold“ er að innbyrða aðeins orku efnis-vatns og efnis-jarðar.

Í gegnum þennan hluta efnisheildarinnar hefur Höggormurinn unnið frá þeirri stundu gegn hugar- og ljósvakalíkama mannkynsins. Hann vélar huga mannsins í gegnum geðlíkama hans. Í gegnum efnislíkama og skynfæri mannsins vinnur hann gegn skynjun sálarinnar og upplifanir sálarinnar á ljósvakasviðinu.

Sjálfshyggjan

Höggormurinn er persónugervingur holdshyggjunnar. Höggormurinn hefur undanskilið sjálfan sig frá lögmáli Guðs og hefur gert sjálfum sér lögmál. Hinn dauðlegi hugur sem skapaði lögmál dauðleikans lýtur þeim lögmálum svo lengi sem hann er dauðlegur og getur því ekki undirgengist lögmál Guðs.

Til frekari upplýsinga

Um fallna engilinn sem er þekktur undir nafninu Höggormurinn

Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Seventh Seal: Sanat Kumara on the Path of the Ruby Ray, 32. 33. og 34. kafli.

Um freistingu Evu:

Elizabeth Clare Prophet, The Economic Philosophy of Jesus Christ vs The Religious Philosophy of Karl Marx

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path of Self-Transformation

Sjá einnig

Fallnir englar

Aldingarðurinn Eden (launhelgur skóli drottins Maitreya)

(Tákn) Höggormsins

Heimildir

Pearls of Wisdom, 38. bindi, nr. 29, 2. júlí, 1995.

Pearls of Wisdom, 25. bindi, nr. 13, 28. mars, 1992.