Friðarhofið

Friður og Alóha beina orku magagrófarorkustöðvar plánetunnar í athvarfi sínu sem er staðsett í ljósvakasviðinu uppi yfir Hawaii-eyjum. Frá Friðarhofinu geisla elóhímarnir ræmum af Alheims-Kristsfriði yfir alla jörðina sem net Alheims-Krists vitundar. Auk fjólubláa og gullna loga eru leyndir geislar hins Máttuga Kosmos í brennidepli í þessu athvarfi.
Lýsing
Kraftsvið Friðarhofsins má sjá fyrir sér sem fjólublátt og gulllitað hjarta með segulkraftsviði úr til skiptis fjólubláum og gulllituðum sammiðja hjartalaga hringjum. Loginn í miðju hjartans er logi Alheims-friðar Krists. Þetta kraftsvið er fyrir ofan hofið.
Maður gengur inn í ljósvakahofið í ljólsvakalíkamanum og strax finnst eilíf nærvera friðarlogans. Inngangsforstofan liggur inn í kringlótt herbergi; tíu súlur prýða hringlaga veggina, sem endurspegla tif leyndra geisla sem eru njörvaðir í miðju herbergisins. Altari hinna leyndu geisla er grafið niður í miðju herbergisins. Þrjár tröppur liggja að hringlaga stíg sem umlykur altarið þar sem hinir leyndu geislar eru njörvaðir.
Við höldum fram hjá altari leyndu geislanna og niður gang og göngum niður stiga sem liggur að hinni miklu Friðarhöll. Hún er í raun í miðju hofsins, byggingarlega sniðin eftir höllinni sem við gengum í gegnum, nema í stærri mælikvarða. Þar eru tólf súlur á hringveggnum, jafnt dreifðar á hringlaga veggjunum, sem endurspegla fjólubláa og gullna liti Friðarguðsins sem eru rótfestir í miðjum pallinum.
Við göngum niður þrjú þrep og göngum í kringum brennidepilinn og komum að hásætum Friðar og Alóhu. Milli tólf súlna sem prýða hliðar musterisins eru tólf dyr sem leiða að tólf hringlaga forstofum, þar af eitt herbergið sem við gengum í gegnum rétt í þessu sem leyndu geislarnir beinast að. Logi friðarins, sem er í miðpunkti Krists-vitundarinnar, er í miðju musterisins, hásæti Friðar og Alóhu við tólf tíma línu sólskífunnar og leyndu geislarnir við sex tíma línuna.
Starfsemi athvarfsins
Hinir innvígðu sem leggja stund á sjötta geisla nám í Friðarhofinu undir vökulli leiðsögn elóhímanna sem eru í forsvari. Þeir sem eru að búa sig undir að endurfæðast á sjötta geisla verja tíma hér áður en þeir endurfæðast til að læra hvernig elóhímarnir beina friðarloganum í gegnum heilagan anda í náttúrunni og hvernig starfsemi formsmiðanna fer fram. Áður en Kúthúmi endurfæddist sem heilagur Frans, bað hann: „Drottinn, gerðu mig að verkfæri friðar þíns!“ Hann lærði hjá hinum mikla vígslumanni, drottni Maitreya, í athvarfi Maitreya í Himalajafjöllum; en áður en hann tók á sig efnislíkama var hann færður í Friðarhofið þar sem þroski hans á friðarloganum var reyndur með skipulögðum vígsluskrefum sem framkvæmd eru undir verndarvæng helgivaldi þess athvarfs.
Fyrir utan hina miklu Friðarhöll eru þrjár aðrar byggingar (við níu, tólf og þrjú tíma línurnar). Þar vinnur „Bræðralag Friðarins“ ötullega að því að gera áætlanir um útbreiðslu friðarins um allan heim. Sjálfboðaliðar sem læra þar á meðan líkamsmusteri þeirra sofa eða eru á milli æviskeiða koma í helgidóminn til að kynna sér friðaráætlanirnar og sverja þar heit frammi fyrir Friði og Alóhu um að koma fram sem fulltrúar þeirra í heimi formsins til að bera friðarlogann og vinna að áætlunum Bræðralags friðarins.
Þeir sem hafa ferðast til Hawaii-eyja geta vottað um þann mikla frið sem þeir finna hér, sem nær yfir allt Kyrrahafið.
Friðarskálinn
Þann 2. janúar 1972 tilkynnti elóhíminn Friður ívilnun varðandi Friðarskálann:
ÉG ER Friður. Það hefur verið ákveðið að við ætlum að veita ykkur hana í dag, með karmískri náð, andlega upplifun af mikilli dýpt. Viljið þið taka hönd mína í hugsunum ykkar og koma með mér út fyrir venjuleg reynslusvið inn í heim kosmískra drauma þar sem við munum skapa upplifun friðar í því sem við köllum Friðarskála.
Fyrir náð hans hafa tívarnir og efnissmiðir formsins og miklar kosmískar verur skapað skála úr hvítum alabastri þar sem ljós skín sem aldrei hefur sést á landi eða sjó, ljós tíu þúsund andlegra sóla, ljós hins eilífa. Í gegnum veggi alabastursskála okkar, Friðarskálans, skín nú þessi ljómi. Skáli okkar hefur fjórar hliðar og þrjár stórkostlegar hvelfingar hvoru megin — tvær að neðan og ein að ofan, sem mynda þríhyrning til minningar um hið þríþætta eðli mannsins og Guðs. Hlið skálans eru opin og sex voldugir serafímar standa við hvert hlið til að leiða ykkur upp að Friðarhofinu. Hið volduga orgel sem við köllum friðarorgel geislar frá sér þann geimhljóð sem er hljóðlaust en rís upp í friðarhæðir....
Viljið nú ganga inn með mér um hlið Friðarhofsins og heyra þýða gleðihljóma himnabjöllurnar þegar friðurinn fagnar sigri? Sjö snjóhvítar dúfur bera fána í goggum sínum og þær blakta við hliðið þegar þið gangið inn; og fáninn, með gullstöfum, forn-enskum gullstöfum, blaktandi í mjúkum, blíðum vindi boðar „Frið.“ Því engin önnur sveiflutíðni kemst inn í musteri okkar nema friður. Og samt er sviðsmyndin ekki tóm því það er ljós og dularfull gleði í lofti þessa Friðarskála.
Nú sjáum við þrettándu hvelfinguna — innri turn rísa og falleg múrsteinsmósaík mynduð innan í henni. Og þar, innan í gulli slegnum maltneskum krossi í fullkomnu samræmi, er orðið „Friður“. Það er eins og efnishjartað vilji nema staðar andartak og njóta friðarins. Því sjö geislar leiða niður frá miðju hvelfingarinnar; þetta eru geislar heilags anda. Hvítur litur mætir og blandast við mildustu pastelliti á gólfinu þar sem endurkastaðir geislarnir staðsetja sig mjúklega eins og þeir væru sjö lofgjörðarlogar frá altari í hjarta Guðs....
ÉG ER Friðarins guð (elóhím). Ég geisla út í heiminn sveiflutíðni óendanlegs friðar — eyðandi eldi til þeirra sem geisla út hræðilegri titringsáhrifum haturs, stríðs og eyðileggingar og áhrifum sjálfshyggjunnar, en á hinn bóginn vonarneista, skínandi djásn ástar okkar til allra sem sjá fegurð hofsins okkar. Við bjóðum hverjum og einum ykkar gjöf í dag: smækkaða eftirlíkingu af Friðarhofinu, tákni ferðalags ykkar sem við setjum í mynd gullinnar eikarhnetu. Shíva! Það er gert! Megi hver sál vera innhjúpuð slíkri gullinni eikarhnetu. Innan hennar, smækkað í smásjástærð og sett í hjartaslegilinn til að trufla ekki á nokkurn hátt flæði lífsorkunnar, setjum við gjöfina — brennidepil friðarins guðs, brennidepil minn, brennidepil ykkar, brennidepil Guðs, alheimsins í brennidepli. Það tilheyrir heiminum, alheiminum; það er hluti af sköpunargáfu, af sköpunarverkefninu....
Ég segi ykkur með sanni, gjöfin sem ég gef ykkur í dag er snertiflötur alheimsfriðarins. Ef þið viljið, getur hún kallað innra með ykkur að vild hinn mikla alheimsanda, myndina, táknrænan engil ykkar eigin einstaklingsbundna nærveru, sem mun á augabragði leiða ykkur inn í friðarheiminn. Og því mun ég segja ykkur frá krafti þessa verndargrips sem ég set innra með ykkur sem munu þiggja hann. Ég mun aldrei þröngva honum upp á neinn. Ef þið hafið einu sinni þegið hann, þá skal ég segja ykkur það núna, að hann festist þar að eilífu. Og allt sem þið þurfið að gera þegar allt í kringum ykkur er ókyrrt og þið eruð örvingluð og rugluð skuluð þið sjá fyrir ykkur í smækkaðri mynd Friðarskálans, kalla á mig og á einstaklingsbundna Guðs-nærveru ykkar og segja:
„Ég þarfnast þín á hverri stundu, ó Guð friðarins og ástkæra máttuga ÉG ER-nærvera! Sýndu ljós þitt!“ Og með orðunum „Sýndu ljós þitt“ mun ég koma aftur og skapa sveiflutíðni friðar míns.
Í nafni Friðarhöfðingjans segi ég: „Friður sé með yður.“[1]
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Temple of Peace.”
- ↑ Elohim of Peace, “An Experience in the Pavilion of Peace,” The Radiant Word („Reynsla í Friðarskálanum“, Hið geislandi Orð), Pearls of Wisdom, 15. bindi, nr. 18, 30. apríl 1972.