Thomas Moore

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Thomas Moore and the translation is 100% complete.
Other languages:
caption
Thomas Moore, írskt skáld

Thomas Moore var holdtekja hins uppstigna meistara El Morya.

TÓMAS MOORE fæddist í Dublin árið 1779. Afkastamikill rithöfundur bæði prósa og ljóða sem prýddi land Erins með kærleika sínum til Guðs og manna. Hann útskrifaðist frá Þrenningarháskólanum (Trinity College) árið 1799 og fluttist til Lundúna. Aftaka háskólavinar í uppreisn hinna Sameinuðu Íra (United Irishmen) vakti þjóðrækniseldmóð Moore, sem áhrifagjarns ungs manns með „írskt örlyndi“, sem veitti honum hvað mestan bókmenntalegan innblástur. Beinn stíll hans og ungæðisandi gerði hann að hnyttnum ádeiluhöfundi sem nýttist málstað Breskra frjálslyndismanna (British liberalists). Ljóðin hans nutu sín sem umdeilt pólitískt skop í samfélagsumræðunni.

Á meðal stærstu verka Tómasar Moore má finna stórkostlegt ævisögulegt meistaraverk, byggt á trúnaðarminningum Byrons lávarðar. Hans eigið rit, Minningar, Dagbók og Bréfaskipti (Memoirs, Journal, and Correspondence), er ómetanleg skrá yfir félagslegt líf á Englandi og Írlandi á fyrri helmingi nítjándu aldar.

Þrátt fyrir að hann hafi varið mestum hluta ævinnar á Englandi varð Moore þekktur og dáður sem þjóðlegt ljóðskáld Írlands með riti sínu Írsk lög (Irish Melodies) – sem er safn af vísum sem hann skrifaði við gömul írsk þjóðlög. Þær rómantísku ballöður sem Endurfæðingar hins uppstigna meistara Morya 133 mest er haldið upp á er „Trúðu mér, ef allar þessar elskulegu ungu þokkadísir“ („Believe Me, If All Those Endearing Young Charms“). Allt fram til dagsins í dag sýna verk hans kraftinn í einlægri ást hans á vilja Guðs.


Trúðu mér, ef allar þessar elskulegu ungu þokkadísir,
sem ég stari á svo hlýlega í dag,
myndu breytast á morgun og fölna í fangi mínu,
eins og álfagjafir, verða hverfulleikanum að bráð,

ég myndi enn dá eins og þú ert á þessari stundu

láttu að vilja yndisþokka þíns um að smáhverfa;
og hjartnæmt hrun hverrar óskar minnar
myndi gróðursældin umvefja enn um sinn!

Það er ekki á meðan fegurð og æska er þín eigin,
og kinnar þínar ei vanhelgaðar tárum,
að hægt sé að þekkja eldmóð og trúfestu sálar
sem tíminn mun gera þig bara kærari!

Nei, hjartað sem hefur sannarlega elskað gleymir aldrei,
heldur elskar með sönnu allt til endaloka,
eins og sólblómið snýr sér að guði sínum þegar hann sest,
með sama útliti afturhvarfsins og þegar hann reis.

Heimildir

El Morya, Chela-neminn og vegurinn: Leiðarlyklar að sálarstjórn á vatnsberaöld, Reykjavík, Bræðralagsútgáfan, 2023, bls. 132-133.